Morgunblaðið - 21.05.2015, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 21.05.2015, Blaðsíða 17
FRÉTTIR 17Erlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. MAÍ 2015 Smiðjuvegi 9, 200 Kópavogi ■ Sími 535 4300 ■ axis.is ■ Opið: mán. - fös. 9:00 - 18:00 Fataskápur Hæð 2100 mm Breidd 800 mm Dýpt 600 mm Tegund: Strúktúr eik TIL Á LAGER S KÁPATI LB OÐ Verð58.900,-m. vsk. Dalvegi 10-14 • 201 Kópavogi • 595 0570 • Parki.is Plankaparket í miklu úrvali Burstað, lakkað, olíuborið, hand- heflað, reykt, fasað, hvíttað... hvernig vilt þú hafa þitt parket? Bjóðum aðeins það besta fyrir þig! Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Stjórnvöld í Indónesíu, Malasíu og Taílandi sögðust í gær hafa fallið frá fyrirmælum til herskipa um að toga burt skip þúsunda flóttamanna frá Búrma og Bangladess. Margir þeirra þjást af alvarlegri vannæringu eftir að hafa kúldrast í ofhlöðnum bátum smyglara sem skildu þá eftir á hafinu án matar og drykkjarvatns. Sú ákvörðun stjórnvalda í löndun- um þremur að leyfa ekki bátunum að koma að landi hafði sætt harðri gagn- rýni embættismanna Sameinuðu þjóðanna og mannréttindasamtaka. Stefnubreytingin var samþykkt á fundi utanríkisráðherra landanna í gær. Stjórnvöld í Indónesíu og Mal- asíu buðust til að veita flóttafólkinu leyfi til að dvelja í löndunum í allt að eitt ár en lögðu áherslu á að tilboðið gilti aðeins um þá sem væru nú þegar í bátum við strendur landanna. Stjórnvöldin óttast að enn fleiri reyni að komast til landanna veiti þau flóttafólkinu dvalarleyfi. Stjórn Taílands bauðst ekki til að taka við flóttafólki til bráðabirgða en kvaðst hafa afturkallað fyrirmæli um að bátum með flóttafólk og ólöglega innflytjendur yrði vísað frá ströndum landsins. Áætlað er að um 7.000 manns séu í bátum við strendur land- anna þriggja. Embættismenn Flóttamanna- stofnunar SÞ fögnuðu stefnubreyt- ingunni og sögðu hana vera „mikil- vægt fyrsta skref í leitinni að lausn vandans“. Flóttafólkið fær dvalarleyfi í eitt ár AFP Bjargað Bátar indónesískra sjómanna toga bát flóttafólks í land. Í bátnum voru 433 manns, þ. á m. 70 börn.  Indónesar og Malasíumenn taka á móti sveltandi flóttafólki Soltnu fólki bjargað » Sjómenn björguðu 433 sveltandi flóttamönnum í báti undan strönd Indónesíu í gær. » Einn sjómannanna kvaðst hafa brostið í grát þegar hann sá fólkið. „Ég var orðlaus. Við grétum þegar við sáum þau vegna þess að þau voru svo hungruð og horuð.“ Minningarvaka um kú sem skyttur lögreglunnar drápu verður haldin í Wallsend á Englandi á morg- un. Kýrin Bessie var ein af þremur sem sluppu laus- ar á sunnudag. Fjöldi lögreglumanna elti kýrnar áður en Bessie var skotin í þágu „almannaöryggis“, að sögn lögreglu. Lögregluþyrla og sex lögreglumenn fylgdu kún- um og þeim tókst að ná tveimur þeirra aftur. Að sögn BBC segjast fimm vitni hafa séð fleiri en fimmtán lögreglubíla á vettvangi auk þyrlunnar og þrír eða fjórir lögreglumenn hafi verið búnir sem leyniskyttur. Lögreglan segir að Bessie hafi verið skotin eftir að hún varð æ órólegri og byrjaði að valda hættulegum og alvarlegum truflunum á stórri akbraut. Drápið á kúnni vakti hörð viðbrögð og þúsundir manna hafa líkað við Facebook-síðu sem sett var upp til minningar um hana. BRETLAND Kýrin skotin í þágu almannaöryggis Bessie var sögð hafa valdið hættu. Benjamin Netanyahu, forsætisráð- herra Ísraels, ákvað í gær að af- nema umdeilt bann við því að Pal- estínumenn ferðuðust með sömu rútum og gyðingar þegar þeir sneru aftur til Vesturbakkans eftir að hafa starfað í Ísrael. Moshe Yaalon, varnarmálaráðherra Ísr- aels, samþykkti bannið fyrir þrem- ur mánuðum en Netanyahu afnam það nokkrum klukkustundum eftir að það tók gildi í gær. Hreyfingar gyðinga á hernumdu svæðunum beittu sér fyrir banninu og sögðu það nauðsynlegt til að tryggja öryggi þeirra. Mannrétt- indasamtök og stjórnarandstæð- ingar gagnrýndu hins vegar bann- ið, lýstu því sem kynþáttaaðskilnaði og lítillækkun við Palestínumenn. FORSÆTISRÁÐHERRA ÍSRAELS HAFNAR UMDEILDU BANNI Aðskilnaður í rútusamgöngum afnuminn AFP Ný stjórn Benjamin Netanyahu mynd- aði nýja samsteypustjórn nýlega.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.