Húnavaka - 01.05.1985, Page 285
HUNAVAKA
283
skel á nýjum miðum norður und-
ir Ströndum.
Tólf bátar hafa landað hjá
fiskiðjunni á árinu. Innfjarðar-
rækju lönduðu Nökkvi og Sæ-
borg, en bæði skipin eru eign
Særúnar. Auk þess lönduðu út-
hafsrækju Dagrún, Hafrún og
Arnarborg frá Skagaströnd, Jón
Pétur frá Hólmavík og Ó"skar
Halldórsson og Bliki úr Reykja-
vík. Heildarrækjuaflinn var tæp-
lega 500 tonn.
Nökkvi, Sæborg og Jón Pétur
lönduðu um 400 tonnum af skel.
Hrefnukjöti lönduðu Nökkvi,
Njörður frá Akureyri, Sigurbjörg
frá Hólmavík og Eygló frá Nes-
kaupstað, alls um 117 tonnum.
Heildaraflaverðmæti var um
21 milljón króna.
Um 25-30 manns vinna að
jafnaði hjá fiskiðjunni og auk þess
9 sjómenn.
Kári.
FRÁ NORRÆNA FÉLAGINU.
Dagana 2.-6. mars var 400 ára
afmælis Karlstad í Svíþjóð, vina-
bæjar Blönduóss minnst með há-
tíðarhöldum. Fulltrúar Blöndu-
óss við hátíðarhöldin voru sr.
Árni Sigurðsson, formaður Nor-
ræna félagsins í A-Hún. og Sturla
Þórðarson, tannlæknir er var
fulltrúi sveitarstjórnar. Fór aðal-
veisla afmælisins fram í frímúr-
arahöllinni í Karlstad þann 5.
mars, að viðstöddum konungi og
drottningu Svíþjóðar. Færðu þeir
félagar Karlstad Skarðsbók,
skrautritaða bæði á íslensku og
sænsku að gjöf frá íbúum
Blönduóss. Voru móttökur allar
hinar glæsilegustu.
Formannafundur félagsdeilda
Norrænu félaganna í Norður-
landskjördæmi vestra var hald-
inn í Snorrabúð þann 15. sept-
ember. Sighvatur Björgvinsson,
framkvæmdastjóri Norræna fé-
lagsins mætti á fundinum. Var
þar samþykkt, að gera sérstakt
átak til kynningar á störfum nor-
rænu félaganna og norrænni
samvinnu. Einnig að fulltrúi
sambandsstjórnar Norræna fé-
lagsins heimsækti félagsdeildir í
kjördæminu og skóla á starfs-
svæði þeirra.
Aðalfundur Norræna félagsins
í A-Hún. var haldinn í Félags-
heimilinu á Blönduósi þann 6.
desember. Formaður félagsins
setti fundinn og flutti skýrslu fé-
lagsstjórnar. Minntist hann
Hjálmars Ólafssonar formanns
Norræna félagsins á íslandi, er
lést þann 26. júní. Fundarmenn
heiðruðu minningu hans með því
að rísa úr sætum. Á fundinum
mætti Sigurður Símonarson úr
sambandsstjórn félagsins, er hélt
erindi um starfsemi Norræna
hússins i Reykjavík og sýndi lit-