Morgunblaðið - 02.05.2015, Síða 24
24 FRÉTTIRErlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. MAÍ 2015
Umsækjendur eru hvattir til að kynna sér
nánari upplýsingar um prófið og dæmi um
prófspurningar sem finna má á heimasíðu
Læknadeildar, www.laeknadeild.hi.is
HEILBRIGÐISVÍSINDASVIÐ
Inntökupróf í Læknadeild HÍ
Læknisfræði og sjúkraþjálfun
Inntökupróf í Læknadeild Háskóla Íslands fyrir nám í læknisfræði og sjúkraþjálfun
verður haldið í Reykjavík fimmtudaginn 11. og föstudaginn 12. júní 2015.
Nánari upplýsingar verða sendar próftakendum eftir að skráningu er lokið.
Þátttakendur þurfa að skrá sig sérstaklega í inntökuprófið og er skráning opin
til og með 20. maí 2015. Skráning fer fram á netinu, www.laeknadeild.hi.is
Próftökugjald er 20.000 kr.
Þegar inntökuprófið er þreytt skal nemandinn hafa lokið stúdentsprófi eða öðru sam-
bærilegu prófi og skilað inn staðfestingu því til sönnunar. Umsóknin telst því ekki gild
fyrr en staðfest afrit af stúdentsprófsskírteini eða rafrænt stúdentsprófsskírteini úr Innu
hefur borist skrifstofu Nemendaskrár Háskóla Íslands, Háskólatorgi, Sæmundargötu 4,
101 Reykjavík.
Skráning í inntökuprófið getur farið fram þótt nemandi hafi ekki lokið stúdentsprófi en
þá skal skila staðfestingu til Nemendaskrár Háskóla Íslands um að stúdentsprófi verði
lokið áður en inntökupróf hefst. Staðfesting þarf að berast eigi síðar en 20. maí 2015.
Undirbúningur prófsins fer fram af hálfu Lækna-
deildar með sérstakri ráðgjöf, m.a. frá kennurum
framhaldsskóla og Námsmatsstofnun. Prófið tekur
tvo daga, með þremur tveggja tíma próflotum
fyrri daginn, en seinni daginn eru tvær próflotur:
Aðgangspróf fyrir háskólastig (A-próf), 3,5 klst.,
auk einnar tveggja tíma próflotu líkri þeim sem
skipulagðar eru fyrri daginn. A-prófið gildir 30%
af inntökuprófinu. Niðurstaða prófsins birtist í
einni einkunn sem verður reiknuð með tveimur
aukastöfum. Reiknað er með að niðurstaða liggi
fyrir ekki síðar en um miðjan júlí.
Árið 2015 fá 48 nemendur í læknisfræði
og 35 í sjúkraþjálfun rétt til náms í
Læknadeild Háskóla Íslands og skulu
þeir hafa skráð sig hjá Nemendaskrá
fyrir 1. ágúst. Þeir sem ekki öðlast rétt
til náms í Læknadeild, eiga þess kost að
skrá sig, innan sömu tímamarka, í aðrar
deildir gegn greiðslu skrásetningar-
gjalds skv. reglum Háskóla Íslands.
Brynja B. Halldórsdóttir
brynja@mbl.is
Jarðskjálfti upp á 6,8 á Ritchters-
kvarða skók Papúa Nýju-Gíneu í
gær, aðeins degi eftir að skjálfti
upp á 6,7 gekk yfir nærliggjandi
svæði. Skjálftinn í gær átti upptök
sín á New Britain-eyjunni, um 106
kílómetra suðvestur af bænum Ko-
kopo, eftir því sem kemur fram í
Indian Times. Þá voru upptök
fyrri skjálftans um 131 kílómetra
suðvestur af bænum en hann er
ekki sagður hafa valdið neinu
meiriháttar tjóni.
New Britain er stærsta eyjan í
Mismarck-eyjaklasanum og er
austan við meginland Nýju-Gíneu.
Íbúar eru um 500 þúsund og jarð-
skjálftavirkni á eyjunni er mikil,
vegna núnings tveggja jarðskorpu-
fleka.
„Þetta er annar jarðskjálftinn
sem skekur eyjuna á tveimur dög-
um,“ sagði Daniel Jaksa hjá Ástr-
ölsku flóðavarnastofnuninni, í sam-
tali við AFP-fréttastofuna. „Sá
fyrri átti sér stað um tíu kílómetra
suðaustan við skjálftamiðju hins.
Seinni skjálftinn ætti að verða eins
og sá fyrri, það er að segja án
stórfelldra áhrifa.“
Jaksa sagði ekki algengt að
tveir skjálftar af svipaðri stærð
yrðu á svipuðum stað á innan við
sólarhring. Hann varaði einnig við
því að skjálftarnir gætu verið
fyrirskjálftar í aðdraganda stærri
skjálfta.
„Fullkomlega ófyrirsjáanlegt“
„Líkurnar á öðrum jarðskjálfta
á svæðinu aukast satt að segja
með svona atburðum en þetta er
eitt virkasta jarðskjálftasvæði
heims. Því miður er þetta full-
komlega ófyrirsjáanlegt. Vissulega
eru líkur á því að stærri skjálfti
komi í kjölfarið en oft á tíðum ger-
ist það ekki.“
Þá hafa engar viðvaranir vegna
flóðbylgja verið gefnar út, að sögn
Miðstöðvar flóðavarna á Kyrra-
hafi.
Jarðskjálftar eru mjög algengir
í Papúa Nýju-Gíneu, enda liggur
landið ofan á „Eldhringnum“ svo-
kallaða sem er virkt jarðskjálfta-
svæði í Kyrrahafi.
Til marks um mikla virkni á
svæðinu, er ekki lengra en mán-
uður síðan jarðskjálfri upp á 7,7 á
Richters-kvarða átti sér stað, um
50 kílómetra suðaustur af Kokopo.
AFP
Mikil skjálftavirkni Frumbyggjar New Britain skiptast í Papúa sem búið hafa á eyjunni í tugi árþúsunda og Ástró-
nesa, sem fluttu til hennar fyrir um tvö þúsund árum. Íbúar eyjunnar eru um 500 þúsund talsins í dag.
Gætu verið fyrir-
boðar um stærri
jarðskjálfta
Tveir skjálftar á nær sama svæði með
sólarhrings millibili í Papúa Nýju-Gíneu
SVIÐSLJÓS
Brynja B. Halldórsdóttir
brynja@mbl.is
Enn er ekki vitað um örlög um þús-
und ríkisborgara ESB-ríkjanna,
sem voru staddir í Nepal þegar
jarðskjálfti sem banaði yfir 6.000
manns fyrir viku, reið yfir landið.
Talið er að flestir þeirra hafi ver-
ið í fjallgöngu nærri Everest-fjalli
eða í hinum afskekktu Langtang-
fjöllum, að því er kemur fram í frétt
BBC-fréttastofunnar um málið.
Skjálftinn átti sér stað á þeim
tíma árs sem vinsælast er meðal
fjallgöngufólks að heimsækja land-
ið. Vitað er um dauða tólf ríkisborg-
ara ESB, enn sem komið er. Sumir
þeirra létust við grunnbúðir Eve-
rest-fjalls í snjóflóðum sem urðu
vegna jarðskjálftans.
Reuters-fréttarstofan greindi frá
því að margir bakpokaferðalangar
skrái sig ekki inni í landið hjá við-
komandi sendiráðum, sem geri erf-
iðara að finna þá.
Rensje Teerink, talsmaður ESB í
Nepal, sagði í viðtali við BBC: „Þau
eru horfin og við vitum ekki hver
staða þeirra er.“ Annar talsmaður
ESB sagði í viðtali við AFP-
fréttastofuna að líklegt væri að
flestir þeirra horfnu væru á lífi.
Gæti farið upp í 10.000
Nepal hefur óskað eftir aukinni
erlendri aðstoð og hefur einkum
þörf fyrir þyrlur og flugvélar. Nep-
ölsk yfirvöld segja að tölur yfir
látna gætu farið upp í tíu þúsund en
óvíst er um örlög nokkurra þúsunda
manna í fjallahéruðum landsins.
Nærri 14.000 manns slösuðust í
hörmungunum. Björgunar- og
áfallateymi hafa komið við á flest-
um áfallasvæðum en enn eru fjöl-
margir í brýnni neyð. Á sama tíma
keppast hermenn og sjálfboðaliðar
við að fjarlægja múrsteina í Kat-
mandú, í von um að finna fleiri á
lífi.
Bærinn Melamchi í Sindhupalc-
hok, norðaustur af Katmandú, mun
vera rústir einar og er að sögn
Rauða krossins á meðal þeirra
svæða sem hafa orðið hvað verst úti
vegna jarðskjálftans.
„Nær öll hús í þorpinu mínu eyði-
lögðust og tuttugu manns létu lífið,“
sagði Kumar Ghorasainee í samtali
við AFP-fréttastofuna. Þá greindi
33 ára enskukennari í nágrenninu
frá því að fjölskyldan hefði misst
allt búfé sitt.
AFP
Hörmungar Um 14.000 manns slösuðust í skjálftanum sem reið yfir Nepal.
Um 1.000 ESB-
borgarar horfnir
Flestir munu hafa verið í fjallgöngu