Morgunblaðið - 21.05.2015, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. MAÍ 2015
Brynja Dögg Guðmundsdóttir
brynjadogg@mbl.is
Verkfall lögfræðinga hjá ríkinu hefur
mun víðtækari áhrif en margir gera
sér grein fyrir. Bóas Valdórsson sál-
fræðingur og Þórdís Rúnarsdóttir fé-
lagsráðgjafi eru sammála um það en
þau sjá um sáttamiðlun og sérfræði-
aðstoð hjá sýslumanninum á höfuð-
borgarsvæðinu.
Skjólstæðingar þeirra eru margir
að ganga í gegnum skilnað og þurfa
að ná sáttum, sérstaklega varðandi
umgengni og forsjá barna. Þá er um
að ræða foreldra sem eiga í ágreiningi
um fyrrnefnda þætti jafnvel nokkrum
árum eftir skilnað. Þrátt fyrir að Þór-
dís og Bóas séu ekki í verkfalli hafa
þau ekki getað byrjað á neinum nýj-
um málum frá því verkfall hófst. Ný
verkefni hafa staflast upp og hefur
biðtími eftir sáttameðferð nú tvöfald-
ast. Afgreiðslutími kemur líka til með
að lengjast mikið þegar vinna hefst að
nýju.
Umgengni tálmað
Bóas segir tálmun á umgengni við
börn og erfið samskipti gjarnan tíðk-
ast áður en fólk kemur til þeirra í
sáttameðferð. „Það er í raun líklegt að
það séu mál af þeim toga sem standa
hér óafgreidd, þar sem óskað er úr-
skurða um meðlög, umgengni, dag-
sektir, fólk í miklum samskiptavanda
sem er að reyna að komast að í sátta-
meðferð og fólk með áhyggjur af
börnunum sínum, að það sé ekki verið
að sinna þeim eins vel og skyldi,“ seg-
ir Bóas. Hann segir frágang forms-
atriða vera nauðsynlegan þátt í skiln-
aði en flestir foreldrar reyni að gera
sitt besta þó að margir þurfi aðstoð.
„Það er alltaf hópur foreldra í vanda
og það er sá hópur sem kemur í sér-
fræðiráðgjöf og sáttameðferð til að
draga úr álaginu á börn og fjölskyld-
urnar eftir því sem hægt er. Það er al-
mennt mikilvægt að grípa inn í sem
fyrst og hjálpa fólki áður en í óefni er
komið.“ Þórdís segir skilnað hafa
gríðarlega streituvaldandi áhrif.
Skilnaður sé einn af stóru áföllunum í
lífinu og því sé mikilvægt að ekki
dragist að ná samkomulagi og klára
ferlið. Áður en unnt sé að veita skiln-
aðarleyfi þurfi aðilar meðal annars að
semja um fjárskipti, forsjá og meðlag.
Þórdís segir að skilnaður hafi áhrif
á alla aðila. Því sé brýnt að klára ferlið
hratt og vel. Verði börn í streitufullu
umhverfi foreldra sinna í langan tíma
geti það haft varanlegar afleiðingar.
„Það er talað um það í sálfræðinni
okkar að börn sem verða fyrir lang-
varandi neikvæðum áhrifum af deil-
um foreldra sinna geti orðið fyrir nei-
kvæðum áhrifum tilfinningalega,
námslega og félagslega.“
Bóas bendir á að sáttameðferð hafi
ekki verið innleidd í lög að ástæðu-
lausu en um mikla réttarbót var að
ræða. „Markmiðið er að reyna að lina
álagið á fjölskyldur og liðka fyrir og
styðja fjölskyldur í átt að betra sam-
starfi, svo aðstæður séu uppbyggi-
legri fyrir börnin, sérstaklega þegar
ágreiningur er kominn og ósætti milli
foreldra af ýmsum ástæðum,“ segir
Bóas.
Biðtími orðinn tvöfaldur
Eins og fram hefur komið hefur
ekki verið hafin vinna við ný mál síðan
verkfall hófst fyrir rúmum sjö vikum.
Telur Bóas miðað við núverandi stöðu
að fólk komist líklega ekki í sáttaþjón-
ustu hjá embættinu fyrr en í haust.
Biðtími sem hafi verið 3-4 vikur hafi
tvöfaldast auk þess sem sumarfrí og
annað muni lengja biðtímann enn
frekar.
„Þegar verkfall leysist mun af-
greiðslutíminn klárlega lengjast, við
munum ekki anna þessum málum.
Málafjöldinn verður orðinn gríðarleg-
ur,“ segir Bóas. Hann segist jafn-
framt eiga von á því að fjöldi mála
komi inn á borð sýslumanns þegar
verkfalli lýkur. Fólki sé meðvitað um
verkfallið og að ekkert gerist fyrr en
það leysist.
Verkfall bitnar á velferð fjölskyldna
Biðtími eftir sáttameðferð hefur
lengst um helming Eykur á streitu
Morgunblaðið/RAX
Skilnaður Löng bið er eftir aðstoð
sérfræðinga hjá sýslumanni.
BAKSVIÐ
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Forystumenn VR, Eflingar og
Bandalags háskólamanna, BHM,
segja óvissu um breytt vinnufyrir-
komulag stærstu hindrunina í vegi
þess að kjarasamningar náist. Verði
henni ekki rutt úr vegi séu verulegar
líkur á allsherjarverkföllum 6. júní.
Eins og sýnt er hér til hliðar er ný
verkfallslota framundan og kemur
hún til viðbótar við yfirstandandi
verkföll hjá BHM. Þrýstingurinn á
samingsaðila er því að aukast.
Félagsmenn Eflingar samþykktu í
gær verkfallsboðun með 94% at-
kvæða. Á kjörskrá voru 9.063 og
greiddu 2.662 atkvæði eða 29,37%.
Höfðu félagsmenn VR þá samþykkt
verkfallsboðun, auk þess sem iðn-
aðarfélögin undirbúa kosningu um
slíkar aðgerðir sem kæmu þá til fram-
kvæmda 10.-16. júní, eins og sýnt er á
grafinu hér til hliðar.
Spurður hvers vegna svo lítið hafi
áunnist í kjaraviðræðunum, nú þegar
einn og hálfur mánuður er liðinn síðan
verkföll hjá BHM hófust þriðjudaginn
7. apríl, fyrsta virka daginn eftir
páska, segir Sigurður Bessason, for-
maður Eflingar, að áhersla Samtaka
atvinnulífsins (SA) á fyrirkomulag
vinnutíma hafi gert allar samninga-
viðræður erfiðari.
Segir alla efast um leið SA
„Einfalda svarið við þessu er að
Samtök atvinnulífsins hafa staðið
frammi fyrir fjölmörgum kröfum af
hálfu ólíkra aðila. Þeir velja að fara
inn í viðræðurnar með vinnutíma-
málin sem lausn í samningum. Allir
þeir aðilar sem þeir hafa átt viðtöl við,
verslunarmenn, Starfsgreina-
sambandið eða iðnaðarmenn, hafa
lýst yfir verulegum efasemdum um
þessa leið. Henni var hafnað til að
byrja með og var hún þá löguð aðeins
til af hálfu SA. Það dugði ekki til
vegna þess að fólk er mjög ósátt við að
þessi leið skuli lögð fram núna. Það
geti enda ekki lagt mat á áhrif þess-
ara breytinga á kjörin.
Við höfum talið að kröfur félaganna
ættu að vera til umræðu. Samtök at-
vinnulífsins hafa hins vegar ekki feng-
ist til þess að taka þá umræðu heldur
hafa þau verið með sína framsetn-
ingu. Þess vegna erum við komnir
upp að vegg í viðræðunum.“
Þarf að núllstilla viðræðuferlið?
Þurfa menn að byrja upp á nýtt?
„Það er dálítið staðan sem blasir við í
dag. Tíminn er stöðugt að þrengjast.
Við höfum einfaldlega sagt, og sögðum
við SA hjá ríkissáttasemjara á þriðju-
dag, að menn skyldu taka vinnutím-
ann út fyrir sviga til að létta á málinu –
að þessi mál yrðu rædd áfram og svo
afgreidd með sérstakri atkvæða-
greiðslu – og að við skyldum einbeita
okkur að þeim samningi sem nú er
undir. Samtök atvinnulífsins sögðu þá
strax að þau gætu ekki fallist á það og
komu aftur með sömu framsetninguna
og kröfur og þar með var fundi slitið.“
Óvissa um áhrifin hjá BHM
Spurður um ásteytingarsteininn í
samningsgerðinni segir Páll Hall-
dórsson, formaður BHM, að óvissa sé
um hvaða afleiðingar breytt fyrir-
komulag varðandi vinnutíma og laun
muni hafa fyrir félaga í BHM.
„Ríkið er í raun að bjóða það sama
og Samtök atvinnulífsins nema hvað
það er ekki með
neinar útfærslur
varðandi breyt-
ingu á yfir-
vinnuálagi. Þess-
ar tillögur sem
Samtök atvinnu-
lífsins gerðu
gagnvart Starfs-
greinasamband-
inu snerust um
tvennt. Annars
vegar um hækkanir á þriggja ára
tímabili, beinar taxtahækkanir, og
hins vegar snerust þær um að lækka
álag á yfirvinnu gegn hækkun á dag-
vinnu – og þá líka að rýmka dag-
vinnutímabilið, eins og það heitir.
Þetta eru megindrættirnir í því til-
boði sem þar kom fram. Ríkið hefur
boðið okkur svipað tilboð nema hvað
það er miklu óljósara hvað menn eiga
við um breytinguna á dagvinnu-
tímabilinu og yfirvinnuhlutfallinu.
Þar er í raun ekkert skýrt tilboð í
gangi. Þeir eru fyrst og fremst að
bjóða okkur svipaðar taxtabreyt-
ingar á næstu þremur árum og SA
hafa boðið Starfsgreinasambandinu,
og það eru engin rúm 20%.“
Páll segir að óbreyttu „mjög ólík-
legt“ að hægt verði að útfæra dag-
vinnuhlutann fyrir mánaðamótin.
„Ef við segjum nú sem svo að við
værum með útlínuhugmyndir, og
fengjum tilboð frá ríkinu þar sem all-
ar stærðargráðurnar kæmu fram, þá
getur frágangsvinna tekið marga
daga. Það tekur tíma að herma slíkt
tilboð upp á veruleikann.“
Sjö mánaða viðræður við SA
Spurð hvers vegna himinn og haf
sé milli viðsemjenda svo löngu eftir
að viðræður hófust segir Ólafía B.
Rafnsdóttir, formaður VR, að sam-
tökin hafi átt í samtölum við Samtök
atvinnulífsins í sjö mánuði. „En þeir
hafa hingað til ekki viljað ljá máls á
kröfugerð einstakra félaga. Við höf-
um lagt kröfugerðina fram á mis-
munandi máta og ef við tölum út frá
VR var kröfugerðin okkar til eins árs.
Þeir hafa allan tímann viljað nálgast
samningana út frá heildarvinnu-
markaði. Síðan hafa þeir viljað fara í
breytingar á fyrirkomulagi vinnu-
tíma með þeim hætti að við getum
ekki unað. Ástæðan er sú að svo
mörgum spurningum er ósvarað og
við höfum varið of miklum tíma í
þessi mál. Ég held að það sé rétt að
hvíla þessar hugmyndir svo við get-
um farið að komast eitthvað áfram í
öðrum samtölum.“
Ólafía segir aðspurð ólíklegt að
samningar náist fyrir 6. júní, þegar
allsherjarverkföll nokkurra félaga,
þar með talið VR, hafa verið boðuð.
„En séu hugmyndir SA um breytta
skilgreiningu á vinnutíma og launum
teknar af dagskrá er vel hægt að ná
samningum að mínu mati“.
SA bjóði VR 6% hækkun í ár, 4,5%
hækkun 2016 og 3% hækkun 2017.
Vegna skorts á gögnum um vinnu-
tíma og laun sé ekki hægt að reikna
út launin eftir þessar hækkanir, m.t.t.
breytts vinnutíma að tillögu SA. Þeg-
ar VR geri launakönnun sé ekki skil-
greint hversu dagvinnu- eða yfir-
vinnustundir eru margar.
Kjaraviðræður á krossgötum
Forystumenn VR, BHM og Eflingar segja áherslu SA á vinnutíma torvelda lausn kjaradeilunnar
Verði ekki stefnubreyting hjá SA og ríkinu aukist líkur á verkföllum, þ.m.t. allsherjarverkfalli
Verkföll og vinnustöðvanir í vændum
VM-Félag vélstjóra ogmálmtæknimanna,Samiðn,MATVÍS,Rafiðnaðarsamband Íslands,Grafía (FBM) - stéttar-
félag í prent- ogmiðlunargreinumogFélaghársnyrtisveina (með fyrirvaraumsamþykki í atkvæðagreiðslu)
(10 þúsund félagsmenn)
Félag íslenskrahjúkrunar-
fræðinga
(2.150 félagsmenn)
Starfsgreinasambandið
(yfir 10 þúsund félagsm.)
BHM
(3 þúsund félagsmenn)
VR,LÍVogFlóafélögin;
Efling,Hlíf ogVSFK
(60 þúsund félagsmenn)
Félag
(fjöldi félagsmanna sem
verkfallsaðgerðir snerta)
Tímabundið
verkfall 10. til
16 júní
Ótímabundið verkfall hefst 27.maí
hafi samningar ekki náðst - lág-
marksmönnun með öryggislistum
Allsherjar vinnustöðvun frá miðnætti 28.maí
til miðnættis 30.maí (2 sólarhringar)
StéttarfélagVesturlands frá
kl. 00:00 2.6. til kl. 24:00 3.6.
Ótímabundið allsherjarverkfall
hefst klukkan 00:00 6. júní
Flugafgreiðsla
frá kl.00:00
31.maí til kl.
24:00hinn
1. júní
Skipafélög
ogmatvöru-
verslanir frá kl.
00:002. júní til
kl. 24:003. júní
Olíufélög frá kl.
00:004. júní til
kl. 24:005. júní
Ótímabundið
allsherjarverkfall hefst
klukkan00:006. júní
Félag háskólamenntaðra starfsmanna Stjórnarráðsins (FHSS)
hjá Fjársýslu ríkisins fer í ótímabundið verkfall 2. júní
30.
maí
31.
maí
1.
júní
2.
júní
3.
júní
4.
júní
5.
júní
6.
júní
7.
júní
8.
júní
9.
júní
10.
júní
27
maí
28.
maí
29.
maí
Sigurður
Bessason
Ólafía B.
Rafnsdóttir
Páll
Halldórsson
Annir hjá sáttasemjara
» Fulltrúar VR og LÍV funduðu
með fulltrúum Félags atvinnu-
rekenda (FA) hjá Ríkis-
sáttasemjara í gærmorgun.
» Blaðamenn funduðu þar
með fulltrúum SA eftir hádegið
og munu funda á ný eftir viku.
» Í dag funda fulltrúar VR og
LÍV aftur með fulltrúum FA.
» Eftir þann fund, eða klukkan
12, funda fulltrúar Starfs-
greinasambandsins og SA.
» Á morgun funda verkalýðs-
félög í Straumsvík með SA og
svo iðnaðarfélögin með SA.