Morgunblaðið - 02.05.2015, Side 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. MAÍ 2015
Hlíðasmára 19, 201 Kópavogur | Sími 514 1400 | sumarferdir.is
SÓLARHRINGUR SUMARFERÐA
50% AFSLÁTTUR
AF FLUGI FYRIR BÖRNIN Í SÓLINA
Hefst á hádegi mánudaginn 4. maí.
Nánar á Sumarferdir.is
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson ritstjorn@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Ágæt veiði hefur verið á kolmunna-
miðunum sunnan við Færeyjar und-
anfarna daga. „Þetta hefur verið í
góðu lagi,“ sagði Steinþór Hálfdanar-
son, skipstjóri á Birtingi NK, í gær.
Skipið var þá búið að vera tvo daga á
miðunum og sagði Steinþór að ef veið-
in héldist svipuð myndi skipið verða
komið með fullfermi í nótt eða nú með
morgninum.
Loðnuskipin draga trollið dag og
nótt og hífa gjarnan tvisvar á sólar-
hring.
Tólf íslensk skip mega vera á veið-
um í færeysku lögsögunni á hverjum
tíma. Þegar veiðin er góð eins og ver-
ið hefur skapar það ekki vandamál því
þá eru mörg skip að landa eða sigla til
eða frá löndunarstað á Íslandi. Sigl-
ingin af miðunum sem ná suður undir
miðlínu á milli Færeyja og Skotlands
tekur um 30 klukkustundir.
Löng sigling af miðunum
Kolmunnavertíðin er góð búbót
fyrir fiskimjölsverksmiðjurnar.
Þannig hafa verksmiðjur Síldar-
vinnslunnar á Norðfirði og Seyðisfirði
verið í góðum rekstri, þó ekki alveg
samfellt. Í gær lauk löndun úr Vil-
helm Þorsteinssyni og búist var við að
Birtingur yrði næstur.
„Það þarf þó ekki mikið út af að
bregða með veiði eða veður til að það
dragist að bátur komi,“ sagði Gunnar
Sverrisson, rekstrarstjóri fiskimjöls-
verksmiðja Síldarvinnslunnar.
helgi@mbl.is »18
Ágætis veiði á kolmunna-
miðunum við Færeyjar
Kolmunni Trollið er gjarnan híft úr
sjó tvisvar á sólarhring.
Búbót hjá íslensku fiskimjölsverksmiðjunum
Andri Steinn Hilmarsson
ash@mbl.is
Framlagi Íslands á Fenyjatvíær-
ingnum í ár er ætlað að vekja umtal
og skapa samræðugrundvöll fyrir
trúarhópa og þjóðfélagshópa með
ólíkar skoðanir. Þetta segir Eiríkur
Þorláksson, formaður stjórnar
Kynningarmiðstöðvar íslenskrar
myndlistar. Verk svissneska lista-
mannsins Christoph Büchel, Mosk-
an, The Mosque á ensku, verður
sett upp í afhelgaðri kirkju frá 10.
öld á þessari alþjóðlegu listasýningu
sem hefst 9. maí næstkomandi.
„Aðalmarkmiðið af hendi lista-
mannsins með þessu verkefni er að
skapa samræðugrundvöll fyrir ólíka
hópa með ólíkar skoðanir,“ segir Ei-
ríkur. Hann segir það, að hugmynd
af þessu tagi komi norðan úr
Atlantshafi en ekki úr eyðimörkum
suðrænna landa, vera til þess fallið
að menn ræði saman. „Þörfin er
mikil og þessu verkefni er ætlað að
benda á þörfina. Ég vona að allir
nái að taka því sem slíku,“ segir
hann.
Kostar tugi milljóna króna
Kostnaður við þátttöku Íslands á
hátíðinni hleypur á tugum milljóna
króna. Í fjárlögum var veitt 12
milljóna króna tímabundið framlag
til Kynningarmiðstöðvar listgreina
tvö ár í röð, árin 2014 og 2015,
vegna þátttöku Íslands á sýning-
unni. Eiríkur segir þó ljóst að verk-
efnið sé talsvert dýrara en þetta 24
milljóna króna framlag.
„Flest ár hefur verið staðið í fjár-
öflun með öðrum hætti, bæði hér og
erlendis. Það hefur einnig verið gert
nú og hefur fengist umtalsverður og
mikilvægur stuðningur frá erlend-
um og innlendum aðilum,“ segir Ei-
ríkur en endanlegar tölur eru ekki
ljósar á þessari stundu, segir hann.
Aðspurður hvort það séu fordæmi
fyrir því að erlendir listamenn séu
fulltrúar einhverra landa á listahá-
tíðinni segir Eiríkur svo vera, verk
hátíðarinnar séu val þátttökuland-
anna. „Alþjóðleg listsýning er ekki
keppni í þjóðrembingi, þarna kemur
saman það sem menn telja best
hverju sinni í samtímalist,“ segir
hann og því séu verkin ekki bundin
við þjóðerni með neinum hætti.
Büchel, sem hefur búið hérlendis
frá árinu 2008, var valinn fulltrúi Ís-
lands á haustmánuðum 2013 en
hann hefur tekið þátt í íslensku
listalífi til fleiri ára. Er hann því
orðinn einn af okkur, segir Eiríkur.
Val á fulltrúa Íslands fór fram með
öðrum hætti fyrir Feneyjatvíæring-
inn í ár en fyrri ár. Nefndin óskaði
eftir hugmyndum að verkum og
varð önnur tillaga Büchels fyrir val-
inu, sem ekki var unnt að fram-
kvæma. Lagði hann þá til verkið
Moskuna.
Íslensku mosk-
unni ætlað að
vekja umtal
Hinn svissneski Christoph Büchel er
fulltrúi Íslands á Feneyjatvíæringnum
List Framlag Íslands á hátíðinni
verður sett upp í afhelgaðri kirkju.
Feneyjatvíæringurinn
» Alþjóðlega listasýningin
hefst hinn 9. maí nk.
» Ekki keppni í þjóðrembingi,
segir formaður stjórnar Kynn-
ingarmiðstöðvar íslenskrar
myndlistar.
» Önnur hugmynd varð fyrir
valinu en ekki reyndist unnt að
framkvæma hana.
» Verk eru ekki bundin við
þjóðerni með neinum hætti.
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
„Óvissan var erfið, að vita í fyrstu
ekkert um afdrif ættingja og vina
eftir þessar hrikalegum hamfarir.
Smám saman hefur myndin þó
skýrst, allt mitt fólk er heilt á húfi.
Myndir í fjölmiðlum eru hrikalegar
og ég beygi af yfir sjónvarpsfrétt-
unum,“ segir Ash Kumar Gurung,
formaður Félags Nepala á Íslandi.
Nær ekki símasambandi
Mjólkursamsalan er miðpunktur
nepalska samfélagsins á Íslandi.
Um 120 manns úr hinu fjarlæga
fjallalandi, sem jarðskjálftar skóku
um síðustu helgi með hrikalegum
afleiðingum, búa hér á landi. Þar af
eru þrettán starfsmenn MS, allir
starfsmenn í vöruafgreiðslu. Að
fjölskyldum þessara manna með-
töldum tengist fjórðungur Nepala á
Íslandi fyrirtækinu. Því hefur verið
til styrktar hjálparstarf í Nepal
verið hrundið af stað innanhúss-
öfnun meðal starfsmanna MS auk
þess sem fyrirtækið sjálft leggur
málinu lið.
Ash Kumar, jafnan nefndur Ask-
ur, segir það hafa verið ónotalegt
um síðustu helgi að fá skilaboð í
símann um miðjan nótt um jarð-
skjálftann í Nep-
al, enda strax
ljóst að afleið-
ingar væru
hrikalegar.
„Fólkið mitt býr
í fjallabyggð fyr-
ir sunnan höf-
uðborgina Kat-
mandú, þar sem
urðu talsverðar
skemmdir. Frétt-
ir af fjölskyldunni hef ég fengið í
gegnum Facebook og tölvupóst.
Símasambandi hef ég ekki náð í
þrjá daga,“ segir Askur sem er
fjölskyldumaður og hefur verið við-
loðandi Ísland í um 20 ár.
„Ég vonast þó til að geta sent
fólkinu mínu svo sem hálfa til eina
milljón króna svo það geti aftur
komið undir sig fótunum. Ég óttast
samt að uppbyggingarstarf taki
langan tíma, því landið er frumsætt
og áhugi á hjálparstarfi fjarar fljótt
út,“ segir Askur.
Nepalar á Íslandi funduðu í gær
með fulltrúum Rauða krossins. Þar
kom fram að samtökin yrðu í
aðalhlutverki í hjálparstarfi Ís-
lands við Nepal og að fjár-
söfnun til styrktar þessu
verkefni yrði efld á næst-
unni.
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Mjólkurpóstar Frá vinstri: Supak Chhetri, Dammar Jang Gurung og Tak Bahadur Gurung með fjörmjólkurfernur.
Erfitt að fylgjast með
fréttunum að heiman
Fjöldi Nepala hjá MS Starfsfólkið safnar fyrir hrjáða
„Starfsmannahópurinn hér er
eins og stór fjölskylda og við
höfum fundið vel hvað hamfar-
irnar í Nepal hafa reynt á fólkið
þaðan sem hér starfar,“ segir
Hermann Erlingsson, afgreiðslu-
stjóri hjá MS. Hjá honum vinna
um 50 manns, sem finna til ýms-
ar pantanir og koma á bíla sem
flytja vörur í verslanir.
„Ég hef gengið á milli nep-
ölsku strákanna og athugað líð-
an og vissulega bera þeir sig vel.
Við svona aðstæður er hins veg-
ar gott fyrir alla að eiga
stuðning vísan og hafa
svigrúm. Um Nepalana
hér get ég sagt að
þetta eru gullmolar,
harðduglegir og
vinnusamir
menn sem
munar
um.“
Harðduglegir
STUÐNINGUR OG SVIGRÚM
Hermann
Erlingsson
Ash Kumar
Gurung