Húnavaka - 01.05.1985, Blaðsíða 265
HUNAVAKA
263
indi. Mestur hiti varð þann 26.
eða 18,0 stig, en minnstur þann
27. aðeins 2,7 stig. Úrkomu varð
vart 19 daga, en þó mælanleg
aðeins í 12 daga, alls 54,7 mm.
Þar af féllu 18,9 mm þann 10.
Flesta daga var sjórinn spegil-
sléttur og gaf vel til sjósóknar.
Heyskaparlok urðu auðveld og
farsæl hjá öllum bændum í hér-
aðinu. Hey bæði mikil og vel
verkuð. Háarspretta á túnum var
óvenjulega mikil og spretta garð-
ávaxta þegar orðin ríkuleg í lok
ágúst.
September.
Mánuðurinn var mjög hagstæður
hvað tíðarfar snertir. Áttin að
meirihluta suðlæg. Hvassast varð
20., norðaustan 7 vindstig. Hiti
var að jafnaði yfir 10 stig fram
yfir miðjan mánuðinn og mestur
þann 5. eða 17,1 stig. Nokkuð
kólnaði er leið á mánuðinn og fór
hitastigið niður í -^3,5 stig þann
24. og var þá hægviðri. Þrjár
nætur gránaði í fjöll, en skýjahæð
var yfirleitt mikil og skyggni gott.
Vel gaf í fjárleitum. Úrkomu varð
vart í 17 daga, en mælanleg að-
eins 12 daga, samtals 35,4 mm.
Mest þann 15. 9,4 mm. Vel gaf til
allra starfa bæði á landi og sjó og
sauðfé þótti lofa góðu um frálag.
Október.
Enn bættist við góðæri ársins.
Fyrri hluti mánaðarins var nokk-
uð úrkomusamur, en frá 18.-28.
var algert þurrviðri. Snjóa tók á
fjöll og heiðalönd þann 3. þótt
rigning væri á láglendi. Frá 28.
setti niður ökklasnjó til fjalla og
dala, þótt varla gæti talist að festi
nær sjó. Alls varð úrkoman 69,7
mm í mánuðinum og féll á 16
dögum. Hægviðri ríkti yfirleitt.
Hlýjast varð þann 15. eða 8,0 stig,
en kaldast -^-8,0 stig þann 31.
Frost mældist í 17 sólarhringa og
var jörð alfrosin í mánaðarlokin.
Tiðarfar var í heild frábærlega
hagstætt til haustverka, en gæftir
á sjó lakari sökum ríkjandi haf-
áttar úti fyrir, þótt lítt næði inn
til landsins. Hafáttin þótti
óvenjulega hlý. — Sauðfé var
gott til frálags.
Nóvember.
Enn einn góðviðrismánuðurinn.
Snjó, sem féll til dala og á hálendi
síðast í október, tók ekki upp og
mjög hált var á vegum. Lítil úr-
koma, alls 37,2 mm, féll í mán-
uðinum, aðallega þann 26. og 27.
eða 31,6 mm. Úrkomu varð ekki
vart í 21 dag í mánuðinum. Yfir-
leitt var skýjað, vindur hægur og
algert logn í fimm sólarhringa.
Hlýjast varð þ. 14. þriggja stiga
hiti, en kaldast 11,6 stiga frost
þann 7., en þá var logn og heið-
ríkja. Enn var talað um hlýja
hafátt. Nóvember kvaddi með
snjó á jörðu og rólegu veðri.