Húnavaka - 01.05.1985, Page 318
316
HÚNAVAKA
unnu bæði kvenna- og karlabik-
arinn í kappróðri. Einn aldraður
sjómaður, Skafti F. Jónasson, var
heiðraður. Þá sýndu nokkrir sjó-
menn nýjan klæðnað, flotbúning,
sem gera á mönnum kleift að vera
mun lengur í köldum sjó en áður.
Seinni hluta dags var boðið í
siglingu á tveimur bátum en
einnig var kvikmyndasýning. Um
kvöldið var svo dansleikur.
Geysilegt fjölmenni var við-
statt þessi hátíðahöld og fóru þau
hið besta fram.
Iðnaður.
Starfsemi Trésmiðju og skipa-
smíðastöðvar Guðmundar
Lárussonar hf. var í líkum farvegi
og undanfarin ár. Áfram var
unnið við að ljúka ýmsum þátt-
um í sambandi við dráttarbraut-
ina, svo sem spilhúsi og sleða á
aðalbraut. Einnig var hafist
handa við hliðarfærslugarða og
tengibraut við skipasmíðastöð-
ina. Margþætt byggingavinna
var einnig í gangi, viðhaldsvinna,
endurbyggingar og nýsmíði. Fyr-
irtækið byggði aðveitustöðvarhús
fyrir Rafmagnsveitur ríkisins, en
sú bygging stendur á Spákonu-
fellsmelum ofan kauptúnsins.
Þjónusta við heimaflotann var
í sama mæli og verið hefur og
einnig unnið við aðra báta sem
hingað sóttu til viðgerða. Unnið
var við uppsetningu nýrrar hafn-
arvogar auk margra smærri
verka.
Plastiðnaður var sem fyrr
drjúgur þáttur í starfsemi fyrir-
tækisins. Framleidd voru laxeld-
iskör, hitapottar, olíutankar, jull-
ur o.m.fl. Forráðamenn fyrirtæk-
isins eru nú að prófa ýmsar nýj-
ungar í framleiðslu úr plasti og er
þess að vænta að í sumum tilfell-
um geti orðið um reglubundna
framleiðslu að ræða sem veruleg-
ur styrkur yrði að.
Hjá fyrirtækinu starfa að jafn-
aði 12-15 manns. Gisli Björnsson,
sem verið hafði framkvæmda-
stjóri síðan á vordögum 1983, lét
af störfum 1. desember og við tók
Ómar Haraldsson.
Á síðustu tveimur árum hefur
rekstrarstaða fyrirtækisins versn-
að til muna vegna ýmissa áfalla
en vonir standa til að með sam-
stilltu átaki verði hægt að koma
þeim málum í gott horf, svo að
fyrirtækið gegni aftur þvi hlut-
verki sem það hefur haft i at-
vinnulífi bæjarins.
Á síðasta sumri var viðbygging
við verslun KH á Hólanesi gerð
fokheld. Verkið var unnið í út-
boðsvinnu af Helga Gunnarssyni
trésmíðameistara. Með þessari
viðbyggingu verður mun betri
aðstaða til verslunarreksturs, lag-
errými eykst og meira rúm verður
fyrir alla starfsemi.