Húnavaka - 01.05.1985, Page 300
298
HUNAVAKA
frá Siglufirði og setja það upp i
sumar. Verður það fyrsta húsið
sem rís í hinu nýskipulagða
byggðahverfi austan skólalóðar-
innar, norðan Reykjabrautar.
Kennaraíbúðin mun bæta úr
mjög brýnni þörf á húsnæði fyrir
kennara skólans og auðvelda
fjölskyldufólki að búa á Húna-
völlum.
EggertJ. Levy.
GOTT SKÁTAÁR.
Veturinn 1983-84 var skátastarf
óvenjulega líflegt. Fór starfsemin
að mestu fram í kennslustofu
Kvennaskólans, og ber að þakka
fyrir þau afnot. Fjórar stúlkur
fóru á flokksforingjanámskeið og
hvíldi starfið að mestu á þeirra
herðum eftir það.
Um mitt sumar fóru 38 ungl-
ingar, og nokkrir ungir í anda en
eldri að árum, á skátamót sem
haldið var í Leyningshólum í
Eyjafirði. Tókst sú ferð mjög vel
og voru skátarnir félagi sínu og
héraði til sóma, eins og áður.
Þegar nú er aftur komið fast
húsnæði fyrir Skátafélagið
Bjarma, þar sem hægt er að hafa
flokkastarfsemi, á það eftir að
hafa góð áhrif á starfið þar sem
nú er hægt að halda fundi á þeim
tíma er hentar hverju sinni.
Með skátakveðju.
Ingvi Þór.
HÆSTARÉTTARDÖMUR
UM HROSSAREKSTUR.
I sumar féll í Hæstarétti dómur í
máli, sem hreppsnefnd Þverár-
hrepps höfðaði gegn ábúendum
jarðanna Miðhóps og Grafar og
oddvitum Þorkelshólshrepps, As-
hrepps og Sveinsstaðahrepps fyrir
hönd hreppsnefnda þessara
hreppa. Hreppsnefnd Þverár-
hrepps áfrýjaði málinu til
Hæstaréttar með stefnu 14. maí
1980. Þess var krafist að viður-
kennt yrði með dómi að íbúum
Þverárhrepps sé heimil umferð
um lönd jarðanna Grafar og
Miðhóps, þar á meðal um svo-
kallað Miðhópshlið sem þeim sé
þörf til að mega nýta beitarrétt
sinn á afréttarsvæðum i Fremri-
hlíð, á Haukagilsheiði, Lamba-
tungum og Kornsártungum. Þá
krafðist áfrýjandi málskostnaðar í
héraði og fyrir Hæstarétti.
Stefndu kröfðust staðfestingar
hins áfrýjaða dóms og máls-
kostnaðar fyrir Hæstarétti.
f dómi Hæstaréttar segir m.a.
„Telja verður, að Upprekstrar-
félagi Ás- og Sveinsstaðahreppa
hafi verið rétt, eins og það gerði
1960, að ákveða samkvæmt
heimild í 6. gr. fjallskilareglu-
gerðarinnar, að hross úr Þverár-
hreppi skyldu rekin fram Vatns-
dal til afréttar á umráðasvæði
þess, og að þeim, sem hrossin ráku
til þess afréttar úr Þverárhreppi