Morgunblaðið - 02.05.2015, Side 6

Morgunblaðið - 02.05.2015, Side 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. MAÍ 2015 Bókaðu núna á baendaferdir.is Sími 570 2790 bokun@baendaferdir.is Síðumúla 2, 108 Reykjavík Sp ör eh f. Kynningarfundur verður haldinn 5. maí kl. 20:00 hjá Bændaferðum í Síðumúla 2, 2. hæð. Við segjum Aloha Hawaii og höldum í einstaka ferð um eyjarnar Oahu, Kauai og Maui. Landslagið er dásamlegt, hvítar strendur og blágrænn sjór í bland við spúandi eldfjöll. Við heimsækjum Pearl Harbor, Ioni konungshöllina, gamla hvalveiðibæinn Lahaina og Haleakala þjóðgarðinn. Gist á góðum hótelum við fallegar strendur. 30. janúar - 12. febrúar Fararstjóri: Inga Ragnarsdóttir Hawaii -Honolulu&Maui Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Forseti ASÍ hvetur til þess að afl að- ildarfélaga og félagsmanna Alþýðu- sambandsins verði sameinað undir einum fána 110 þúsund félagsmanna til þess að hámarka þrýstinginn og herkostnað atvinnurekenda þegar í upphafi baráttunnar sem nú stendur yfir. Kom þetta fram í ræðu Gylfa Arnbjörnssonar á baráttufundi verkalýðsfélaganna í Reykjanesbæ í gær. Hann sagði í samtali við Morg- unblaðið að ef aðrir hópar innan ASÍ efndu til verkfalla, eins og Starfs- greinasambandið hefur þegar gert, mætti búast við að 100 þúsund fé- lagsmenn yrðu komnir í verkfall undir lok mánaðarins. Gylfi sagði í ávarpi í 1. maí blaði Vinnunnar að íslenskur vinnumark- aður logaði nú í illdeilum og fyrirsjá- anleg væru mikil átök á næstu vik- um. Rakti hann það til þess að kjarasamningar sem ríki og sveit- arfélög gerðu við kennara og há- skólamenn í kjöl- far kjarasamn- inga ASÍ og BSRB í fyrravet- ur og samninga ríkisins við lækna í byrjun þessa árs. „Það á öllum að vera ljóst að það verður engin sátt um það að almennt launafólk axli eitt ábyrgð á forsend- um gengis og verðstöðugleika á meðan aðrir taki sér launahækkanir svo tugum prósenta skipti. Krafan er því að kjör okkar fólks verði leið- rétt miðað við það sem á undan er gengið,“ skrifar forseti ASÍ. Átakið verður léttara Í ræðu sinni rifjaði Gylfi upp að aðildarfélög ASÍ hafi löngum verið treg að grípa til verkfallsvopnsins því samfélagslegur kostnaður þess væri mikill og því fylgdi mikil ábyrgð notkun þess. „Það er langt síðan við höfum beitt þessu vopni okkar en ég lít hins vegar þannig á að það sé búið að stilla almennu launafólki upp við vegg og við eigum engra annarra kosta völ […].“ Gylfi segir í samtali við Morgun- blaðið að ekki hafi verið ákveðið að fara í samstilltar verkfallsaðgerðir allra félaga innan ASÍ. „Við skulum þó vera minnug þess að þegar allir taka á árinni verður álagið á hvern og einn minna, en sameinað afl okk- ar í samstöðunni þeim mun meira,“ sagði Gylfi í ræðunni í Reykja- nesbæ. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Kröfur Fjölmennt var í kröfugöngu á baráttudegi verkafólks á Akureyri. Svo var einnig víðar um landið. Hvatt til sameiginlegs verkfalls ASÍ-félaga  Forseti ASÍ býst við 100 þúsund manna verkfalli í lok maí Gylfi Arnbjörnsson „Svo langt er á milli aðila að við telj- um okkur nauðbeygð að efna til þessarar atkvæðagreiðslu,“ segir Ólafur G. Skúlason, formaður Fé- lags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Stjórn félagsins ákvað á fundi í gær- morgun að efna til atkvæða- greiðslu um boð- un verkfalls frá og með 27. maí hjá hjúkrunar- fræðingum sem starfa hjá ríkinu og stofnunum þess. Atkvæða- greiðslan hefst næstkomandi mánudag og stendur til 10. maí. Nær hún til rúmlega 2.100 hjúkrunar- fræðinga sem starfa hjá ríkinu. Greidd verða atkvæði um ótíma- bundið verkfall sem hefst 27. maí ef samningar hafa ekki náðst fyrir þann tíma. Verkfallið mun hafa áhrif á allar heilbrigðisstofnanir sem ríkið rekur auk annarra vinnustaða hjúkr- unarfræðinga hjá hinu opinbera. Ekki samningsvilji Ólafur G. Skúlason vísar til þess að samninganefnd hjúkrunarfræð- inga hafi fundað með fulltrúum rík- isins í vetur. Hjúkrunarfræðingar vísuðu deilunni til ríkissáttasemjara fyrir mánuði og segir Ólafur að síðan þá hafi verið haldnir þrír árangurs- lausir samningafundir. Í tilkynningu félagsins kemur fram að ekki sé að merkja mikinn samningsvilja hjá samninganefnd ríkisins og því sjái félagið sig nú knúið til að kanna hug félagsmanna til verkfalls. Samninganefnd hjúkrunarfræð- inga hefur lagt áherslu að hækka dagvinnulaun hjúkrunarfræðinga þannig að þau endurspegli bæði ábyrgð og menntun hjúkrunarfræð- inga. „Markmið okkar er að gera þau samkeppnishæf við laun ann- arra stétta háskólafólks hjá ríkinu,“ segir Ólafur. Hann segir að meðal dagvinnutekjur hjúkrunarfræðinga séu nú 14-25% lægri. „Hjúkrunar- fræðingar sætta sig ekki lengur við það að vera á lægri enda launaskala háskólamanna. Ríkið sýndi það með samningum við lækna og kennara í vetur að það er svigrúm til launa- hækkana. Nú er tímabært að hækka laun hjúkrunarfræðinga,“ segir Ólafur. Jafnlaunaátak dugði ekki Margir hjúkrunarfræðingar sögðu upp störfum í byrjun árs 2013. Þá voru launin hækkuð með svoköll- uðu jafnlaunaátaki. Ólafur segir greinilegt að það hafi dugað skammt því launamunurinn hafi ekkert lagast. „Við vonum innilega að það verði samið áður en til verkfalls kemur. Það er búið að herja á heilbrigðis- kerfið með verkföllum og vonandi verður það ekki raunin með hjúkr- unarfræðinga. Við erum að missa hjúkrunarfræðinga í önnur störf og til útlanda. Við þurfum á starfs- kröfum þeirra að halda,“ segir Ólaf- ur. helgi@mbl.is Launin verði samkeppnishæf  Hjúkrunarfræðingar greiða atkvæði um boðun verkfalls hjá ríkinu 27. maí Morgunblaðið/Árni Sæberg Krafa Hjúkrunarfræðingar tóku þátt í kröfugöngum. Ólafur Guðbjörn Skúlason ’ Þetta er svo einfalt reikningsdæmi, þegar við horfum til þjóðflutninga íslensks launafólks til annarra landa á undanförnum árum. Nú ætla launþegar að rétta sinn hlut, exel-skjöl lögfræð- inga og hagfræðinga vinnuveitenda breyta engu þar um. Björn Snæbjörnsson, formaður Einingar - Iðju og Starfsgreinasambandsins ’ Maður veltir því oft fyrir sér hvort ríkjandi ójöfnuður sé orðinn svo rotinn að okkur takist ekki að leiða þjóðarsálina inn á nýjar brautir Aðalsteinn Árni Baldursson, formaður Framsýnar ’ Með aðgerðum sínum í þágu hinna fáu efnameiri hafa stjórnvöld og atvinnurekendur hafnað því að vinna sameiginlega á grunni stöðugleika og samstöðu Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB ’ Atvinnurekendur og stjórnvöld hafa lítið fram að færa í þeim við- ræðum sem átt hafa sér stað und- anfarin misseri, því miður. Það er til lít- ils að lýsa yfir að hér sé slegið met í kaupmáttaraukningu ef fæstir finna fyrir því á eigin skinni Ólafía B. Rafnsdóttir, formaður VR ’ Stöðugleiki sem byggir á ósann- gjarnri misskiptingu auðs og löskuðu velferðarkerfi er ekki stöð- ugleiki sem hægt er að sætta sig við. Drífa Snædal, framkvæmdastjóri SGS ’ Við stöndum nú á tímamótum þar sem teknar verða afdrifaríkar kvarðanir um afdrif þjóðarinnar. Nú standa yfir einhver mestu og illvígustu átök á vinnumarkaði sem sést hafa í áratugi. Fullkomið vantraust og trún- aðarbrestur er á milli aðila. Árni Stefán Jónsson, formaður SFR ’ Launafólk er orðið langeygt eftir kjarabótum og þolinmæðin endanlega þrotin. Fólk tekur ekki mark á þeim fullyrðingum að ekki sé hægt að borga laun sem duga fyrir fram- færslu. Arnar G. Hjaltalín, formaður Drífanda Orðrétt Morgunblaðið/Árni Sæberg Barátta Mikill mannfjöldi var á Ingólfstorgi í Reykjavík. Fjölmenni tók þátt í kröfugöngum og hátíðarhöldum í Reykjavík og víðar um land á baráttudegi verkalýðsins. Kjaradeilur á vinnumarkaði, viðræður um nýja samn- inga og verkfallsaðgerðir, voru ofarlega í huga ræðu- manna og ljóst virðist að það stefnir í enn meiri átök á næstu vikum. Fjölmenni á hátíðarhöldum á baráttudegi

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.