Húnavaka - 01.05.1985, Side 286
284
HÚNAVAKA
skyggnur af starfsemi þess. Einnig
ræddi hann nokkuð um ferðamál
félagsins. Fyrr um daginn héldu
formaður og Sigurður Simonar-
son samkomur fyrir nemendur og
kennara Grunnskólans á Blöndu-
ósi og á Húnavöllum, þar sem
rætt var um starfsemi félagsins.
Stjórn skipa: Sr. Árni Sigurðs-
son, formaður, Páll Svavarsson,
ritari, Aðalbjörg Ingvarsdóttir,
gjaldkeri og meðstjórnendur
Ingibjörg Jóhannesdóttir og
Alma Ellertsson.
Kveikt var á jólatrénu frá
vinabænum Moss i Noregi 11.
desember. Formaður félagsins
flutti ávarp og afhenti tréð fyrir
hönd gefenda. Fjölmennur kór
barna úr Grunnskóla Blönduóss
söng jólalög undir stjórn Sigurðar
Daníelssonar, tónlistarkennara.
Snorri Björn Sigurðsson, sveitar-
stjóri, veitti trénu móttöku fyrir
hönd bæjarbúa. Fjölmenni var
við athöfnina eins og jafnan áður.
Á. S.
FRÁ KIRKJUNNI.
Aðalfundur kirkjukórs Blöndu-
ósskirkju var haldinn sunnudag-
inn 22. janúar í Snorrabúð, að
aflokinni guðsþjónustu í Blöndu-
ósskirkju. Rædd voru ýmiss fé-
lagsmál. Stjórn kórsins skipa:
Grímur Gíslason, formaður,
Bryndís Ármannsdóttir, varafor-
maður, Aðalbjörg Ingvarsdóttir,
ritari og meðstjórnendur Sveinn
Þórarinsson og Kristófer Krist-
jánsson.
Kirkjukór Kálfatjarnarkirkju á
Vatnsleysuströnd heimsótti
Þingeyrakirkju, ásamt sr. Braga
Friðrikssyni, prófasti og konu
hans Katrínu Eyjólfsdóttur, dag-
ana 2.-3. júní. Komu gestirnir að
kvöldi 2. júní að Húnavöllum,
þar sem gist var. Að morgni
sunnudagsins 3. júní var farin
hringferð um Vatnsdal undir
leiðsögn sóknarprests, sr. Árna
Sigurðssonar og að afloknum há-
degisverði á Húnavöllum, var
haldið að Þingeyrum, en þar fór
fram guðsþjónusta. Þar predikaði
sr. Bragi og þjónaði fyrir altari
ásamt sóknarpresti. Kirkjukór
Kálfatjarnarkirkju söng undir
stjórn Jóns Guðnasonar organ-
ista. Einnig söng kórinn ásamt
kirkjukórum Þingeyra- og Und-
irfellskirkna undir stjórn Sigrún-
ar Grímsdóttur organista. Að
lokinni guðsþjónustu sagði sókn-
arprestur sögu kirkju og staðar.
Heimsókninni lauk með kaffi-
samsæti að Húnavöllum í boði
sóknarnefndar Þingeyrakirkju,
en þar bauð formaður sóknar-
nefndar Ólafur Magnússon á
Sveinsstöðum gesti velkomna.
Nokkrar ræður voru haldnar og
héldu gestirnir suður eftir vel-
heppnaða ferð.
Við fermingarguðsþjónustu að