Húnavaka - 01.05.1985, Page 296
294
HÚNAVAKA
frá Vorboðanum sátu nú þing
eftir nokkurt hlé. Gestir þingsins
voru þeir Pálmi Gíslason frá
UMFÍ og Hermann Guðmunds-
son frá ISl.
Á þinginu var lýst kjöri
„Iþróttamanns ársins 1983“, og
var það Helgi Þór Helgason
Geislum sem hlaut þann titil.
Stigabikarinn kom að þessu sinni
í hlut Umf. Hvatar. Pálmi Gísla-
son afhenti Lárusi Ægi Guð-
mundsyni formanni Umf. Fram
tvo fána sem þakklætisvott frá
UMFl fyrir góðar móttökur þeg-
ar UMFÍ hélt stjórnarfund á
Skagaströnd. Fulltrúar sátu og
nokkra fundi hjá ISÍ og UMFÍ á
árinu.
Húnavaka fór nokkuð vel fram
og var með hefðbundnu sniði.
Aðsókn á dagskráratriði var
ágæt, því ekki hamlaði tíðarfar að
þessu sinni. Húsbændavaka var á
sínum stað í dagskránni, en þar
spjallaði Helgi Seljan alþingis-
maður við gesti, eins og honum er
einum lagið.
Ritið Húnavaka kom út í 24.
sihn, fjölbreytt og fróðlegt að
vanda. Ritnefnd Húnavöku á
heiður skilið fyrir það starf sem
hún vinnur, en ekki er víst að allir
geri sér grein fyrir hversu mikil
vinna liggur á bak við svona rit.
Eins og öllum ætti að vera
kunnugt hefur eignaraðild
USAH að Félagsheimilinu á
Blönduósi, reynst sambandinu
svo þungur baggi fjárhagslega að
gjaldkeri hefur séð gjaldþrot
blasa við. Nú hafa þau ánægju-
legu tíðindi gerst að samningar
hafa tekist milli Blönduósshrepps
annars vegar og USAH hins veg-
ar um að Blönduósshreppur yfir-
taki hluta sambandsins í Félags-
heimilinu. Samt sem áður mun
USAH halda ýmsum réttindum í
húsinu sem eignaraðili svo sem
aðstöðu við Húnavöku o.fl.
Þátttaka okkar í mótum utan
og innan héraðs var mikil og
kostnaðarsöm. Hæst bar 18.
Landsmót UMFÍ, haldið í Kefla-
vík og Njarðvík. Alls voru 30
keppendur frá USAH á þessu
stærsta móti sem haldið er hér á
Islandi. Allir gerðu sitt besta.
Hæst bar árangur 18 manna
frjálsíþróttaliðs, en liðið lenti í 5.
sæti af alls 24 ungmennasam-
böndum sem þar kepptu. Við
áttum einnig keppendur í sundi,
skák, starfshlaupi og í að leggja á
borð.
Önnur mót sem USAH hélt
eða tók þátt í voru: Héraðsmót á
Blönduósi, Unglingamót á
Skagaströnd, Öldungamót á
Blönduósi, Barnamót á Blöndu-
ósi, Ml 15-18 ára á Akureyri,
Ml 14 ára og yngri í Kópa-
vogi, Unglingakeppni USAH-