Húnavaka - 01.05.1985, Page 297
HUNAVAKA
295
USVH-UMSS að Reykjaskóla,
Bikarkeppni FRÍ 2. deild á
Húsavík og Fimman að Sævangi
í Strandasýslu.
Haldið var héraðsmót í knatt-
spyrnu og sá knattspyrnunefnd
um það að öllu leyti. Þá tók lið
Hvatar þátt í 4. deildinni í
knattspyrnu.
Spurningakeppnin „Sveitirnar
svara“ fór fram. Þar sigraði lið
Sveinsstaðahrepps eftir harða
keppni við lið Svínavatnshrepps.
Nokkur gróska hljóp í skákliðið
á árinu og er vonandi að fram-
hald verði á.
Ungmennafélagið Geislar sigr-
aði í körfubolta en Fram varð í
öðru sæti. Nokkur lægð var í
sundiðkun á síðasta ári, en þar
vantar aðallega fleiri harðjaxla til
þess að drífa starfið áfram. Nógur
efniviður er fyrir hendi.
Framkvæmdastjóri sambands-
ins sl. sumar var Helgi Þór
Helgason, sem auk þess starfaði
við kastþjálfun.
Björn Sigurbjörnsson lét af
formennsku hjá USAH sl. sumar,
en hann var endurkjörinn á síð-
asta þingi og því búinn að starfa í
3>/2 ár. Björn flutti til Sauðárkróks
og tók við skólastjórastarfi þar.
Við brottför hans tók Valdimar
Guðmannsson við starfi for-
manns.
Eg vil að endingu færa öllum
þeim sem lagt hafa USAH lið,
bæði með fjárstuðningi og öðrum
hætti, bestu þakkir. Án þess
stuðnings yrði starf USAH held-
ur bágborið.
Valdimar Guðmannsson.
VEGAFRAMKVÆMDIR.
Helstu framkvæmdir við stofn-
brautir á sl. ári voru, að lokið var
við að byggja upp veginn frá
Hólabaki að Gljúfurá sem er 2,7
km og einnig var byggður upp
vegurinn frá Gunnsteinsstaða-
hólum að nýju brúnni á Auðólfs-
staðaá en sá kafli er um 2,5 km.
Við þjóðvegi var stærsta verk-
efnið uppbygging á 2,5 km á
Grímstunguvegi, frá Vatnsdals-
vegi (við afleggjarann niður að
Undirfellsrétt) og fram að Ási.
Einnig var Svínvetningabraut
undirbyggð frá afleggjaranum að
Laxárvatnsvirkjun niður fyrir
Hnjúkaafleggjara, en þessi vega-
lengd er um 2,5 km, en eftir er að
setja slitlag ofan á þessa undir-
byggingu.
Bundið slitlag var lagt á Norð-
urlandsveg frá Hólabaki að
Gljúfurá 2,7 km og frá Gunn-
steinsstöðum að Gunnsteins-
staðahólum en sú vegalengd er
1,4 km og að lokum frá Auðólfs-
staðaá fram að Bólstaðarhlíð, en
sú vegalengd er 7,3 km. Bundið