Húnavaka - 01.05.1985, Page 312
310
HÚNAVAKA
minnkandi búfjáreign héraðs-
búa.
Rekstur félagsins gekk ekki
nógu vel á árinu, en þó var lagt út
i nokkra fjárfestingu, þótt vissu-
lega hefði hún þurft að vera
meiri. Pakkhúsið var nú flutt upp
í Votmúla, og þar lagt í fram-
kvæmdir sem námu tæpum
tveim milljónum króna. Er þar
mjög rúmgott, hægt að hafa
flesta vöruflokka innandyra og á
allan hátt betri aðstaða fyrir
starfsmenn jafnt sem viðskipta-
vini.
Reist var viðbygging við Hóla-
nesútibúið á Skagaströnd, og
varið til þess tæpum tveim
milljónum króna. Eftir er að inn-
rétta húsið.
Heildarlaunagreiðslur félags-
ins námu rúmum 32 milljónum
króna, þar af voru laun starfsfólks
rúmar 25 milljónir, en greiðslur
til verktaka vegna nýbygginga og
viðhalds námu rúmum 7.2
milljónum.
Eftirtöldum starfsmönnum var
veitt silfurmerki fyrir 25 ára starf
hjá félaginu: Baldri Sigurðssyni
verslunarmanni, Ragnari Þórar-
inssyni bifreiðastjóra og Sigvalda
Torfasyni bifreiðastjóra.
Starfsemi á vegum SAH var að
mestu með hefðbundnum hætti.
Sauðfjárslátrun hófst 18. septem-
ber og lauk 23. október. Alls voru
lagðar inn 48.587 kindur, þar af
44.299 dilkar og var meðalþungi
14,44 kg. í þessari tölu eru dilkar
frá Hofi í Vatnsdal sem slátrað
var skömmu fyrir jól. Innvegið
dilkakjöt var 640 tonn, en inn-
vegið kjöt af fullorðnu 101 tonn.
Innlögð ull var 59 tonn.
Eftirtaldir aðilar lögðu inn yfir
500 dilka:
Dilkar
Ásbúið.....................870
Meðalvigt 14,174 kg
Félagsbúið
Stóru-Giljá............. . 857
Meðalvigt 16,617 kg
Gísli Pálsson,
Hofi.....................726
Meðalvigt 14,208 kg
Heiðar Kristjánsson,
Hæli.....................588
Meðalvigt 14,631 kg
Guðsteinn Kristinsson,
Skriðulandi..............546
Meðalvigt 14,970 kg
Magnús Pétursson,
Miðhúsum.................544
Meðalvigt 16,197 kg