Húnavaka - 01.05.1985, Page 292
290
HÚNAVAKA
leitir að flugvélum, vegna
mannshvarfa, bjarga bílum úr
ám, fé úr fönn svo eitthvað sé
nefnt.
En til þess að hægt sé að
bregðast við, bæði fljótt og
örugglega þarf bæði góðan
mannskap og góð tæki. En það er
enginn vafi, að aðal tími sveitar-
innar fer einmitt í að afla fjár í
tæki og búnað. Ýmsar leiðir hafa
verið farnar í því sambandi, en
hæst ber þó flugeldasölu og jóla-
tréssölu, þá var gefin út símaskrá
fyrir Blönduós og nágrenni, seld-
ar hafa verið brauðsamlokur eftir
dansleiki, haldnir kökubasarar,
seld SOS nisti sem gott er fyrir
alla að eiga, og sérstaklega þá sem
ganga með einhvern sjúkdóm.
Enn eru ótaldar tvær fjáröflun-
arleiðir, en það er áheitahlaup
hjálparsveitarmanna. Þeir hlupu
í 14 klst. samfleytt þann 9. og 10.
nóv. sl. Nú er verið að fara af stað
með sölu á fisköskjum frá Skag-
strendingi h.f. og er vonast til að
því verði vel tekið. Ekki skal
gleyma framlögum frá sveitarfé-
lögum, félagasamtökum og ein-
staklingum. Þrátt fyrir þessa
upptalningu á fjáröflunarleiðum
sem fylgir gífurleg sjálfboðavinna
fámenns hóps hjálparsveitar-
manna hrekkur hún aldrei til. Um
þessar mundir er sveitin að skipta
um bil vegna aukins rekstrar-
kostnaðar þess garnla Sánýieraf
gerðinni Ford Ecoline 250 diesel,
og er væntanlegur i apríl. Þá er
unnið að frágangi björgunar-
stöðvar og tækjabúnaði í hana
ásamt ýmsu öðru uppbyggingar-
starfi.
Baldur Reynisson.
FRÁ LÖGREGLUNNI.
Á árinu 1984 komu heldur færri
mál til umfjöllunar hjá lögregl-
unni, heldur en árið 1983. Þetta
er veruleg breyting til batnaðar
frá því sem verið hefur, en skýrsl-
um lögreglunnar hefur fjölgað
mjög mikið á milli ára að undan-
förnu.
Óhöpp í umferðinni urðu 82,
þar af 11 með meiðslum og voru
20 manns flutt á sjúkrahús eftir
umferðarslys. Þar var þó í flestum
tilvikunum um minniháttar
meiðsli að ræða.
Gistingar í fangageymslu urðu
11 á árinu, og er það veruleg
fækkun frá því sem verið hefur að
undanförnu.
Átján ökumenn voru kærðir
fyrir meinta ölvun við akstur. Þar
er aðeins aukning miðað við sl. ár.
Undir málaflokkinn „rúðu-
brot, innbrot og þjófnaðir“ féllu
30 mál.
Undir lok ársins var gerð mikil
gangskör að því að sekta eigendur
bifreiða, sem höfðu vanrækt að