Húnavaka - 01.05.1985, Page 314
312
HÚNAVAKA
Halldór Guðmundsson,
Holti............... 83.579
Fita 3,66%
Jósef Magnússon,
Steinnesi........... 82.904
Fita 3,84%
Þorsteinn Gunnarsson,
Syðri-Löngumýri.... 81.888
Fita 3,89%
Valgarður Hilmarsson,
Fremstagili......... 81.399
Fita 3,75%
FRÉTTIR FRÁ
SKAGASTRÖND.
Útgerð.
Vetrarvertíð gekk vel hjá Skaga-
strandarbátum enda tíðarfar og
afli í betra lagi. Stunduðu 4 bátar
rækjuveiðar, Auðbjörg, Dagrún,
Hafrún og Helga Björg. Aflann
lögðu þeir upp hjá Rækjuvinnsl-
unni hf.
Agæt veiði var hjá þeim
tveimur bátum, Arnarborg og
Ólafi, er stunduðu skelveiðar á
Vertíðinni. Rækjuvinnslan hf. og
Meleyri hf. á Hvammstanga
fengu rannsóknaskipið Dröfn til
að leita nýrra skelfiskmiða. Var
mikill og góður árangur af leið-
angrinum því ný og gjöful mið
fundust á Ófeigsfirði, út af Gjögri
og víðar norður með Ströndum.
Voru þessi nýju mið þau feng-
sælustu á vertíðinni og afsannað-
ist þar með sú skoðun sem kennd
hefur verið við stétt fiskifræðinga
að skel fengist ekki nema á stöð-
um sem eru í skjóli fyrir hafátt,
því öll þessi mið eru opin fyrir
henni.
Á vordögum reyndu menn enn
fyrir sér með hrognkelsaveiðar
þrátt fyrir að veiðin hefði brugð-
ist undanfarin tvö ár. Brá nú svo
við að ágætlega fiskaðist. Voru
veiðarnar stundaðar af einum
tuttugu tonna báti og nokkrum
trillum og fengust hrogn í um 120
tunnur.
Úthafsrækjuveiðar gengu vel á
sumarmánuðum enda var tíðar-
far með eindæmum gott og hita-
skilyrði í sjónum hagstæð.
Veiddist hafrækjan nær landi en
áður, t.d. voru gjöful mið á
Kolkugrunni, en þangað er fjög-
urra tíma sigling frá Skagaströnd.
Hjá Rækjuvinnslunni hf. lögðu
sjö bátar upp afla, alls 498 tonn.
Hrefnuveiðar gengu vel í sum-
ar. Stunduðu 3-4 bátar veiðarnar.
Var hrefnan ýmist flutt til
Blönduóss eða Akureyrar til frek-
ari vinnslu. Það var sjómönnum
undrunarefni á síðasta sumri að
smokkfiskur gekk inn á Reykjar-
fjörð en sú fisktegund hefur ekki
sést við flóann í áraraðir. Ekki
voru gerðar tilraunir til að veiða
hann en smokkfiskur mun þó