Húnavaka - 01.05.1985, Side 269
HUNAVAKA
267
þéttbýlisstöðum, sem hafa aðeins
eina aðflutningslínu, eða hús-
næði að mestu hitað upp með
rafmagni.
Sigurður Eymundsson.
FRÁ TÓNLISTARFÉLAGINU.
A undanförnum árum hefur það
verið venja Tónlistarfélagsins að
fá listamenn að til tónleikahalds í
héraðinu. Kostnaður hefur verið
mikill við þetta og hafa skemmt-
anir þessar sjaldnast staðið undir
sér fjárhagslega. Vegna þessa var
sú ákvörðun tekin á síðasta ári að
fella þetta tónleikahald niður að
mestu, reyna þess í stað að greiða
niður uppsafnaðan kostnað fyrri
ára.
Vortónleikar, þar sem fram
koma húnvetnskir skemmtikraft-
ar, voru haldnir á Skagaströnd og
Blönduósi. Voru tónleikarnir að
þessu sinni haldnir til minningar
um hjónin Jónas Tryggvason og
Þorbjörgu Bergþórsdóttur.
Aformað er að vortónleikar verði
framvegis árlegur viðburður í
starfi félagsins.
Á síðasta ári voru talsverðar
endurbætur gerðar á húsi Tón-
listarfélagsins á Blönduósi, aðal-
lega innandyra, og var varið til
þeirra framkvæmda á milli 300
og 400 þúsund krónum sem er að
mestu láns- og samskotafé. Húsið
er að mestu leyti notað í þágu
Tónlistarskólans, þar er íbúð
tónlistarkennara, og þar er nú
hægt að kenna í þrennu lagi.
Félagar í Tónlistarfélaginu eru
nú tæplega 200 og fjölgaði nokk-
uð á árinu.
Jón Tryggvason.
FRÁ TÓNLISTARSKÓLANUM.
Árið 1984 stunduðu 110 nem-
endur nám við skólann. Kenndar
voru 94 stundir á viku. Eins og
áður var kennt á þremur stöðum,
Blönduósi, Húnavöllum og
Skagaströnd. Kennt var á blokk-
flautu, píanó, orgel, harmoníku,
kornet, horn, klarinett, saxófón
og gítar.
Tónfræðikennsla fer fram í
sérstökum tímum á Blönduósi og
hefur það reynst vel, þvi við það
nýtast hljóðfæratímarnir betur.
Því miður hefur ekki enn tekist að
koma þessu svo fyrir á hinum
stöðunum, en stefnt er að því að
svo geti orðið.
Hljóðfæraeign skólans er nú
tvö píanó og orgel (skemmtari) á
Blönduósi og eitt píanó á Skaga-
strönd. Einnig hefur skólinn haft
afnot af blásturshljóðfærum, sem
Blönduósshreppur keypti á sínum
tíma fyrir lúðrasveit staðarins, en
starfsemi hennar hefur legið niðri
nú um tíma af ýmsum ástæðum,
og er það miður. Gætu fleiri