Morgunblaðið - 21.05.2015, Blaðsíða 1
F I M M T U D A G U R 2 1. M A Í 2 0 1 5
Stofnað 1913 118. tölublað 103. árgangur
MAROKKÓBÚINN
UPPGÖTVAÐI ÍSLAND Í
GEGNUM TÓNLIST
TÆKIFÆRIN
ERU Á
ÍSLANDI
NÝ PLATA MARKAR
ENDALOK OG UPP-
HAF HJÁ HELGA
VIÐSKIPTAMOGGINN FJÓRÐA PLATAN 30Í SAUÐBURÐI 10
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Forystumenn VR, Eflingar og BHM segja að ekki
verði lengra haldið í kjaraviðræðunum nema að
Samtök atvinnulífsins og ríkið setji hugmyndir um
breytt fyrirkomulag vinnutíma og launa til hliðar.
Sigurður Bessason, formaður Eflingar, segir að
vegna áherslu Samtaka atvinnulífsins á að ræða
vinnutíma en ekki launakröfur séu menn „komnir
upp að vegg í viðræðunum“. Ólafía B. Rafnsdóttir,
formaður VR, segir að ef hugmyndir SA um
breytta skilgreiningu á vinnutíma og launum séu
teknar af dagskrá „sé vel hægt að ná samningum“.
Páll Halldórsson, formaður BHM, segir hug-
myndir samninganefndar ríkisins um breyttan
vinnutíma svo óljósar að ekki sé hægt að ræða um
tilboð. Ekki náðist í Þorstein Víglundsson, fram-
kvæmdastjóra SA, vegna málsins.
Eftir helgina hefst ný lota verkfalla sem gæti
náð hámarki með allsherjarverkföllum 6. júní.
Styttist í verkfall á Keflavíkurflugvelli
Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair,
segir óljóst hvaða áhrif verkfall starfsfólks við
flugafgreiðslu 31. maí og 1. júní muni hafa á starf-
semi Icelandair. Um sé að ræða fólk sem starfar
við innritun farþega og þjónustu við flugvélar.
Samkvæmt heimildum blaðsins úr fluggeiran-
um ber að horfa til þess að yfirmenn, þ.m.t. verk-
stjórar, hafi áður gengið í störf þeirra sem fara í
verkfall við flugafgreiðslu. Því sé ekki öruggt að
verkfallið hafi mikil áhrif á flug, að því gefnu að
verkföllin verði skammvinn. Benda má á að um-
ferð um völlinn hefur stóraukist og er Icelandair
með 60 til 70 brottfarir á dag þegar mest lætur.
„Komnir upp að vegg“
Forystumenn VR, Eflingar og BHM segja kjaraviðræðurnar í sjálfheldu
Setja þurfi hugmyndir um breyttan vinnutíma á ís og einblína á taxtahækkanir
MKjaraviðræður á krossgötum »6
Stjórn Bændasamtaka Íslands
klofnaði í afstöðunni til aðferða við
innflutning holdanautasæðis frá
Noregi. Í frumvarpinu er opnað á
þann möguleika að nota innflutt
holdanautasæði fyrir kýr á sérvöld-
um búum og selja gripina þaðan
þegar héraðsdýralæknir heimilar.
Þetta fyrirkomulag styður stjórn
Landssambands kúabænda og kúa-
bændur í stjórn BÍ. Meirihluti
stjórnar BÍ styður hins vegar til-
lögur um að nota sæðið á sérstakri
sóttvarnarstöð. »18
Klofna um innflutn-
ing holdanautasæðis
Vasklega var gengið til verks í Fógetagarðinum í gær. Þar voru að störfum
starfsmenn Reykjavíkurborgar í ýmsum vorverkum, enda að mörgu að
hyggja í umhirðu garða eftir napran og snjóþungan veturinn. Gulur og
sumarlegur vinnufatnaðurinn er vonandi boðberi sólskins og yls í sumar.
Í dag er gert ráð fyrir suðlægri átt, 5-13 m/s og vætu, en að mestu verð-
ur þurrt norðaustanlands. Hiti verður 6-13 stig, hlýjast á Norðurlandi.
Garðvinna í sólskinsgulum göllum
Morgunblaðið/Golli
Fógetagarðurinn fegraður og snyrtur fyrir sumarið
Eignasafn
Seðlabanka Ís-
lands, sem á mik-
illa hagsmuna að
gæta í fimm slita-
búum fallinna
fjármálafyr-
irtækja, telur
koma til álita að
gjaldþrotaleið
verði valin við uppgjör þeirra. Ræð-
ur þar mestu að meðan á slita-
meðferð stendur er ekki unnt að
greiða inn á kröfur, jafnvel þó að bú-
in hafi nú þegar innheimt stærstan
hluta útistandandi krafna sinna.
Heimildir Morgunblaðsins herma að
slitastjórnirnar vilji kanna fýsileika
þessarar leiðar. Þó mun bindandi
álit Ríkisskattstjóra, sem nú hefur
verið dregið til baka, hafa valdið
nokkru bakslagi í þreifingum í átt að
uppgjöri. Nú bíða stjórnirnar eftir
nýju áliti og niðurstaða þess mun
ráða miklu um hvort gjald-
þrotaleiðin verður fyrir valinu.
Slitabú opin fyrir
gjaldþrotaleiðinni
Bandaríska
flugfélagið Delta
Air Lines hefur
frá árinu 2011,
þegar það fór
fyrst að fljúga til
Íslands yfir sum-
arið, aukið sæta-
framboð sitt um
170%. Núna eru
farnar sjö ferðir í
viku auk þess
sem ferðatímabilið hefur lengst úr
15 í 21 viku. Fyrsta ferðin þetta
sumarið var farin í byrjun mán-
aðarins en félagið mun notast við
stærri vélar í Íslandsflugið en áður.
Markaðsstjóri Delta segir viðtökur
Íslendinga hafa verið góðar. »14
Delta fjölgar ferðum
og lengir tímabilið
Delta flýgur til Ís-
lands á sumrin.
Sálfræðingur og félagsráðgjafi, sem starfa
hjá sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu
við sáttamiðlun m.a. milli fólks sem stendur í
skilnaði, hafa ekki getað byrjað á nýjum mál-
um frá því að verkfall lögfræðinga hófst.
Nokkur fyrirtæki innan Félags atvinnurek-
enda hafa beðið Matvælastofnun að sinna
þeirri skyldu sinni að votta innfluttar búvörur
sem bíða nú tollafgreiðslu. Þær hafa ekki ver-
ið afgreiddar vegna verkfalls dýralækna.
Kemur niður á sátta-
gjörð og innflutningi
MARGVÍSLEG ÁHRIF VERKFALLANNA