Morgunblaðið - 02.05.2015, Page 8

Morgunblaðið - 02.05.2015, Page 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. MAÍ 2015 Rau›arárstígur 14 · sími 551 0400 · www.myndlist.is mánudaginn 4. maí, kl. 18 í Gallerí Fold, á Rauðarárstíg Jóhannes S.Kjarval Á uppboðinu verður gott úrval verka samtímalistamanna svo og fjöldi frábærra verka gömlu meistaranna. Verkin verða sýnd laugardag kl. 11–17, sunnudag kl. 12–17, mánudag kl. 10–17 Listmunauppboð í Gallerí Fold Hægt er að skoða uppboðsskrána á myndlist.is Þeir sem vilja losna við flugvöll-inn úr Vatnsmýrinni nota til þess ýmsar aðferðir, meðal annars að þrýsta byggingum upp að hon- um úr öllum áttum og vilja að auki klípa af honum eina af þremur flug- brautum hans.    Sú flugbraut hef-ur gjarnan ver- ið nefnd neyð- arbraut, enda er hún notuð þegar hinar eru lokaðar vegna veðurs og hefur oft komið að góðum notum.    Í ákafanum að losna við neyð-arbrautina hefur verið reiknað út að halda megi flugvellinum úti vandræðalaust án hennar enda haldist hann að mestu opinn þó að henni sé lokað.    Þetta er út af fyrir sig dálítiðundarleg röksemdafærsla þeg- ar neyðarbraut er annars vegar. Menn sleppa því til dæmis ekki að spenna á sig öryggisbelti vegna þess að þeir lenda sjaldan í árekstri. Það er alltaf spennt því að enginn veit hvenær óhapp verður.    En nú er búið að fara yfir þá út-reikninga sem stuðst hefur verið við og þá kemur í ljós að vind- hraði hefur verið stórkostlega van- metinn vegna þess að ekki er horft á veðurgögn nægilega langt aftur í tímann.    Jóhannes Loftsson verkfræð-ingur, sem hefur yfirfarið veð- urgögnin og útreikningana, segir að hin ranga greining geti „stefnt flugöryggi í áætlunarflugi og sjúkraflugi hér á landi í voða“.    Þegar svo er komið er tímabærtað hætta að þrengja að flug- vellinum. Jóhannes Loftsson Flugöryggi stefnt í voða STAKSTEINAR Veður víða um heim 1.5., kl. 18.00 Reykjavík 4 léttskýjað Bolungarvík 0 alskýjað Akureyri 2 skýjað Nuuk -6 snjókoma Þórshöfn 4 alskýjað Ósló 7 skýjað Kaupmannahöfn 10 léttskýjað Stokkhólmur 10 skúrir Helsinki 10 heiðskírt Lúxemborg 10 skúrir Brussel 12 heiðskírt Dublin 10 skýjað Glasgow 10 léttskýjað London 11 léttskýjað París 8 súld Amsterdam 12 léttskýjað Hamborg 12 léttskýjað Berlín 12 heiðskírt Vín 15 alskýjað Moskva 12 skúrir Algarve 21 heiðskírt Madríd 23 léttskýjað Barcelona 18 léttskýjað Mallorca 20 heiðskírt Róm 17 léttskýjað Aþena 21 léttskýjað Winnipeg 17 léttskýjað Montreal 16 léttskýjað New York 12 alskýjað Chicago 16 léttskýjað Orlando 26 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 2. maí Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 4:57 21:54 ÍSAFJÖRÐUR 4:45 22:15 SIGLUFJÖRÐUR 4:28 21:58 DJÚPIVOGUR 4:22 21:27 Baldur Arnarson baldura@mbl.is Sex tilboð bárust í byggingarrétt, að meðtöldum gatnagerðargjöldum, fyr- ir lóðirnar á Mýrargötu 27, 29 og 31 og Seljavegi 1A og 1B í Vesturbæ Reykjavíkur. Frestur til að skila inn tilboðum rann út sl. þriðjudag. Þær upplýsingar fengust hjá Reykjavíkurborg að hæsta tilboðið í byggingarréttinn hljóðaði upp á 151,2 milljónir. Verið er að kanna hvort hæstbjóðandi uppfylli skilmála út- boðsins og verður málið lagt fyrir borgarráð til afgreiðslu á næstunni. Á lóðunum er heimilt að reisa fimm sambyggð hús og eru frumdrög að þeim sýnd hér til hliðar. Lóðirnar eru austan við Héðinshúsið og suður af nýbyggingunni Mýrargötu 26, 68 íbúða stórhýsi sem setur orðið mikinn svip á götuna. Lóðirnar eru á svonefndum Ný- lendureit sem afmarkast af Seljavegi í vestri, Vesturgötu í suðri, Mýr- argötu í norðri og Ægisgötu í austri. Samkvæmt deiliskipulagi er heim- ilt að reisa íbúðarhús við Mýrargötu 27 og 29 og Seljaveg 1A og 1B. Á Mýrargötu 31, sem er hornlóð, er gert ráð fyrir verslun og/eða þjónustu á 1. hæð en íbúðum á efri hæðum. Fram kom í kynningargögnum frá Reykjavíkurborg að kauptilboð skyldu taka til alls byggingarrétt- arins sem nemur allt að 1.440 fer- metrum á fimm lóðum. Miðað við að flutt verði inn í húsin eftir tvö ár, í sumarbyrjun 2017, má ætla að fermetraverð verði ekki undir hálfri milljón. Samkvæmt því má lauslega áætla að söluverðmæti eign- anna verði 700-800 milljónir. Upp- bygging Icelandair Hotel Reykjavík Marina við Mýrargötu og fyrirhugað íbúðarhverfi við Vesturbugt munu breyta ásýnd svæðisins enn frekar. Margir vilja lóðir á Nýlendureit  Sex tilboð bárust í byggingarlóðir fyrir fimm sambyggð hús á Mýrargötu  Byggingarmagn allt að 1.440 fermetrar  Hæsta boðið var 151 milljón króna Tölvuteikning/Reykjavíkurborg Frumdrög Svona gætu húsin fimm á umræddum lóðum litið út. Nokkuð var um að ökumenn væru stöðvaðir í fyrrinótt vegna gruns um að hafa ekið undir áhrifum fíkniefna eða áfengis, skv. upplýs- ingum úr dagbók lögreglunnar. Um miðnætti var bifreið stöðvuð á Njálsgötu og var ökumaðurinn grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. Farþegi í bílnum er grun- aður um vörslu fíkniefna og faldi ætluð fíkniefni í nærbuxum sínum. Með ætluð fíkniefni í nærbuxunum Maður var handtekinn í Austur- stræti í fyrrinótt grunaður um lík- amsárás. Hann var í vörslu dyra- varða er lögreglumenn komu á vettvang. Maðurinn var í mjög ann- arlegu ástandi og var hann vistaður í fangageymslu fyrir rannsókn máls, segir í dagbók lögreglunnar. Þegar verið var að færa manninn í fangageymslu skallaði hann lög- reglumann í andlitið. Skallaði lögreglumann

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.