Húnavaka - 01.05.1985, Síða 273
HUNAVAKA
271
VlKINGAHÚS
I VATNSDALSFJALLI.
Hjónin í Hnausum, Elna Thom-
sen og Leifur Sveinbjörnsson,
reistu í vor bjálkahús í Vatns-
dalsfjalli. Þetta er innflutt hús frá
Svíþjóð, svokallað „Víkingahús“,
10 m2 að stærð. Húsið leigja þau
ferðafólki til lengri eða skemmri
dvalar. Húsið var tekið í notkun
snemma í júlí og var það mikið
notað allt fram í september.
í húsinu er rennandi vatn,
vaskur, þrjú rúm, borðbúnaður,
olíulampar, olíuupphitun og gas
til eldunar. Úti er smáhýsi með
vatnssalerni.
I haust festu þau hjón kaup á
öðru húsi, sem smíðað er hér á
landi. Það er nokkru stærra en
hitt og ætla þau einnig að leigja
það í sumar.
M. Ó.
FRÁ HÉRAÐSSKJALASAFNINU.
Á síðasta ári barst Héraðsskjala-
safninu stórmerk gjöf. Auðunn
Guðmundsson frá Austurhlíð af-
henti safninu handrit, skjöl og
mikið af bókum úr dánarbúi föð-
ur síns, Guðmundar Jósafatsson-
ar. Um Guðmund þarf ekki að
hafa mörg orð, svo þekktur sem
hann var. En það er með ólíkind-
um hverju hann hefir komið í
verk. Flest allar bækurnar sem
gefnar voru falla vel inn í ætt-
fræði og heimildasafn skjala-
safnsins, en reynt er að kaupa til
þess öll ný útgefin ættfræðirit og
skjöl tengd ættfræði.
Þegar Guðmundur fann að
hallaði undan kom hann hingað
norður, þar sem hann hafði unnið
sín manndómsár. Sem betur fer
höfðum við þær aðstæður, að
geta boðið honum veru hér. Hún
varð að vísu styttri en vonir stóðu
til, en eigi má sköpum renna.
Sonur hans hefir sýnt ættarbyggð
sinni tryggð með því að afhenda
skjöl hans til varðveislu hér
heima. Annar ágætur Húnvetn-
ingur, Sigtryggur Árnason,
flokkaði, raðaði og pakkaði miklu
af skjölunum, svo þau eru mjög
aðgengileg.
Mikið barst af skjölum, bókum
og myndum. Alls voru gefendur
um 50. Þeir Pétur í Miðhúsum og
Konráð frá Haukagili ferðuðust
nokkuð um og voru fengsælir. Ber
að þakka hve fólk næstum und-
antekningarlaust tekur þeim og
öðrum á vegum safnsins vel og
lætur af höndum myndir, gamlar
og nýjar, svo og skjöl og bækur.
Sú aldraða heiðurskona,
Ragnheiður Brynjólfsdóttir kom
norður færandi hendi í sumar.
Meðal annars gaf hún safninu þá
frægu mynd af hvaladrápinu hjá
Skagaströnd 1918 og auk þess
margt fleira.
Þá afhentu börn Guðbrandar