Húnavaka - 01.05.1985, Page 311
HUNAVAKA
309
að girða og friða þau landssvæði,
sem sjóðurinn tekur til skógrækt-
ar, svo og til annarra ræktunar-
framkvæmda.
6. grein
Stjórn Skógræktarfélags ís-
lands fer með stjórn sjóðsins sam-
kvæmt erfðaskrárákvörðun.
Stjórnin færir reikninga sjóðsins.
Reikningsár hans er almanaksár-
ið. Endurskoðendur Skógræktar-
félags íslands endurskoða reikn-
ingana og skulu þeir árlega lagðir
fram á aðalfundi félagsins, ásamt
skýrslu um starfsemi sjóðsins.
Aðaleignir sjóðsins í ársbyrjun
1984 voru: Húseign að Skóla-
vörðustíg 25 í Reykjavík, sem
metin var þá samkvæmt fast-
eignamati á 5.585.000 krónur og
jörðin Fjósar i Bólstaðarhlíðar-
hreppi, en hún var metin á
469.000 krónur.
Þetta sýnir að bræðurnir frá
Múla hafa af ræktarsemi og hlý-
hug gefið stórgjöf til eflingar
skógræktar í Húnaþingi. Bræð-
urnir þrír, sem á þennan rausn-
arlega hátt, ánöfnuðu heimahér-
aði sínu öllum eignum sínum
voru einhleypir.
Á sýslufundi 1983 komu mál-
efni Skógræktarsjóðs Húnavatns-
sýslu til umræðu og voru Jón Is-
berg og Gísli Pálsson kosnir til
þess að ræða við stjórn Skóg-
ræktarfélags Islands um málefni
hans.
Samkvæmt ósk þeirra, við
stjórn Skógræktarfélags íslands,
var stofnuð samstarfsnefnd
heimamanna og stjórnar Skóg-
ræktarfélags Islands. I samstarfs-
nefndinni sitja, Snorri Sigurðs-
son, Ólafur Vilhjálmsson, báðir í
Reykjavík og Gísli Pálsson Hofi,
sem er formaður nefndarinnar.
Ákveðið hefur verið að selja
húseignina að Skólavörðustíg 25
og hefjast handa um skógrækt til
þess að sjóðurinn geti sinnt hlut-
verki sinu í þeim anda sem stofn-
endurnir mæltu fyrir um.
S.Á.J.
FRÁ SAMVINNUFÉLÖGUNUM.
Á árinu 1984 nam heildarvöru-
sala í verslunum félagsins 222.7
milljónum króna, og er það um
31% aukning frá árinu áður.
Viðamestu vöruflokkarnir voru
áburður, en af honum voru seld
2.650 tonn, sem er 300 tonnum
minna en á fyrra ári, og fóður-
bætir, en af honum voru seld
2.005 tonn. Er það 233 tonnum
minna en árið 1983. Stafar þessi
samdráttur að hluta til af góðu
tíðarfari, en að töluverðu leyti af