Morgunblaðið - 02.05.2015, Side 26

Morgunblaðið - 02.05.2015, Side 26
26 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. MAÍ 2015 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Þess erminnst umþessar mundir að fjörutíu ár eru liðin frá því að Saigon, höf- uðborg Suður- Víetnams, sem nú heitir Ho Chi Minh-borg til heiðurs hin- um fallna foringja komm- únista Norður-Víetnama, féll í hendur hersveita þeirra. Mörgum eru enn í fersku minni fréttamyndir frá sendi- ráði Bandaríkjanna, þar sem starfsfólk þess flýtti sér að komast um borð í þyrlu, sem myndi flytja fólkið í öruggt skjól. Á sama tíma voru mynd- irnar táknmynd fyrsta ósig- ursins sem risaveldið hafði beðið í styrjöld. Segja má að Víetnam- stríðið hafi læðst upp að Bandaríkjamönnum, sem hófu þátttöku sína á því að senda Suður-Víetnömum nokkra „hernaðarráðunauta“, sem síðar urðu fleiri og fleiri, þar til mikið af herstyrk Banda- ríkjanna var farið í að halda Suður-Víetnam úr klóm Norð- ur-Víetnama. Á sama tíma varð erfiðara og erfiðara að útskýra fyrir almenningi bæði í Bandaríkjunum og í Evrópu hvers vegna nauðsynlegt væri fyrir mesta herveldi heims að halda hlífiskildi yfir ríki, sem virtist ekki einu sinni njóta al- menns stuðnings meðal sinna eigin þegna. En jafnframt varð sífellt erfiðara fyrir Bandaríkin að snúa við og draga úr þátttöku sinni, þar sem í hugarfari kalda stríðsins varð hver ósig- ur Bandaríkjanna að sigri Sovétríkjanna, og fræg varð kenningin um að Suður- Víetnam yrði ein- göngu fyrsti „dómínó- kubburinn“, þannig að öll Suð- austur-Asía myndi verða kommúnismanum að bráð, ef Bandaríkin brygðust á ögur- stundu. Þó að óttinn við kommúnismann hafi verið rökréttur, þar sem engin leið var að vita á þessum tíma hvernig kalda stríðið færi, reyndist kenningin um dóm- ínó-kubbinn ekki rétt nema að litlu leyti. En eftir sátu Bandaríkjamenn með skömmina að hafa brugðist bandamanni sínum og skilið eftir í klóm norðursins með friðarsamningunum 1973. Fjörutíu árum síðar eru minningar stríðsins enn í fersku minni í Víetnam, enda máttu almennir borgarar beggja vegna víglínunnar þola ýmsar búsifjar. Þrjár milljónir Víetnama féllu, auk þess sem milljónir til viðbótar þjáðust af völdum stríðsins. Fjörutíu ár hafa ekki dugað þar, ekki frekar en í Banda- ríkjunum, til þess að græða þau sár sem Víetnamstríðið opnaði. Dómínó-kubburinn féll en hrakspárnar rættust ekki. Í mörgum ríkjum Asíu eru nú öflug lýðræðisríki sem standa vel efnahagslega. Í sam- anburði við þau hafa Víet- namar nú mátt þola stjórn kommúnista í fjörutíu ár með þeim fyrirsjáanlegu afleið- ingum að landið er enn í hópi fátækari ríkja heims. Það hlýtur að teljast með verri af- leiðingum hins misráðna stríðs. Fjörutíu ár eru frá lokum Víetnam- stríðsins, fyrsta ósigurs risaveldisins} Þegar „dómínó- kubburinn“ féll Borgarsjóðurvar rekinn með 2,8 milljarða króna halla á síð- asta ári, en fjár- hagsáætlun hafði gert ráð fyrir hálfs milljarðs hagnaði af rekstrinum. Þetta er niður- staðan þrátt fyrir að skatt- tekjur hækki á milli ára. Niðurstaða reksturs Reykjavíkurborgar er með öðrum orðum verulegt áhyggjuefni og augljóst að borgaryfirvöld verða að end- urskoða áherslur sínar við stjórn borgarinnar. Það hlýtur til að mynda að vera umhugsunarefni fyrir þá sem marka stefn- una að tekjur af sölu bygginga- réttar skuli hafa verið 1,2 millj- örðum króna und- ir áætlun. Borgin er í vanda. Þar er ekki hvatt til uppbyggingar og vaxtar en áhersla þess í stað á að þrengja að borg- urunum og þvælast fyrir þeim. Sú stefna hentar ekki lifandi borg þar sem kraftur ætti að vera í fyrirrúmi í stað þröngsýni og sérviskusjón- armiða. Afleiðingar þeirra sjónarmiða sjást nú æ víðar í borginni, jafnvel í ársreikn- ingnum. Stefna borgaryfir- valda endurspeglast nú í hallarekstri síðasta árs} Neikvæð afkoma Reykjavíkur S tundum er raunveruleikinn svo furðulegur að hann trompar ótrú- legustu bíómyndir. Tvö slík dæmi, sem tengjast beint og óbeint um- ræðunni um staðgöngumæðrun, hafa komið upp í hinum fjarlæga heimi fræga fólksins á síðustu misserum. Í öðru þeirra eru hin kólumbísk-ameríska leikkona Sofía Vergara, og fyrrverandi unnusti hennar, kaupsýslumaðurinn Nick Loeb, í aðal- hlutverkum. Þegar ástin var ný og allt lék í lyndi lét parið frysta fósturvísa, sem búnir voru til úr eggi Vegara og sæði Loeb. Ætlunin var að nota staðgöngumóður til að ganga með barnið eða börnin, en bæði undirrituðu samning sem m.a. fól í sér að fósturvísarnir yrðu ekki notaðir án samþykkis beggja. Tvær tilraunir misfórust og að lokum skildi leiðir, en nú hefur Loeb farið fram á að fá forræði yfir þeim tveimur fósturvísum sem eftir eru. Ber hann því við að samkvæmt trú hans hafi líf þegar orðið til og að vilji Vergara um að fósturvísarnir verði áfram á ís um ókomin ár, jafngildi því að drepa þá. Það er óþarfi að taka afstöðu til að skilja að hér er um að ræða dæmi um það hversu mörg álitamál geta komið upp þegar hugmyndin um barn er enn á frumstigi og aðferð- irnar til að láta það verða að veruleika eru orðnar jafn margar og raun ber vitni. Þau eru mýmörg og það er eng- um greiði gerður með því að taka ekki umræðuna, þó að hún geti vissulega vakið erfiðar spurningar. Hitt dæmið sem ratað hefur í slúðurblöðin vestanhafs er flóknara, en það snýr að sjónvarpskonunni Sherri Shepherd og fyrrverandi eiginmanni hennar, Lamar Sally. Þau ákváðu að eignast barn með því að nota gjafaegg, sæði Sally og staðgöngumóður. Þegar staðgöngumóðirin var komin sex mánuði á leið fór Shepherd fram á skilnað og vildi ekkert með barnið hafa. Upp- hófust þá málaferli sem lauk í síðustu viku, þegar dómari úrskurðaði að Shepherd væri sannarlega móðir barnsins og bæri á því fjár- hagslega ábyrgð. Allt virðist þetta farsakennt og ótrúlegt, en fyrrnefnd dæmi eru alls ekki fjarstæðukennd þótt viðkomandi persónur séu þekktar. Með einfaldri leit á netinu er hægt að finna fréttir og frásagnir af þeim mörgu erfiðu aðstæðum sem upp geta komið þegar allt að fimm ein- staklingar, og jafnvel fleiri, geta gert kröfu í barn, og þær kröfur þarf að meta út frá lögum, samn- ingum og tilfinningum. (Einstaklingarnir fimm eru þá tvö ætluð foreldri, tveir kynfrumugjafar og staðgöngumóðir.) Bandaríkin eru reynar vont dæmi, þar sem lög eru afar ólík milli ríkja og ekkert fjallað um málaflokkinn í alríkis- löggjöfinni. Og sem betur fer má ætla að erfið mál af þessu tagi séu undantekningar. En þegar hugmyndin um barn er ekki lengur bara hugmynd, heldur fullmótaður ein- staklingur, er velferð hans í húfi, og fleira er undir, eins og réttur kvenna til að velja. Því skulum við á Íslandi ætla okkur góðan tíma í umræðuna áður en við ákveðum nokk- uð. holmfridur@mbl.is Hólmfríður Gísladóttir Pistill Barneignir eru flókið mál STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen BAKSVIÐ Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is Aðeins 18 starfsdagar erueftir á Alþingi á þessu lög-gjafarþingi, þar af 12 þing-fundardagar. Samkvæmt starfsáætlun Alþingis er þingfrestun áætluð 29. maí nk. og eldhúsdags- umræður eiga að fara fram 27. maí. Starfsáætluninni hefur verið breytt og tveimur þingfundardögum bætt við 4. og 5. maí, á kostnað nefnda- funda sem vera áttu þá daga. Er fastanefndum ætlað að funda fyrir hádegi þá daga. Ríkisstjórnin og þingmenn bæði í meiri- og minnihluta ráðgera að koma mörgum þingmálum í gegn en síðdegis sl. fimmtudag var staðan sú, samkvæmt vef Alþingis, að búið var að samþykkja 47 mál sem lög frá þinginu, 54 biðu 1. umræðu, 79 mál voru í nefnd, 13 biðu 2. umræðu og fimm biðu 3. umræðu. Búið er að leggja fram um 200 frumvörp á Al- þingi í vetur, þar af um 130 frá ráð- herrum ríkisstjórnarinnar. Haftafrumvörp ráða miklu Óvissa er um hvenær boðuð frumvörp um afnám gjaldeyrishafta verða lögð fram og geta þinglokin ráðist töluvert af því. Erfið staða á vinnumarkaði, með boðuð verkföll tugþúsunda launþega í maí, gæti haft áhrif á það hvenær eða hvort frum- vörpin líta dagsins ljós. Komi þau fram skömmu fyrir þinglok er talið líklegt að þingstörf dragist. Þingflokksformenn stjórnar- flokkanna eru eftir sem áður bjart- sýnir á að þinginu takist að ljúka störfum fyrir maílok. Eftir þeirri áætlun sé unnið og ekkert farið að ræða enn möguleikana á sumarþingi. Ragnheiður Ríkharðsdóttir, for- maður þingflokks Sjálfstæðisflokks- ins, segir að með því að bæta við þingfundardögum í næstu viku hafi áætlunin verið að koma frumvörpum, sem biðu 1. umræðu, til umsagnar. „Vissulega er skammur tími til stefnu en það er eindregin ósk þing- forseta að starfsáætlunin haldi. Vinnuvikurnar í maí eru stuttar en það hefur komið upp áður að síðustu þingdagarnir séu annasamir. Það mun væntanlega ráðast af mikilvægi mála og samkomulagi meiri- og minnihluta, hvaða mál fara áfram,“ segir Ragnheiður. Hún nefnir ýmis stór og umdeild þingmál, eins og rammaáætlunina og makrílfrumvarpið, sem á eftir að af- greiða, einnig stjórnarráðsfrumvarp forsætisráðherra um staðsetningu stofnana. Þá nefnir Ragnheiður frumvarp fjármálaráðherra um op- inber fjármál og gerð fjárlaga. Þar hafi að vísu allir þingflokkar komið að málum og ætti því að klárast í sátt. „Frumvarp um afnám hafta er í smíðum og það mun ráðast af inni- haldinu og aðkomu stjórnarandstöð- unnar hvernig afgreiðslu það fær. Við erum sammála um að því máli verður að ljúka með einum eða öðr- um hætti. Það hefur tekið langan tíma að komast út úr höftunum,“ seg- ir hún. Varðandi möguleika á sum- arþingi bendir Ragnheiður á fyr- irhuguð hátíðarhöld um miðjan júní í tilefni af 100 ára afmæli kosning- arréttar kvenna. Bjartsýn á þinglok „Ef þingstörfin ganga áfram eins vel og þau gera núna þá er ég bjartsýn á að okkur takist að klára þetta,“ segir Þórunn Egilsdóttir, for- maður þingflokks Framsóknar- flokksins. Spurð hvort til greina komi að fjölga starfsdögum í maí með vinnu á laugardögum segir Þórunn það ekki hafa verið rætt. Hún segir mesta áherslu vera lagða á að koma í gegn helstu málum ríkisstjórnarinnar, eins og sjávarútvegsfrumvörpum, rammaáætlun, húsnæðismálum og fjármálum ríkisins. „Það er ekki komin dagsetning en fer að styttast í þetta,“ segir Þórunn, spurð hvenær frum- vörp um afnám haft- anna koma fram. Óljóst hvort Alþingi heldur starfsáætlun Morgunblaðið/Ómar Austurvöllur Nái starfsáætlun Alþingis fram að ganga fara þingmenn í sumarfrí föstudaginn 29. maí. Óvissa er um hvort sú áætlun stenst. „Ég leyfi mér nú bara að vitna til skáldsins, Einars Benedikts- sonar, að vilji er allt sem þarf,“ segir Einar K. Guðfinnsson, for- seti Alþingis, spurður hvort það takist að ljúka þingstörfum á til- settum tíma. „Ég er maður bjartsýninnar og trúi því að okk- ur sé unnt að ljúka þinginu á áætluðum tíma. Ég leyni því ekk- ert að það gæti orðið snúið en það er bara ekki komið að því að átta sig á hvernig það mun ganga. Þingstörfin undanfarna daga og vikur hafa gengið vel og miklar og málefnalegar umræð- ur farið fram um ýmis mál,“ seg- ir hann. Ýmsum stórum stjórnarfrum- vörpum er ólokið og nefnir Einar sem dæmi sjávarútvegs- frumvörpin og rammaáætlunina. Hann telur samt sem áður að hægt sé að ljúka málunum, sé vilji til þess. „Við höf- um oft séð það áður að mörg mál hafa verið af- greidd á skömmum tíma á síðustu dögum þings- ins.“ Hvenær vænta megi frumvarpa um afnám gjaldeyris- hafta segist Einar ekki hafa vitn- eskju um það. Vilji er allt sem þarf FORSETI ALÞINGIS Einar K. Guðfinnsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.