Húnavaka - 01.05.1985, Side 290
288
HUNAVAKA
þeim og færð blóm frá sóknar-
nefnd. Nokkrir aðrir tóku og til
máls. Einnig var eiginkona Sig-
urðar, Elínborg Sigurgeirsdóttir,
tónlistarkennari boðin velkomin
til starfa, en hún mun aðstoða við
kirkjusönginn.
Aðventukvöld var haldið í
Þingeyrakirkju, sunnudaginn 9.
desember. Sigfríður Angantýs-
dóttir, kennari flutti hugvekju.
Kirkjukórar Þingeyra- og Undir-
fellskirkna sungu undir stjórn
Sigrúnar Grímsdóttur, organista.
Stúlknakór söng. Hjördís Jóns-
dóttir, kennari las jólasögu eftir
Kristján frá Djúpalæk. Að lokum
flutti sóknarprestur ritningarorð
og bæn. Fjölmenni var.
Á. S.
®51JNM)ARBANKI
ÍSLANDS
frá búnaðarbankanum.
Inngangur.
Árið 1984 verður á margan hátt
sögulegt ár á sviði peningamála,
sér í lagi sú ákvörðun Seðlabank-
ans að veita innlánsstofnunum
heimild til að ákveða sjálfar og
hver um sig kjör og vexti tiltek-
inna inn- og útlána. Þessi háttur
við vaxtaákvörðun hefur m.a.
leitt til þess að vextir geta verið
ólíkir frá einni stofnun til ann-
arrar, og leitt til vaxandi sam-
keppni á milli innlánsstofnana.
Á árinu var lausafjárstaða úti-
búsins allgóð, og mun betri en
síðastliðin tvö árin á undan.
Heildarinnlán jukust um
25,8% á árinu. Raunveruleg inn-
lánsaukning varð 8,1%, þ.e.
aukning innlána, þegar vextir og
verðbætur hafa verið dregin frá
innlánsaukningunni. Árið áður
var sambærileg aukning 32,9%.
Hafa ber í huga við samanburð á
breytingum á milli ára, að verð-
lag hækkaði um 73,4% á árinu
1983 og um 18,9% á árinu 1984,
þ.e. hækkun lánskjaravísitölu frá
janúar til janúar.
Verður nú greint nánar frá
helztu þáttum í starfsemi útibús-
ins.
Innlán.
Heildarinnlán í lok 22. starfsárs
útibúsins um síðustu áramót,
voru um 191.133 þús., en voru
151.991 þús. í árslok 1983, og
höfðu því aukist um 39.142 þús.,
eða um 25,8%. Árið áður var
aukning innlána 70.824 þús., eða
87,3%. Aukningin 1984 reyndist
nokkuð undir meðaltalsinnláns-
aukningu bankans í heild, sem
var um 30,5%.
Innlánin skiptust þannig:
Þús. kr.
Veltiinnlán............. 20.924
Almenn innlán........... 70.663
Bundin innlán........... 98.249
Gjaldeyris innlán...... 1.297