Húnavaka - 01.05.1985, Page 301
HUNAVAKA
299
hafi verið skylt að hlíta þeirri
ákvörðun. Er þá haft í huga að
hreppsnefnd Þorkelshólshrepps
og eigendur Miðhóps og Grafar
höfðu talið stóðrekstra um land
þeirra jarða til baga og lokuðu
leiðinni. Ekki var heldur um
forna leið að ræða til upprekstrar
fyrir búpening úr Þverárhreppi
um lönd Miðhóps og Grafar eins
og fyrr segir.
Samkvæmt því, sem nú er
greint, ber að staðfesta hinn
áfrýjaða dóm að niðurstöðu til.
Eftir þessum úrslitum ber að
dæma áfrýjanda til að greiða
stefndu málskostnað fyrii
Hæstarétti, sem þykir hæfilega
ákveðinn 25 þúsund kr.“
M. Ó.
FRÁ FÉLAGSHEIMILINU
A BLÖNDUÓSI.
Starfsemin var með líkum hætti
og undanfarin ár, dansleikjahald,
kvikmyndasýningar og leikstarf-
semi, fundahöld og þess háttar.
Breyting sú á eignaraðild húss-
ins sem verið hefur á döfinni
undanfarin ár kom nú til fram-
kvæmda á árinu með þeim hætti
að U.S.A.H., Umf. Hvöt og Bíl-
stjórafélagið Neisti létu hluti sína
ganga til Blönduósshrepps. Eftir
breytinguna eru eignahlutföll
þessi: Blönduósshreppur 70%,
Verkalýðsfélag A-Hún. 16,67%,
Leikfélag Blönduóss 8,33% og
Kvenfélagið Vaka 5%. 1 rekstrar-
nefnd sitja sex menn, þrír frá
Blönduósshreppi og einn frá
hverjum hinna. Formaður
nefndarinnar er Sturla Þórðar-
son.
Á árinu var fram haldið
endurbótum utanhúss og var nú
lokið við Thoraseal húðun húss-
ins. Allt gler í gluggum var end-
urnýjað. Gluggar, ásamt þak-
brúnum og útihurðum yfirfarnir,
málaðir og fúavarðir. Áður hafði
endurbótum á þaki verið lokið og
heldur húsið nú vatni og vindum.
Heldur léttara hefur verið fyrir
fæti hvað varðar rekstur undan-
farið ár og tekist hefur að fjár-
magna viðhald og viðgerðir að
hluta til með fé úr rekstri.
Húsvörður og framkvæmda-
stjóri síðan í maí 1983 er Pétur
Brynjólfsson trésmíðameistari frá
Akureyri.
P. B.
ÞJÁLFUN I FJALLAMENNSKU.
Árið 1984 var björgunarsveitin
Blanda kölluð út til leitar og að-
stoðar tíu sinnum, þar af var í eitt
skipti um leit að flugvél að ræða. f
önnur skipti var um minni háttar
verkefni að ræða sem færri menn
leystu af hendi. Þó má geta þess
að 23. janúar var þrívegis beðið
um leit og aðstoð við fólk, sem