Morgunblaðið - 21.05.2015, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 21.05.2015, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. MAÍ 2015 Náttúruparadís sem á ekki sinn líka KOSTA RÍKA Ferðaskrifstofan hefur nú hannað í samvinnu við heimamenn sérstaka ferð sem samanstendur af upplifun af náttúru landsins og dýralífi þess. Auk þess munum við kynnast fólkinu sjálfu sem landið byggir. Ferðin er ætluð brosandi og lifandi fólki sem vill upplifa ævintýri í ótrúlegu umhverfi. 5.-19. september 2015 Verð kr. 565.940 á mann í tveggja manna herbergi Innifalið í verði: Flug, skattar, hotel, allar ferðir, islenskur fararstjóri og aðgangur þar sem við á Sími 588 8900 transatlantic.is Látúnsbarkinn hét viðurkenn-ing, sem eitt sinn var veitt. Nú mætti ætla að hafin væri barátta um digurbarkann.    Í ályktunstétt- arfélagsins Framsýnar í vikunni segir að það sé „með ólíkindum að Samtök atvinnulífsins vilji viðhalda fátækt í landinu“.    Miðstjórn Alþýðusambands Ís-lands gagnrýnir SA sömu- leiðis fyrir að neita að ræða kröfu- gerð verkalýðshreyfingarinnar í þeirri erfiðu kjaradeilu sem nú er uppi: „Afneitun af þessu tagi ber vott um takmörkuð veruleikatengsl og herðir aðeins hnútinn sem að þarf að leysa.“    Raunin er að málsvarar launa-fólks hafa riðið á vaðið þegar svo ber við að öll markmið sem sett voru í samningunum, 2013 hafa staðist og horfur í efnahagsmálum eru bjartari en um langt skeið, með það að markmiði að gera það allt að engu.    Í raun væri nær að spyrja forustuFramsýnar hvort hennar mark- mið sé að viðhalda fátækt í landinu. Kjarabaráttan núna snýst nefnilega ekki fyrst og fremst um lægstu launin, en verði gengið að kröfum stéttarfélaganna munu þeir, sem lægstu launin hafa, verða verst úti.    Sömuleiðis mætti spyrja hvortmiðstjórn ASÍ hafi misst öll tengsl við veruleikann með því að fara fram með þeim hætti, sem gert er.    Greint verður frá því síðar hverhlýtur digurbarkann í ár. Baráttan um digurbarkann STAKSTEINAR Veður víða um heim 20.5., kl. 18.00 Reykjavík 7 skýjað Bolungarvík 5 skýjað Akureyri 10 skýjað Nuuk -1 snjóél Þórshöfn 8 skúrir Ósló 12 heiðskírt Kaupmannahöfn 13 léttskýjað Stokkhólmur 13 heiðskírt Helsinki 13 heiðskírt Lúxemborg 12 léttskýjað Brussel 13 léttskýjað Dublin 13 skýjað Glasgow 12 léttskýjað London 15 léttskýjað París 13 léttskýjað Amsterdam 12 léttskýjað Hamborg 12 léttskýjað Berlín 16 heiðskírt Vín 12 alskýjað Moskva 20 heiðskírt Algarve 22 heiðskírt Madríd 21 heiðskírt Barcelona 17 léttskýjað Mallorca 18 skýjað Róm 20 léttskýjað Aþena 22 léttskýjað Winnipeg 17 léttskýjað Montreal 10 skýjað New York 15 skýjað Chicago 10 alskýjað Orlando 30 léttskýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 21. maí Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 3:54 22:56 ÍSAFJÖRÐUR 3:29 23:31 SIGLUFJÖRÐUR 3:11 23:15 DJÚPIVOGUR 3:17 22:32 Þorsteinn Ásgrímsson thorsteinn@mbl.is Stóra markaðsmisnotunarmáli Kaupþings var framhaldið í Héraðs- dómi Reykjavíkur í gær. Halldór Jónsson, verjandi Birnis Sæs Björnssonar, eins ákærða í mál- inu og fyrrverandi starfsmanns eigin viðskipta bankans, sagði það vera lykilatriði að tilgreina hvaða við- skipti væri verið að ákæra fyrir og ekki hægt að koma fram fyrir dóm- stóla með pakkalausnir, heldur væru gerðar ríkari kröfur um hvaða brot væri verið að ræða um. Þessi grunn- forsenda stæðist ekki í ákæru sér- staks saksóknara í stóra Kaupþings- málinu. Halldór sagði að Hæstiréttur væri búinn að senda skýr skilaboð um þetta þegar gögn málsins væru metin. Þegar kom að því að leggja málið í dóm fór hann yfir þann langa tíma sem málið hefði tekið, eða fimm ár sem Birnir hefði verið með stöðu sakbornings. Sagði hann málið hafa tekið gífurlega á hann og fjölskyldu hans og hefði verið „gríðarlega þungur kross að bera“. Hann fór fram á vægustu refsingu, skilorðs- bundinn dóm eða frestun refsingar, myndi dómurinn telja Birni sekan. Grímur Sigurðsson, verjandi Ing- ólfs Helgasonar, fv. forstjóra Kaup- þings á Íslandi, fór fram á frávísun á hans hlut í stóra markaðsmisnotk- unarmálinu. Ef slíkt yrði ekki sam- þykkt fór hann fram á að Ingólfur yrði sýknaður af öllum ákærum. Hann sagði m.a. að í ákæru sér- staks saksóknara væri hvergi til- greint hvernig hegðun ákærðu hefði tryggt óeðlilegt verð og þannig brot- ið í bága við lög. Ekki neins staðar væri nákvæmlega tilgreint hvernig hegðun þeirra tengdist beint mark- aðsmisnotkun. Grímur sagði að miðað við ákæru saksóknara væri aðeins hægt að sak- fella fyrir allsherjarmarkaðsmis- notkun eða ekkert. Sagði hann að ef ekki væri hægt að sanna slíkt alls- herjarbrot þá þyrfti að sýkna. Frávísun, væg refsing eða sýkna  Verjendur tveggja sakborninga í Kaupþingsmálinu með varnarræður í gær Morgunblaðið/Golli Héraðsdómur Markaðsmisnotk- unarmálið hélt áfram í gær.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.