Húnavaka - 01.05.1985, Side 263
HUNAVAKA
261
9. eða 8,7 stig. Úrkomu varð vart í
19 daga alls 59,1 mm. Mest varð
úrkoman þann 31. eða 11,9 mm
og féll sem snjór. Tuttugu og fjóra
daga í mánuðinum var gefið upp
snjólag, en nýsnævi var mjög lit-
ið. Sjólag var að jafnaði kyrrt og
samgöngur greiðar.
Apríl.
Svo hófst apríl, sem mars endaði,
að hlýtt var og allhvöss suðlæg
átt. Sjö vindstig voru þann fyrsta.
Nokkurt frost var þó af og til i
mánuðinum, þó aldrei meira en
5,5 stig þann 12. Til norðlægrar
áttar gekk þann 10. og hélst fram
um 20. Setti niður nokkurn snjó
er hélst fram eftir mánuðinum og
truflaði nokkuð samgöngur á
fjallvegum. Varð úrkomu vart í
24 daga i mánuðinum, alls 42,8
mm, en 9 daga var úrkoman
snjór. Sýndist svo er snjóinn leysti
að nýgræðingur hefði dafnað í
skjóli hans og mátti sjá græna
slikju á túnum og meðfram veg-
um, einnig tók trjágróður mjög
við sér. Jörð virtist, í mánaðarlok,
klakalítil og þurr. Vatnavextir
urðu miklir undir lok mánaðarins
og orsökuðu allmiklar vega-
skemmdir. Þungatakmarkanir
voru settar á umferð vega.
Maí.
í öndverðum maí gekk vindátt til
vesturs og síðan norðvesturs og
norðurs. Brá til norðlægrar áttar
annað veifið mánuðinn út. í heild
ríkti þó vorveður með allmikilli
úrkomu, alls um 91,4 mm, sem
féll á 23 dögum. Mest varð úr-
koman þann 20. snjór og slydda.
Varð af dimm hrið um kvöldið og
varð að komu öllu sauðfé í hús.
Frost mældist tvo daga í mánuð-
inum þann 14. og 15. mest 4,4
stig. Mestur hiti mældist þann
27. eða 16,1 stig og hlýtt var alla
síðustu daga mánaðarins. Manna
á meðal er vorið talið um mánuði
fyrr á ferðinni en sl. ár og öll vor-
vinna samfara þvi. Bændur gátu
sleppt lambám á gróður við-
stöðulítið, svo að ekki var annað á
húsi en það sem óborið var.
Dreifing áburðar var í fullum
gangi í mánaðarlokin, en blautir
hliðarvegir í héraðinu torvelduðu
nokkuð flutninga.
Júní.
Áttin var mjög norðanstæð i
mánuðinum, en yfirleitt hæg.
Engin úrkoma var fyrstu 9 dag-
ana og ekki þá fjóra síðustu. Alls
féllu 31,3 mm á 14 dögum, þar af
8,4 mm þann 24. Lægstur hiti
mældist þann 23. eða 2,3 stig, en
mestur 2. júní 16,0 stig og síðan
28. og 29. — 15,2 stig. Fjórir síð-
ustu dagar mánaðarins voru
mjög bjartir, og hófu þá allmargir
bændur slátt og náðu heyi inn
jafnóðum. Grasspretta á túnum