Húnavaka - 01.05.1985, Side 294
292
HUNAVAKA
Reyndar má rekja upphafið að
félagsstofnuninni til borgara-
fundar um ferðamál, sem haldinn
var á Blönduósi 8. maí 1983, á
vegum JC Húnabyggðar.
Tilgangur ferðamálafélagsins
er, eins og segir í lögum þess, að
efla ferðaþjónustu sem atvinnu-
grein í sýslunum og bæta þjón-
ustu við innlenda og erlenda
ferðamenn.
Starfssvæði félagsins er Húna-
vatnssýslur, og er það öllum opið.
Á stofnfundinn mættu rúmlega
50 manns, áhugamenn og hags-
munaaðilar um ferðamál. Stofn-
félagaskrá var opin til febrúar-
loka 1985. í stjórn voru kosnir
eftirtaldir:
Ásgerður Pálsdóttir Geita-
skarði, formaður, Flemming Jes-
sen Hvammstanga, Ingvi Þór
Guðjónsson Blönduósi, Hallbjörn
Hjartarson Skagaströnd, Halldór
Jóhannesson Víðigerði.
Fyrsta verkefni félagsins er út-
gáfa kynningarbæklings um
Húnaþing. Ritstjóri hans var
ráðinn Eggert J. Levy skólastjóri
á Húnavöllum, og er áætlað að
bæklingurinn komi út í vor.
Á. Pálsdóttir.
MIKIÐ SPILAÐ.
Á síðasta ári urðu spilakvöld
Bridgefélags Blönduóss rúmlega
30, og er það meira en áður hefur
þekkst. Fyrsta keppni ársins var
minningarmótið um Þorstein
Sigurjónsson (Þorsteinsmót). Til
leiks mættu 12 sveitir, sjö frá
Blönduósi, tvær frá Skagaströnd
og þrjár frá Hvammstanga. Úr-
slit urðu sem hér segir:
1. Sveit Hallbjörns Kristjánsson-
ar Blönduósi (Ari, Jón, Þor-
steinn) 109 stig.
2. Sveit Guðmundar Theódórs-
sonar Blönduósi (Ævar, Sig-
urður, Kristján) 105 stig.
3. Sveit Arnar Guðjónssonar
Hvammstanga (Einar, Bald-
ur, Eggert) 104 stig
Sex sveitir tóku þátt í aðal
sveitakeppni Bridgefélagsins og
voru úrslit þessi:
1. Sveit Hallbjörns Kristjánsson-
ar (Ari, Jón, Þorsteinn)83 stig.
2. Sveit Vilhelms Lúðvíkssonar
(Unnar, Vignir, Eggert)
77 stig.
3. Sveit Guðmundar Theódórs-
sonar (Ævar, Kristján, Sig-
urður) 53 stig.
I minningarmóti Ara Her-
mannssonar og Jónasar Hall-
dórssonar, sem er meistarakeppni
í einmenningi voru 12 þátttak-
endur. Efstir urðu:
1. Hallbjörn Kristjánsson
310 stig.