Húnavaka - 01.05.1985, Page 293
HUNAVAKA
291
færa bifreiðar sínar til ljósaskoð-
unar. A annað hundrað skýrslur
voru skráðar af þessu tilefni, en
þó er örugglega langt frá því að
náðst hafi til allra þeirra sem
höfðu trassað þennan sjálfsagða
hlut.
Þá hefur verið keypt ný bifreið
fyrir lögregluna, til endurnýjunar
á gamla H-696, sem er orðinn
mjög þreyttur. Nýja bifreiðin er
af gerðinni Toyota Hilux. Hún er
nú í yfirbyggingu hjá Vélaverk-
stæði JRJ í Varmahlíð, og mun
hún vonandi komast í gagnið
snemma á næsta ári.
A árinu voru merktar gang-
brautir á nokkrum götum hér á
Blönduósi. Var leitast við að setja
þær á þá staði, þar sem umferð
skólabarna er mest á leið í og úr
skólanum. Því miður virðist
reynslan ætla að verða sú að
ökumenn taki ekki nægilegt tillit
til gangandi vegfarenda, jafnvel
við gangbrautir. Vill undirritað-
ur því minna ökumenn á, að sýna
sérstaka aðgæslu við gangbraut-
irnar, og virða rétt þeirra sem eru
gangandi á ferð, bæði þar og
annars staðar.
Frímann.
STOFNUN FERÐAMÁLA-
FÉLAGS HÚNVETNINGA.
Á síðustu árum hefur erlendum
ferðamönnum, sem koma til Is-
lands, fjölgað verulega, og fleiri
Islendingar ferðast nú um eigið
land en áður var. Sífellt fleiri hafa
því atvinnu af margháttaðri
þjónustu við ferðamenn. Þjón-
ustan sjálf hefur einnig batnað
mjög og orðið fjölbreyttari. Nú
eiga ferðamenn, innlendir og er-
lendir, ýmissa kosta völ, þegar
þeir ferðast um landið, bæði hvað
varðar ferðamáta, gistingu, veit-
ingar og ýmiss konar afþreyingu
og skemmtun.
Landið okkar er fagurt og sér-
kennilegt og dregur í síauknum
mæli að sér athygli ferðamanna,
víðsvegar að úr heiminum. í
sumum byggðum landsins er
ferðaþjónusta orðin stór liður í
atvinnulífinu, og hefur reyndar
verið nokkuð lengi, svo sem í
Mývatnssveit.
Stöðugt fleiri hafa séð vaxtar-
möguleikana í þessari atvinnu-
grein, og undanfarin ár hafa verið
stofnuð ferðamálafélög og sam-
tök um allt land. Hlutverk þess-
arra félaga hefur verið að sam-
eina þá aðila, sem að ferðaþjón-
ustu vinna, og auka hlutdeild
þeirra í henni. Ferðamálafélag
Húnvetninga var stofnað 20.
nóvember 1984, á Hótel Blöndu-
ósi. Til stofnfundarins var boðað
af undirbúningsnefnd, sem starf-
að hafði frá því um vorið 1984, að
tilhlutan ferðamálaráðs sýslu-
nefndar Austur-Húnavatnssýslu.