Húnavaka - 01.05.1985, Page 302
300
HÚNAVAKA
ekki kom til síns heima á þeim
tíma er áætlað hafði verið. Þenn-
an dag var stórhríð og fólk á ferð
á vanbúnum bilum. Æfingar og
námskeið í meðferð tækja, sem
sveitin á, voru alls sjö. Þar með er
talin samæfing björgunarsveita
SVFf á Norðurlandi, sem haldin
var í Hrísey. Tvisvar í mánuði
hittast liðsmenn Blöndu í Björg-
unarstöðinni. Þá er hugað að
búnaði og tækjum, þau yfirfarin
og lagfærð þurfi þess með. Þá er
ótalinn sá tími sem fer í fjáröflun.
Nú hefur innan björgunar-
sveitarinnar myndast nokkur
kjarni manna sem þjálfar sig í
fjallamennsku, þ.e. klifri og sigi í
klettum, auk þess sem þeir hafa
farið í nokkurra daga gönguferðir
á skíðum. Þetta eru ungir menn
sem á undanförnum árum hafa
verið að afla sér þekkingar og
búnaðar, en þeir eiga allan búnað
til þessa sjálfir.
Samæfingin í Hrísey var tví-
þætt, annars vegar var fjalla-
mennska, hins vegar var æfð
meðferð slöngubáta, björgun og
leit á sjó. Sá þáttur var undir
stjórn manna sem sl. haust voru í
vikutíma í þjálfun hjá Strand-
gæslunni í Skotlandi. Æfingaferð
þessi var farin á vegum SVFÍ og
var sú þriðja í röðinni. Fleiri eru
fyrirhugaðar, því stefna SVFf er
að koma sem flestum þangað til
þjálfunar sem annast sjóbjörgun í
nafni félagsins.
Enda þótt öll störf í þágu
sveitarinnar séu sjálfboðastörf og
æfingar fari fram utan hefð-
bundins vinnutíma er starfsemin
fjárfrek og væri raunar ófram-
kvæmanleg, kæmi ekki til stuðn-
ingur ýmissa aðila í héraði, fyrir-
tækja, sveitarfélaga og sýslusjóðs,
að ógleymdum einstaklingum
sem hafa sýnt okkur margskonar
velvild. Á liðnu ári var þess vegna
hægt að auka tækjakost nokkuð,
keyptur var tíu manna slöngu-
bátur ásamt utanborðsvél, einnig
nýr vélsleði. Þegar búið verður að
smíða vagn undir bátinn verður
kostnaður við þessi tæki kominn
hátt í þrjú hundruð þúsund
krónur.
Gunnar Sig.
FRÉTTIR FRÁ PÓLARPRJÓNI.
Á síðastliðnu ári var velta fyrir-
tækisins tæpar 60 milljónir króna
sem er um 50% aukning frá 1983.
Eins og áður var hlutur prjóna-
stofu mestur. Þar jókst fram-
leiðslan um 17% á milli ára og
voru prjónuð um 120 tonn af voð
á árinu. Tæpur þriðjungur fram-
leiðslunnar var tekinn til full-
vinnslu á eigin saumastofum en
% voðarinnar var seldur annað.
Helstu viðskiptavinir prjónastofu
eru saumastofur víðs vegar af