Húnavaka - 01.05.1985, Page 240
238
HÚNAVAKA
Albert Erlendsson frá Keldulandi í Skagahreppi lést 2. mars 1984.
Albert var fæddur 5. nóvember árið 1895 að Hóli á Skaga, sonur
þeirra Sigríðar Óladóttur og Erlendar Björnssonar. Albert ólst upp hjá
afa sínum og ömmu, þeim Óla Sveinssyni og
Ingunni Magnúsdóttur frá Sævarlandi.
Albert var ekki gamall að árum þegar
hann fór að sækja sjó, hann þótti dugmikill
unglingur. Á þeim árum gerðist afi hans
sjóndapur og síðan alblindur, því lögðust
forsjárskyldur heimilisins með fullum þunga
á Albert. Hann eignaðist fljótlega bát, var
formaður á honum og reri til fiskjar.
Árið 1927 gekk Albert að eiga Sigurlínu
Lárusdóttur frá Keldulandi. Hann keypti
jörðina Selá og þar hófu þau búskap sinn.
Selá var lítil jörð og tveimur árum síðar keypti hann Reyki á Reykja-
strönd. Árið 1933 komu þau að Keldulandi þar sem þau bjuggu síðan,
að undanteknum nokkrum árum sem þau voru í þorpinu á Skaga-
strönd. Þegar þau komu að Keldulandi var þar og hafði verið mikið
rausnarheimili. Guðrún, móðir Sigurlínu, var þekkt fyrir gæsku sína
og mannelsku, og á heimilinu dvaldi margt gamalt fólk, sem komið
hafði þangað og fundið þar þá hlýju og þann kærleika sem engum
manni vísaði á dyr. Þau Albert og Sigurlína tóku því við fjölmennu
heimili og héldu hátt á lofti þeirri reisn, sem heimilið var þekkt fyrir.
Alberti er lýst sem hæglátum manni. Hann var hagur, smíðaði
jöfnum höndum úr tré og járni. Hann þótti nýtinn bóndi, gekk vel um
hús og hey, og fór vel með skepnur. Hann átti alltaf bát og var
sjómaður í þess orðs besta skilningi.
Þeim Albert og Sigurlínu eiginkonu hans varð þriggja barna auðið,
eru það þeir Ármann Eydal, Gunnar og Óli Einar.
Albert lést 2. mars. Útför hans fór fram 10. þess mánaðar og var
hann jarðsettur í Hofskirkjugarði.
Margrét Björnsdóttir frá Örlygsstöðum í Skagahreppi lést 4. júni 1984.
Margrét var fædd 13. febrúar árið 1904 að Örlygsstöðum. Foreldrar
hennar voru Björn Guðmundsson bóndi þar og kona hans Sigurlaug
Kristjánsdóttir frá Skeggjastöðum. Margrét var önnur i röðinni af tíu
börnum þeirra hjóna. Margrét ólst upp á Örlygsstöðum, en Björn