Húnavaka - 01.05.1985, Page 279
HUNAVAKA
277
starfsmaður að safninu. Hús-
næðisþrengsli hamla mjög mót-
töku muna, og hefur S.A.H.K.
hlutast til um skipun nefndar, til
að kanna möguleika á samstarfi
fleiri aðila um safnamál í sýsl-
unni.
Svokölluð minjagripanefnd
hefur starfað sl. ár á vegum
S.A.H.K., og er henni falið að
vinna að hugmyndum að minja-
gripum, sem gætu orðið til sölu á
bæjum Ferðaþjónustu bænda.
Hugmyndir eru uppi um að
styrkur Stéttarsambands bænda,
sem hingað til hefur skipst jafnt í
millum kvenfélaga í sveitum,
verði nýttur til að efla heimilis-
iðnað í sveitum.
Þrjár konur fóru á garðyrkju-
námskeið í Hveragerði, tvær
konur sóttu fund S.N.K., og tvær
konur tóku þátt í námstefnu um
fjölmiðla og lögmál boðskipta sl.
haust. Þá fóru nokkrar konur á
Vorvöku K.f. sl. vor.
Fleira mætti telja af starfsemi
kvenfélaganna, þar sem sum
starfa með miklum blóma, en
önnur í lágmarki. Ljóst er þó, að
mörg kvenfélög í landinu standa
á tímamótum, og flögrar sú
spurning oft að, hvort kvenfélög-
in hafi fylgt þróun þjóðfélagsins,
eða séu orðin tímaskekkja, og
konur óski fremur að hasla sér
völl á öðrum félagssviðum.
Elín Sig.
FRÁ trefjaplasti h.f.
Árið 1984 var ekki það besta, sem
komið hefir. Það var ágætt fram á
vorið, en svo mátti heita að engin
sala væri yfir sumarið og fram á
haustið. Þó varð þriðjungs sölu-
aukning og er það nokkuð yfir
verðbólguna. Nú hefir Eggert Þór
fsberg, tæknifræðingur, tekið við
framkvæmdastjórn fyrirtækisins.
Jí-
KIWANISKIX’BBURINN
BORGIR, BLÖNDUÓSI.
Starfsemi klúbbsins hefur verið
með svipuðu sniði og undanfarin
ár. Starfið hefst 1. október og fara
stjórnarskipti fram á fyrsta fundi
og eru fundir haldnir tvisvar í
mánuði yfir vetrarmánuðina.
Helstu fjáraflanir klúbbsins
eru sala á sumarblómum og sala á
jólapappír.
Sumarblómin eru keypt af
Friðriki fngólfssyni garðyrkju-
bónda að Laugarhvammi í
Skagafirði. Blómin seljum við á
Blönduósi, Skagaströnd og
Hvammstanga.
Styrkur var veittur til Björg-
unarsveitarinnar Blöndu til
tækjakaupa, einnig var Héraðs-
hæli A-Hún. gefin sjúkrakarfa.
Öldruðum og sjúkum á Hér-