Húnavaka - 01.05.1985, Page 262
Fréttir og fróðleikur
VEÐRÁTTAN 1984.
Janúar.
Vetrarríki var fremur mikið allan
mánuðinn. Frost þó fremur vægt
fyrstu 12 dagana og komst hiti í
5,5 stig þann níunda. Síðari hluti
mánaðarins var yfirleitt kaldari
og fór frost í 19,2 stig þann 19.
Vindstaða var yfirleitt suðaustan
eða suðlæg og allmikil veðurhæð
einkum 20. og 22. en þá voru
skráð átta vindstig. Úrkomu varð
vart 23 daga mánaðarins alls 55
mm. Að jafnaði snjór nema þann
20. að slyddu gerði og síðan rign-
ingu þann 28. sem orsakaði harð-
fenni og jarðleysi í sýslunni nema
á örfáum jörðum næst sjó. Voru
því vel flestar skepnur á gjöf.
Samgönguerfiðleikar urðu veru-
legir. Tíðarfar stilltist síðustu
daga mánaðarins, loftvog róaðist
og samgöngur urðu greiðar. Mjög
mikil hálka var þó á vegum. Sjó-
lag var yfirleitt kyrrt í mánuðin-
um.
Febrúar.
Suðlæg átt var ríkjandi og mán-
uðurinn í heild mildur, en nokk-
uð vindasamt. Frá og með 9. var
hitastig að jafnaði yfir frostmarki
og allt til 26. Hæst varð hitastigið
þann 10. eða 8,3 stig. Leysti þá
mikinn snjó einnig vegna hvass-
viðris um nóttina og komu upp
hagar og samgöngur urðu auð-
veldari og greiðari út mánuðinn.
Mest frost mældist þann 6. eða
12,6 stig og aftur þann 29. eða
12,5 stig. Úrkomu varð vart i 24
daga í febrúar, alls 38,4 mm. Sjó-
lag var að jafnaði kyrrt, enda
landátt ríkjandi. Á Pálsmessu var
veður bjart og heiðrikt, en þung-
búið á Kyndilmessu og þótti
hvoru tveggja lofa góðu um fram-
vindu veðráttunnar. Jörð var al-
hvít í mánaðarlok.
Mars.
Eins og febrúarmánuður, var
mars mildur og hlýr, en nokkuð
stormasamur. Vindátt var suð-
læg flesta daga, en aldrei mjög
hvasst, mest 7 vindstig. Frost
mældist 20 sólarhringa, að jafn-
aði mjög vægt en mest 12,2 stig
þann 2. Hitastig var oft mjög ná-
lægt frostmarki, en hlýjast þann