Húnavaka - 01.05.1985, Page 289
HUNAVAKA
287
ósssafnaðar skipa: Guðmundur
Ingi Leifsson, formaður, Kristinn
Pálsson, ritari, Theodóra Bernd-
sen, gjaldkeri og meðstjórnendur
Bryndís Ármannsdóttir og
Ragnar Þórarinsson.
Sunnudagaskóli Blönduóss-
kirkju tók til starfa þann 16.
september, eftir sumarleyfi.
Sunnudagaskólinn starfar eins og
áður hálfsmánaðarlega í kirkj-
unni. Auk sóknarprests starfar nú
við skólann Guðmundur Ingi
Leifsson, fræðslustjóri. Verðlaun
fyrir góða ástundun fyrir árið
1984 hlutu Iðunn Vignisdóttir,
Brekkubyggð 34 og Björk
Bjarnadóttir, Brekkubyggð 24,
Blönduósi.
Kristniboðskynning Sam-
bands ísl. kristniboðsfélaga var
haldin í Blönduósskirkju 1. októ-
ber. Kristniboðarnir Benedikt
Arnkelsson og Skúli Svavarsson,
sögðu frá kristniboðsstarfinu og
sýndu m.a. litskyggnur frá starfi
íslensku kristniboðsstöðvarinnar í
Kenýa.
Fermingarbörn úr Blönduóss-
sókn fóru á unglingamót að
Löngumýri í Skagafirði dagana
21.-23. október undir leiðsögn
Guðmundar Inga Leifssonar,
fræðslustjóra og konu hans Elínar
Einarsdóttur kennara. Meðal
dagskrárliða var ýmislegt bæði
úti og inni og samverustund er
æskulýðsfulltrúi þjóðkirkjunnar á
Norðurlandi Sigfús Ingvason
leiddi.
Aðventukvöld var haldið í
Blönduósskirkju, sunnudaginn 2.
desember. Sigfríður Angantýs-
dóttir, kennari á Blönduósi flutti
hugvekju. Kirkjukór Blönduóss-
kirkju söng undir stjórn Solveigar
Sövik. Börn úr Grunnskóla
Blönduóss fluttu helgileik undir
stjórn Guðmundar Inga Leifs-
sonar. Stúlknakór söng undir
stjórn Sigurðar Daníelssonar,
tónlistarkennara. Katrín Guð-
mundsdóttir lék á klarinett með
aðstoð Solveigar Sövik. Að lokum
flutti sóknarprestur ritningarorð
og bæn.
Organistaskipti fóru fram við
Blönduósskirkju, sunnudaginn 9.
desember. Solveig Sövik lét af
störfum eftir 35 ára starf í kirku-
kórnum, þar af sem organisti
kirkjunnar í 26 ár eða frá árinu
1958. Við starfi hennar tók Sig-
urður Daníelsson tónlistarkenn-
ari. Að lokinni guðsþjónustu í
Blönduósskirkju bauð sóknar-
nefnd til kaffisamsætis í Snorra-
búð, þar sem sóknarprestur
minntist farsæls starfs Solveigar
við kirkjuna á þessu tímabili.
Einnig minntist hann annars fé-
laga úr kirkjukórnum, Margrétar
Jónsdóttur, en á árinu eru 50 ár
frá því að hún gerðist félagi í
kórnum árið 1934. Þakkaði hann
þeim báðum ágæt störf. Voru