Húnavaka - 01.05.1985, Síða 284
282
HÚNAVAKA
Aðalfundur félagsins var hald-
inn í Snorrabúð þann 10. maí.
Formaður félagsins Haraldur
Jónsson setti fundinn og ræddi
um starf félagsins á liðnu ári. Á
fundinum mættu Snorri Sigurðs-
son framkvæmdastjóri Skóg-
ræktarfélags fslands og dr. Bjarni
Helgason, jarðvegsfræðingur,
stjórnarmaður í stjórn Skógrækt-
arfélags fslands. Ræddi Snorri
m.a. um uppbyggingu skóg-
ræktarfélaganna og svöruðu þeir
síðan fyrirspurnum fundar-
manna. Stjórn Skógræktarfélags
A-Hún. skipa: Haraldur Jónsson,
formaður, sr. Árni Sigurðsson,
ritari, Þormóður Pétursson,
gjaldkeri og meðstjórnendur
Vigdís Ágústsdóttir og Guð-
brandur Guðmundsson.
Landshlutafundur Skógrækt-
arfélags íslands á Norðurlandi
vestra var haldinn í Snorrabúð
11. maí. Fundinn sátu auk for-
manna félaganna á svæðinu og
sveitarstjórnarmanna, Hulda
Valtýsdóttir, formaður Skóg-
ræktarfélags íslands, Snorri
Sigurðsson, framkvæmdastjóri
félagsins og dr. Bjarni Helgason,
jarðvegsfræðingur. Aðalefni
fundarins var „Staða skógræktar
á Norðurlandi vestra.“ Allmiklar
umræður urðu. Eftirfarandi
ályktun fundarins var samþykkt
samhljóða:
„Landshlutafundur Skógrækt-
arfélags íslands með aðildarfé-
lögum á Norðurlandi vestra
fagnar framkominni þingsálykt-
unartilllögu þess efnis að ríkis-
stjórninni verði falið að hlutast til
um, sérstakt átak í trjá- og skóg-
rækt á fslandi í tilefni 40 ára af-
mælis lýðveldisins og skorar á
landsmenn alla, að gerast þátt-
takendur í því átaki. Þá fagnar
fundurinn einnig framkomnu
frumvarpi til laga um breytingu á
lögum um skógrækt frá 1955, þar
sem kveðið er á um nytjaskóga á
bújörðum.“
Á. S.
FRÁ særúnu h.f.
Fiskiðjan Særún tók í notkun 200
m2 viðbyggingu á árinu og er
hafin skelfiskvinnsla í henni,
þannig að nú er hægt að vinna
rækju og skelfisk jöfnum hönd-
um. Rækjan sem veiðist í Flóan-
um er meiri og stærri en áður, og
það eru alltaf að finnast ný skel-
fiskmið.
Fiskiðjan Særún getur annað
vinnslu á 18-20 tonnum af rækju
á viku, og það magn færir einn
bátur, Nökkvi, að landi, en hann
er 30 lesta stálbátur. Kemur hann
með allt að 5 tonn af rækju að
landi á dag, og dæmi eru til að
báturinn fái allt að 2 tonn í einu
hali. Sama er að segja um skel-
fiskinn, mokveiði hefur verið á