Morgunblaðið - 21.05.2015, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 21.05.2015, Blaðsíða 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. MAÍ 2015 ✝ Kristín Stef-ánsdóttir fæddist í Reykjavík 27. maí 1945. Hún lést á Landspít- alanum, Hring- braut, 11. maí 2015. Foreldrar henn- ar voru Unnur Sig- urðardóttir, f. 24.10. 1920, d. 6.11. 2004, og Stefán H. Jónsson, f. 19.2. 1918, d. 5.4. 2011. Bróðir Kristínar er Sig- urjón Stefánsson, f. 29.10. 1950, kvæntur Hjördísi Önnu Hall, f. 14.9. 1950. Hálfsystkini Krist- ínar eru Haraldur Stefánsson og Sigríður Stefánsdóttir. Hinn 24. maí 1969 giftist Kristín Val Oddssyni, f. 27.7. Að loknu grunnskólanámi vann hún skrifstofustörf hjá Trygg- ingastofnun ríkisins og síðar hjá Sláturfélagi Suðurlands. Ár- ið 1969 hófu Kristín og Valur búskap í Vestmannaeyjum. Í Vestmanneyjagosinu árið 1973 fór heimili þeirra undir hraun og í framhaldinu flutti fjöl- skyldan í Mosfellsbæ. Kristín vann alla tíð síðan í Mosfellsbæ. Hún vann á skrifstofu Álafoss og hjá Markaðskjúklingi. Árið 1989 hóf hún störf hjá útibúi Búnaðarbanka Íslands í Mos- fellsbæ (nú Arion banka) þar sem hún starfaði þar til hún fór á eftirlaun um áramótin 2010- 2011. Útför Kristínar fer fram frá Grafarvogskirkju í dag, 21. maí 2015, klukkan 13. 1942. Foreldrar hans voru Magnea Lovísa Magn- úsdóttir, f. 12.8. 1914, d. 22.6. 1991, og Oddur Sigurðs- son, f. 25.5. 1911, d. 19.11. 1979. Dætur Kristínar og Vals eru 1. Ingibjörg, f. 16.2. 1970, gift Þor- steini Hallgríms- syni, f. 13.9. 1969. Börn þeirra eru Kristín María, f. 21.6. 1998, og Valur, f. 1.7. 2001. 2. Ásdís, f. 18.10. 1976, sambýlismaður hennar er Úlfar Þorgeirsson, f. 11.3. 1972. Þeirra börn eru Ragna Sif, f. 19.3. 2004, Saga, f. 7.1. 2007, og Egill Orri, f. 25.11. 2013. Kristín ólst upp í Reykjavík. Elsku amma. Orð fá því ekki lýst hvað ég er þakklát fyrir að hafa átt þig að, ég hefði ekki getað beðið um betri vinkonu og ömmu. Við höfum allt- af verið nánar enda vorum við mikið saman, gátum talað saman um allt og ekkert, bara það að vera með þér var það allra besta. Við hlógum oft að því þegar ég settist í fangið á þér og var orðin alltof stór, mér var alveg sama. Ég vildi bara fá að vera hjá þér. Kvöldin voru óteljandi þar sem við horfðum á James Bond, ég fékk popp og sleikjó og við send- um afa fram í gestaherbergi til að ég gæti sofið uppí hjá þér. Þessi „ömmukvöld“ og bæjarferðir verð ég ævinlega þakklát fyrir, að ógleymdum sumarbústaðarferð- unum með ykkur afa. Minning- arnar eru mér svo dýrmætar. Þú barðist eins og hetja, varst klettur fyrir okkur öll og hugs- aðir alltaf fyrst og fremst um aðra og það sýndi sig alveg fram á síðustu stundu. Baráttan þín var ótrúleg, einkenndist af þraut- seigju og hugrekki. Ég á aldrei eftir að gleyma því þegar þú varst sem veikust í vor og sagðist ekki vera hætt að berjast og ekki vera tilbúin að fara frá okkur. Ég kemst ekki hjá því að hugsa hvað ég gæfi fyrir að geta bara einu sinni enn heyrt röddina þína, haldið í höndina á þér og knúsað þig. Söknuðurinn er ólýsanlegur. Ég veit að þú myndir núna þurrka tárin mín og segja „ekki gráta, rúsínurassinn hennar ömmu, þetta verður allt í lagi“. Þú hefðir rétt fyrir þér, eins og við vitum öll, amma veit best. Ég er svo stolt af því að bera nafnið þitt, elsku blíða, umhyggjusama, yndislega kona. Fallegri sál hef ég ekki kynnst. Takk fyrir allt, fyrir að vera besta vinkona mín, og besta amma og fyrirmynd sem ég hefði getað óskað mér. Ég veit þú vakir yfir okkur og verður allt- af í hjarta mínu. Minning þín er ljós sem lifir. Hvíldu í friði, elsku engillinn minn. Kristín María Þorsteinsdóttir. Hún amma var svo skemmti- leg, hlý og góð og hugsaði alltaf um aðra. Hún var líka fyndin og það var góð ömmulykt af henni. Amma hafði alltaf nógan tíma. Hún púslaði með okkur, átti blöð og liti og bar á okkur krem þegar við vorum búin í sturtu. Amma passaði vel upp á okkur og vildi ekki að við færum illa klædd út. Hún passaði að allir fengju jafnt af öllu. Hún og afi gáfu okkur allt- af kex og sleikjó. Amma knúsaði okkur og kyssti og var svo stolt af okkur þegar við stóðum okkur vel í einhverju. Amma vildi að okkur gengi vel og að við værum hamingjusöm. Þau gáfu okkur öllum bók þegar við kláruðum fyrsta bekk. Þegar við gistum þá var eins og við værum á ömmu- og afahót- eli. Við fengum nammi og fengum að horfa lengi. Sá sem var elstur mátti skipta namminu. Við horfð- um oft á James Bond-myndir með ömmu því hún átti mikið af þeim. Svo fengum við að sofa uppi í rúmi hjá ömmu og afi svaf í for- stofuherberginu. Á morgnana fengum við alltaf rosagott brauð sem afi keypti í bakaríinu. Við ætlum að halda áfram að fá gisti- partý hjá afa. Það var æðislega gaman að fara með ömmu og afa í sumarbú- stað. Þá gerðum við stundum eitthvað óvenjulegt, eins og að tjalda í garðinum og fara í dýra- garðinn. Við fengum líka alltaf gott að borða hjá þeim. Amma bjó til góðan mat og afi er svo góður að baka. Amma var líka mjög flink að taka slátur og þá fengum við að vera með. Við vorkenndum ömmu yfir þegar hún varð veik og þurfti að vera á spítala og afa vegna þess að hann var oft einn. Amma var líka besta vinkona hans. Við ætlum að passa afa, bjóða honum í heimsókn, í mat og fara með honum í golf. Svo förum við vonandi með afa í sumarbústað. Takk fyrir allt, elsku amma. Sjáumst síðar. Valur, Ragna Sif, Saga og Egill Orri. Í dag kveðjum við elskulega vinkonu okkar til margra ára, hana Kiddý eins og hún var oftast kölluð. Það var fyrir um 50 árum að við stofnuðum 12 yngismeyjar saman saumaklúbb, allar þekkt- umst við vel, nokkrar voru saman í barnaskóla og Réttarholtsskóla. Kiddý fór í Hagaskóla og lauk þaðan verslunarprófi. Að loknu námi vann hún við skrifstofu- störf, meðal annars hjá Slátur- félagi Suðurlands og Álafossi og fleirum. Kiddý hóf svo starf hjá Búnaðarbanka Íslands sem varð svo Kaupþing banki og síðast Ar- ion banki, Kiddý var mjög góður starfskraftur sem ávann sér traust samstarfsmanna sinna og viðskiptamanna bankans. Kiddý og Valur hófu búskap í Vestmannaeyjum, enda var Val- ur ættaður þaðan. Þau fluttu svo í Arnartanga í Mosfellsbæ eftir eldgosið í Eyjum, síðan byggðu þau sér fallegt hús að Svöluhöfða 22 í Mosfellsbæ. Kiddý hafði mikla ánægju af garðrækt, enda valdi hún plönturnar af mikilli kostgæfni í garðinn sinn. Kiddý var mikil fjölskyldumanneskja og talaði hún oft með miklu stolti um dætur sínar, tengdasyni og barnabörn. Við vinkonurnar höfum brallað ýmislegt saman á þessum 50 ár- um, meðal annars stofnuðum við ferðaklúbb ásamt mökum okkar og fórum við í margar skemmti- legar ferðir til annarra landa, meðal annars til Ísraels, Barce- lona, Tenerife og fleiri staða og eigum við yndislegar minningar frá öllum þessum ferðum. Í tilefni af 70 ára afmælum okkar vin- kvennanna vorum við búnar að panta okkur ferð í september n.k., með skemmtiferðaskipi í Miðjarðarhafið, Kiddý var mjög spennt eins og við öll. Það var því okkur öllum mikið áfall þegar Kiddý okkar greindist aftur með krabbamein á síðasta ári, en hún hafði fengið krabbamein fyrir 12 árum en náð sér ágætlega eftir það, við tóku erfiðar lyfjameð- ferðir, en aldrei heyrðum við hana kvarta. Það er því ljóst að við förum í siglinguna án Kiddýar okkar, en henni var ætluð önnur ferð sem við förum svo öll í að lok- um . Við kveðjum elskulega vin- konu okkar með miklum söknuði, og sendum eiginmanni hennar, dætrum, tengdasonum, barna- börnum og öðrum ættingjum, einlægar samúðarkveðjur. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (Vald. Briem) Dagmar, Elín Erla, Guðrún, Hallfríður, Helga, Ingunn, Karen og Unnur. Í dag kveðjum við kæra vin- konu og fyrrverandi sam- starfskonu.Við erum búnar að fylgjast með baráttu hennar við veikindi, sem greindust fyrir réttu ári síðan.Hún hafði þurft að takast á við þennan vágest fyrir allmörgum árum og hafði betur þá, en nú varð hún að lúta í lægra haldi. Jafnaðargeðið og kjarkur- inn sem hún sýndi var aðdáun- arverður, það var ekki til í hennar huga að gefast upp og aldrei kvartaði hún. Hún hvatti til þess að lifa lífinu á meðan heilsa og geta leyfði. Alltaf gladdist hún þegar við vinkonurnar tilkynnt- um eitthvert ferðalag og sagði, „svona á að hafa þetta, þið vitið ekki hvað þið hafið heilsuna lengi“. Hún öfundaði aldrei nokk- urn mann og gladdist með vinum sínum. Hún tók veikindi sín eins og verkefni sem þurfti að leysa. Kristín var góður og traustur fé- lagi og gott að vinna með henni. Kímnigáfa hennar og orðheppni gladdi okkur oft og hún hélt því alveg fram á síðasta dag. Henni þótti afar vænt um fjöl- skylduna sína og barnabörnin voru hennar stolt og gleði. Hún var svo heppin að dæturnar bjuggu í nágrenninu og ef maður kíkti í heimsókn var oftar en ekki eitthvert barnabarnanna hjá henni. Fjölskyldan hefur staðið eins og klettur við hlið hennar í veikindunum og sérstaklega er aðdáunarvert hvað unglingarnir hennar sýndu mikið æðruleysi. Hryggðar hrærist strengur hröð er liðin vaka ekki lifir lengur ljós á þínum stjaka. Skarð er fyrir skildi skyggir veröldina eftir harða hildi horfin ertu vina. Klukkur tímans tifa telja ævistundir ætíð lengi lifa ljúfir vinafundir. Drottinn veg þér vísi vel þig ætíð geymi ljósið bjart þér lýsi leið í nýjum heimi. (Hákon Aðalsteinsson.) Við þökkum fyrir þennan tíma sem við fengum að deila með Kristínu og biðjum góðan Guð að styrkja fjölskyldu hennar á erfiðum tíma. Guðrún Guðbjörnsdóttir, Jóhanna Kr. Sigurðardóttir. Kristín Stefánsdóttir ✝ Steinar Steins-son, tæknifræð- ingur, fæddist í Reykjavík 14. októ- ber 1926. Hann lést á Landspítala – há- skólasjúkrahúsi 16. maí 2015. Foreldrar hans voru Jóhann Torfi Steinsson, f. 6.6. 1887 í Neðra- Hvammi í Dýra- firði, d. 11.11. 1966, og Esther Judith Löfstedt Steinsson, f. 23.6. 1898 í Rönne á Borgundarhólmi, d. 24.4. 1972. Foreldrar Jóhanns voru Steinn Kristjánsson, bóndi í Neðri-Hvammi í Dýrafirði og Helga Jónsdóttir. Foreldrar Est- herar voru Aage Löfstedt og Matthilda Guðmundsdóttir. Systkini Steinars voru sjö. Al- systkin, Örn, f. 26.5. 1921, d. 1.3. 2009. Inger Steinunn, f. 8.4. 1924, d. 25.4. 1936. Aage, f. 14.10. 1926, Helgi, f. 27.12. 1928, d. 4.8. 2000. Haukur, f. 27.9. 1933, d. 16.3. 2013. Harry, f. 27.9. 1933, d. 17.1. 2003 og hálfsystir, Ólafía Jó- hannsdóttir, f. 1.3. 1915, d. 20.9. 1998, af fyrra hjónabandi Jó- hanns. Móðir hennar var Ólafía Hólm Ólafsdóttir, f. 29.3. 1888, d. 3.3. 1915. Steinar kvæntist eftirlifandi konu sinni, Guðbjörgu Jóns- dóttur, f. 15.5. 1924, hinn 2. júní 1948. Foreldrar hennar voru Jón Valdimarsson, f. 4.5. 1891, d. arverksmiðja ríkisins á Rauf- arhöfn 1957-64 og meðeigandi í söltunarstöðinni Björgu. Stjórn- arformaður Vélsmiðjunnar Norma 1965-77. Kennari við Iðn- skóla Hafnarfjarðar 1958-74 og skólameistari þess skóla 1974-94. Kynnti sér iðnnám í Englandi ár- in 1994-95. Hann var um skeið formaður fræðslunefnda í plötu- og ketilsmíði, blikk- og eldsmíði og málmsteypu. Sat í samstarfs- hópi véltækniiðnaðar á Norð- urlöndunum um fræðslu- og iðnþróunarmál 1975-87. Á þeim tíma samdi hann og þýddi náms- efni fyrir málmiðnaðarmenn. Sat um árabil í skólanefnd Kópavogs og í skólanefnd Tækniskóla Ís- lands. Var mörg ár í Iðn- fræðsluráði og í vatnsveitu- og hitaveitunefndum Kópavogs. Formaður Tæknifræðingafélags Íslands í þrjú ár og formaður í Lífeyrissjóði þess. Sat í stjórn Meistarafélags járniðn- aðarmanna og í varastjórn Land- sambands iðnaðarmanna og í ýmsum nefndum þess. Hann var félagi í Rótarý- klúbbi Hafnarfjarðar í þrjá ára- tugi og gegndi ýmsum trún- aðarstörfum fyrir klúbbinn. Eft- ir formleg starfslok stofnaði Steinar fyrirtækið Steinco sem vann að hönnun, þróun og fram- leiðslu vélbúnaðar til að flokka og flytja lifandi fisk og fiskseiði. Nokkur íslensk fyrirtæki fram- leiða vélar byggðar á hönnun Steinco. Útför hans fer fram frá Kópa- vogskirkju í dag, 21. maí 2015, og hefst hún klukkan 11. 11.9. 1946, og Her- dís Kristín Péturs- dóttir, f. 18.12. 1892, d. 4.2. 1946. Börn þeirra eru 1) Þór, f. 27.10. 1948, kona hans er Aníta Knútsdóttir, f. 2.1. 1949, þau eiga tvö börn og þrjú barna- börn; Sonja Steins- son, f. 7.6. 1976, og Stefán Þór, f. 22.10. 1980; 2) Margrét, f. 23.7. 1950, maður hennar er Kristján Sig- urður Kristjánsson, f. 24.3. 1950, þau eiga tvær dætur og sex barnabörn; Gréta Björk, f. 5.2. 1973, og Þórdís Heiða, f. 22.10. 1974; 3) Erla Björk, f. 2.11. 1955, maður hennar er Björn Jakob Tryggvason, f. 7.9. 1955, þau eiga þrjá syni og átta barnabörn; Steinar, f. 31.3. 1979, Halldór, f. 30.3. 1981 og Guðberg, f. 25.5. 1984. Steinar lauk námi frá Ingi- marsskóla 1941, vélvirkjanámi 1946, vélstjóraprófi 1948, tækni- fræðinámi frá Odense Mask- inbygnings Teknikum 1951 og námi frá Driftorganistorisk Læ- reanstalt 1952. Hann vann hjá Fredrikshavns Værft og Flyde- dok 1952-53 og kenndi við Fre- drikshavns Maskinistskole. Vann á teiknistofu Vélsmiðjunnar Héðins hf. og kenndi við Vél- skóla Íslands 1954-56. Steinar var framkvæmdastjóri Síld- Minningar fljúga gegnum hug- ann þegar komið er að kveðju- stund eftir nærri sjö áratuga sam- ferð. Fyrir nokkrum vikum fögnuðum við nýjum einstaklingi í fjölskyldu okkar við skírn barna- barns míns, Snævars Þórs, og þú varst að undirbúa prófanir á nýj- ustu hugmynd þinni um flokkun eldisbleikju. Hugurinn reikar til bernsku minnar þegar þið mamma reistuð ykkur hús á Kársnesinu í Kópa- voginum. Ég tíndi smásteina og setti í steypuna í húsinu og fannst það vera mikið magn en var í raun brotabrot af því sem þurfti. Húsið varð að kastala fjölskyldu þinnar. Þar bjugguð þið mamma til gott umhverfi fyrir okkur systkinin. Úr kastalanum voru gerðir margir leiðangrar. Fyrstu árin lágu þeir oft til Raufarhafnar og Melrakkasléttu. Þar var farið í berjamó síðsumars, rennt fyrir sil- ung í vötnum, jafnvel reynt við lax í ám. Ég fór í sveit á stórbúinu Leirhöfn. Tók þátt í sauðburði að vori, heyskap að sumri, göngum og slátrun að hausti. Einnig gafst tækifæri til að vinna í síld, bæði við söltun og í síldarmjölsverksmiðju SR sem þú stýrðir. Á þessum árum var „síldarævintýri“ við strendur Íslands en það leið smátt og smátt undir lok og þá sást þú nauðsyn þess að flokka síld til að ná sem mestum hluta aflans í söltun. Þar með hófst enn einn leiðang- ur þinn með stofnun vélsmiðjunnar Norma sem framleiddi flokkara fyrir síld eftir þinni hönnun. Ég fékk tækifæri til að vinna þar, í skólafríum úr Menntaskólanum í Reykjavík, við margvísleg smiðju- störf. Börnin þín komust á unglingsár og fóru í sína eigin leiðangra. Ég til borgarinnar við sundin, Kaup- mannahöfn. Lauk þar námi og stofnaði mína eigin fjölskyldu. En reglulega lá leiðin heim í kastalann ykkar mömmu. Þar bjugguð þið mamma barnabörnum ykkar mik- inn ævintýraheim. Frændsystkin- in nutu þess að gista, hlusta á afa- sögur, njóta veitinga ömmu, fara í bíltúra o.fl. Einnig jólaböll fyrir stórfjölskyldu. Iðulega voru þar nokkrir tugir barna. Bílskúrinn við kastalann breytt- ist smátt og smátt í hönnunar- stofu. Mamma slípaði steina og saman bjuggu þið til fjölda verka sem vekja aðdáun þeirra sem sjá. Verk þar sem saman er fléttað færni í málmsuðu og auga fyrir að breyta steini í fagurlega slípað meistaraverk. Smátt og smátt breyttist bílskúrinn í verkstæði þar sem þú smíðaðir frumgerðir af flokkurum fyrir fisk og fiskseiði. Enn einn leiðangurinn var hafinn sem stóð allt til æviloka. Enn á ný fékk ég tækifæri til að vera fót- gönguliði í leiðangrinum, en nú höfðu bæst í hópinn barnabörn og mágar mínir. Saman var haldið í víking á vörusýningar í Danmörku og Noregi en flestar minningar tengjast ferðum innanlands í eld- isstöðvar að setja upp tækjabúnað og kynnast þörfum fiskeldis fyrir tækjabúnað. Aldrei gleymdist þó að efla sam- heldni stækkandi stórfjölskyldu sem í dag telur yfir 30 einstak- linga. Fjölmörg tækifæri voru nýtt til að safna henni saman í kastalan- um ykkar mömmu. Margvíslegir leikir fyrir unga sem aldna voru iðulega miðja slíkra samkvæma. Á ný er hafinn leiðangur úr kastalanum á nýjar slóðir. Þinn sonur Þór. Í dag verður kvaddur fyrirrenn- ari minn, velgjörðarmaður, sam- starfsmaður og vinur til nærri 55 ára, Steinar Steinsson, fyrrver- andi skólameistari Iðnskólans í Hafnarfirði. Ég kynntist Steinari fyrst er ég hóf nám við Iðnskólann í Hafnar- firði haustið 1960. Steinar var minn helsti kennari næstu þrjú ár- in og þegar ég hugði á frekara nám að loknu sveinsprófi hvatti hann mig eindregið til að fara í sama skóla og hann hafði verið í, Odense Maskinteknikum í Danmörku. Sigurgeir Guðmundsson, sem þá var skólastjóri Iðnskólans, taldi að ég væri helst til ungur og óreynd- ur til þess að fara utan í nám. Steinar sagði hinsvegar „leyfðu stráknum að spreyta sig“ og hjálp- aði mér að sækja um skólavist sem síðar gekk eftir. Eftir að ég kem heim frá Dan- mörku hófst samstarf okkar á því að Steinar fékk mig til að leysa sig af í kennslu haustið 1967 á meðan hann færi eina veiðiferð með síld- arbáti til þess að prófa síldarflokk- unarvél sem hann hafði hannað. Þarna fékk ég forsmekkinn af því að kenna og var ég í framhaldinu ráðinn stundakennari við Iðnskól- ann árið 1973 og tveimur árum seinna varð ég fastur kennari við skólann. Þar með hófst mjög náið sam- starf okkar Steinars sem stóð allt þar til Steinar lét af störfum árið 1994. Á þessum tíma kynntist ég þrotlausri baráttu Steinars fyrir eflingu iðnnáms og þá sérstaklega málmiðnaðarins. Helsta einkenni Steinars var þó að hann var upp- finningamaður. Hann var stöðugt að þróa nýjar námsbrautir og finna leiðir til að efla starfsemi Iðnskól- ans. Þá vann hann að hönnun og þróun nýrra véla til nota í sjávar- útvegi og fiskeldi. Hélt hann því starfi áfram heima í bílskúr eftir að hann fór á eftirlaun og allt til hinstu stundar. Steinar lét mjög að sér kveða í menntamálum og starfaði í mörgum nefndum og ráðum því tengdu. Þá ritaði hann oft greinar í Morgun- blaðið til að vekja athygli á því sem honum þótti að betur mætti fara. Ég vil þakka Steinari fyrir alla vinsemd sem hann og Guðbjörg hafa sýnt okkur hjónum í gegnum árin og þakka heimboð og góðar stundir á liðnum áratugum. Við Pálína sendum Guðbjörgu og börn- um þeirra okkar innilegust samúð- arkveðjur. Ég bið Guð að blessa minningu Steinars Steinsonar. Jóhannes Einarsson Steinar Steinsson  Fleiri minningargreinar um Steinar Steinsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.