Morgunblaðið - 02.05.2015, Page 12
12 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. MAÍ 2015
Dagskrá:
• Kynningar frá LSR
• Einar Kárason rithöfundur
• Guðrún Gunnarsdóttir flytur dægurlög
• Kaffiveitingar
• Fyrirspurnir og umræður
Nánari upplýsingar um fundinn
er að finna á vef LSR.
LSR og LH halda fund fyrir sjóðfélaga á lífeyri 5. maí 2015
á Hilton Reykjavík Nordica Suðurlandsbraut 2, Reykjavík.
Fundurinn hefst kl. 14:00.
L í feyr iss jóður
starfsmanna r ík is ins
Engjateigi 11
105 Reykjavík
Sími: 510 6100
lsr@lsr . iswww.lsr.is
LSR sjóðfélagar
á lífeyri
Alþjóðamálastofnun Háskóla Ís-
lands stendur fyrir opnum fundi,
mánudaginn 4. maí nk. um stríð og
frið á norðurslóðum. Fundurinn er
haldinn kl. 12-13 í stofu 101 í Lög-
bergi. Fyrirlesari er Michael Byers,
prófessor í stjórnmálafræði við Há-
skólann í Bresku Kólumbíu í Kan-
ada, en hann er þekktur fræðimað-
ur í málefnum norðurslóða.
Á fundinum mun Michael ræða
þá óvissu sem komin er upp um
framtíðarsamstarf norður-
slóðaríkja í kjölfar innlimunar
Rússa á Krímskaga. Veltir hann
upp þeirri spurningu hvort Rússum
sé treystandi til að hegða sér öðru-
vísi gagnvart nágrönnum sínum í
norðri en öðrum og hvort það stefni
í stríð eða frið á norðurslóðum.
Ræða málefni
norðurslóða í HÍ
Viðtöl, sem samtökin Nei við ESB létu taka við ýmsa andstæðinga ESB að-
ildar, eru nú aðgengileg í myndbandaformi á YouTube-síðu Heimssýnar.
Myndböndin voru tekin í síðasta mánuði, í þeim tilgangi að koma málstað
þeirra, sem eru á móti mögulegri inngöngu Íslands í Evrópusambandið, á
framfæri. Til verksins voru fengin þau Rakel Sigurgeirsdóttir og Viðar
Freyr Guðmundsson en þau unnu bæði að ekki ósvipuðu verkefni árið 2011
í tengslum við Nei við Icesave.
Fyrst um sinn eru aðeins tvö myndbönd aðgengileg á You Tube en fleiri
eru væntanleg á næstu dögum. Viðmælendur komu úr ýmsum áttum og
eru á öllum aldri. Allir eiga það þó sameiginlegt að vera andstæðingar
ESB-aðildar. Í viðtölunum rökstyðja þau afstöðu sína nánar, segir í frétta-
tilkynningu.
Myndbönd um ESB-andstöðu
Í ár eru liðin 70 ár frá lokum seinni heimsstyrjaldar-
innar. Af því tilefni snúa fjórir þjóðþekktir listamenn
bökum saman og minnast tímamótanna með sögu- og
tónlistardagskrá frá tímum seinni heimsstyrjaldarinnar.
Viðburðurinn ber heitið „Og svo kom stríðið …“ og
verður sýndur í Hernámssetrinu í Hvalfirði laugardag-
inn 16. maí en í Hannesarholti í Reykjavík dagana 19.,
21. og 24. maí.
Listamennirnir eru þau Guðrún Ásmundsdóttir sögu-
maður, Alexandra Chernyshova sópran söngkona, Ás-
geir Páll Ágústsson baritónsöngvari og Kjartan Valdi-
marsson, píanóleikari. Í dagskránni segir sögumaðurinn
sögur frá stríðstímanum frá Hollandi, Bretlandi, Rússlandi og Íslandi. Inn í
sögurnar fléttast lög frá stríðstímanum, á borð við „The White Cliffs of Do-
ver“ og „We will meet again“.
Stríðsloka minnst með söng
Guðrún
Ásmundsdóttir
Heimsmeistari 1991
Í myndatexta með samtali við Jón
Baldursson, margfaldan meistara í
brids, í blaðinu í gær, vantaði nafn
eins af heimsmeisturunum 1991.
Nafn Aðalsteins Jörgensen féll niður
í myndatexta, en hann var einn af ís-
lensku heimsmeisturunum sem
komu heim með Bermúdaskálina og
er annar frá hægri á myndinni. Vel-
virðingar er beðist á þessum mistök-
um.
LEIÐRÉTT
STUTT
mbl.is
alltaf - allstaðar
ÚR BÆJARLÍFINU
Líney Sigurðardóttir
Þórshöfn
Kuldakast kom í kjölfarið á góða
veðrinu á Norðurlandi og jörð er
nú alhvít. Hlýindakaflinn var
skammgóður vermir og þeir sem
voru byrjaðir á vorverkum í görð-
um sínum nota í staðinn garðskófl-
urnar til að moka snjó. Það er
samt alltaf ákveðinn hópur sem
gleðst yfir hverju snjókorni en það
eru vélsleðamenn, sem tóku fram
sleðana og þeysa nú glaðir yfir
fannir og fjöll.
Sjö bátar gerðu út á grá-
sleppu þetta vorið og eru flestir
búnir með dagana eða rétt að
ljúka þeim, utan einn bátur. Tíð-
arfarið versnaði eftir því sem leið
á vorið og segja grásleppukarlar
algengt að eftir því sem nær dragi
sauðburði, þá magnist ótíðin.
Langur brælukafli gerði þeim
óleik og einn missti þrjár trossur
upp í fjöru en það er töluvert tjón.
Það er því ekki alltaf tekið út með
sældinni að stunda grásleppuveið-
ar.
Til að bæta gráu ofan á svart
þá virðist hefð fyrir því að ef veið-
in glæðist eitthvað, þá byrjar um-
ræða um verðlækkun á hrogn-
unum. Þrautseigja einkennir þó
þennan hóp útgerðarmanna og á
Þórshöfn eru heiðurskarlar sem
eiga rúmlega fjörutíu grásleppuár
að baki og eru enn að.
Þingeyskt mont getur verið
afar skemmtilegt eins og vel kom í
ljós á samkomu, sem var haldin í
Svalbarðsskóla í Þistilfirði um
helgi seint í mars. Samkoman bar
nafnið Montið og var þingeyskt
samstarfsverkefni nokkurra aðila
og tilgangurinn að koma á öflug-
um tengslum á milli ferðaþjón-
ustu, handverksfólks og heima-
manna. Verkefnið hlaut styrk frá
Vaxtarsamningi Norðausturlands
en að þessu stóðu Ferðamála-
félagið Súlan, Norðurhjari, Langa-
nesbyggð, Svalbarðshreppur og
Þekkingarnet Þingeyinga.
Fjölbreytt handverk var á
boðstólum og kaffihlaðborð kven-
félagskvenna í Þistilfirði svignaði
undan kræsingum. Tískusýning
vakti mikla lukku, þar sem sýn-
ingarfólk sló á létta strengi en ís-
lenska ullin var í aðalhlutverki.
Helgin var vel heppnuð og fjölsótt
og þeir sem að henni stóðu voru
ánægðir yfir hve vel tókst til.
Heiðurskarlar
og þingeyskt
mont í Þistilfirði
Morgunblaðið/Líney Sigurðardóttir
Matur, menning og mont Sigríður Jóhannesdóttir og Elfa Benediktsdóttir í íslenskum búningum sem þær saumuðu
sjálfar. Kaffihlaðborð kvenfélagskvenna í Þistilfirði svignaði undan kræsingum