Morgunblaðið - 21.05.2015, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 21.05.2015, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. MAÍ 2015 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Aðgerðirgegn and-ófs- mönnum hafa ver- ið hertar svo um munar í Kína eftir að Xi Jinping tók þar við völdum. Fyrir helgi var lögð fram ákæra á hendur lögmanninum Pu Zhiqiang, sem hefur látið til sín taka í mannréttindamálum. Pu hefur verið í haldi í rúmt ár og nú er honum gefið að sök að hafa „kynt undir hatri þjóðarbrota“ og að „efna til illdeilna og ýta undir vandræði“ í ummælum á kínverska félagvefnum Sina Weibo. Hámarksrefsing fyrir þessi sakarefni er annars vegar tíu ár og hins vegar fimm ár. Lög- menn Pus segja að í ákærunni sé vísað í 28 ummæli sem hann skrifaði á félagsvefinn. Þar er meðal annars dregin í efa frá- sögn ríkisfjölmiðla í Kína af meintu hryðjuverki í Xinjiang- héraði og kommúnistaflokk- urinn vændur um að ljúga. Í raun gerði Pu ekki annað en að tjá sig um mál líðandi stundar á félagsmiðli líkt og tugmilljónir manna um allan heim gera á hverjum degi. Í frétt fréttaveitunnar AFP segir að nánast öruggt sé að Pu verði sakfelldur. Sam- kvæmt opinberum tölum séu 99,93% sakborninga í Kína dæmd sek. Í nýjasta tölublaði Der Spiegel er stutt viðtal við listamanninn Ai Weiwei, sem verið hefur undir ströngu eft- irliti og fær ekki að fara úr landi. Pu hefur verið lögmaður hans. Ai tekur sérstaklega upp hanskann fyrir Pu og seg- ir hann fulltrúa hins nýja Kína, skynsaman og yfir- vegaðan. „En hann er tregur til að gleyma því sem gerðist á Torgi hins himneska friðar 1989,“ segir listamaðurinn. „Fyrir það hefur hann setið í eitt ár í fangelsi og er sakaður um óheyrilega glæpi, sem ekki eru til neinar sannanir um.“ Oft heyrist að þrýsta eigi á kínversk stjórnvöld bak við tjöldin í mannréttindamálum. Andófsmönnum sé frekar greiði gerður með því að tala máli þeirra bak við luktar dyr. Ai er á öðru máli: „Það er rangt. Eigi mannréttindi að hafa merkingu verður að nefna þau opinberlega. Það er virðingarleysi að gera annað, jafnt gagnvart kínverskum stjórnvöldum sem manneskj- unum, sem í hlut eiga.“ Ai segir að nú séu kaldir dagar, en það stöðvi ekki sum- arið: „Þannig er því einmitt farið með Kína. Um þessar mundir snúa árlega um 350.000 kínverskir stúdentar til baka frá útlönd- um, 350.000 ungar, menntaðar mann- eskjur. Þetta fólk er skapandi og kaldhæðið og stjórnvöld geta ekki lengur stjórnað því sem fer fram í höfðum þess. Þótt afturför hafi orðið á mörgum sviðum á undanförnum tveim- ur og hálfu ári þá breytist Kína, samfélagið opnast.“ Xi Jinping er um margt ólíkur fyrri leiðtogum Kína. Frá því hann tók við hefur verið ýtt undir leiðtogadýrkun í landinu. Kínverjar eru ágengari í utanríkismálum en áður. Þeir leggja áherslu á að hasla sér völl í alþjóðlegum viðskiptum og í þeim efnum setja þeir frelsi á oddinn og berjast gegn hindrunum. Heima fyrir er því öfugt farið. Völd flokksins skulu vera al- ger. Hér áður var nefnt að and- ófsmaðurinn Pu væri kín- verskum ráðamönnum þyrnir í augum vegna þess að hann vildi halda minningunni um blóðbaðið á Torgi hins him- neska friðar vakandi. Pu var reyndar handtekinn nokkrum dögum fyrir 4. júní í fyrra þeg- ar aldarfjórðungur var liðinn frá því að mótmælin þar og víðar voru leyst upp með valdi. Kínversk stjórnvöld vilja þurrka atburðina á torginu 1989 út úr sögunni. Ráðamenn í kínverska kommúnista- flokknum muna fleira sem gerðist það ár. Þeir líta á hrun og upplausn Sovétríkjanna sem víti til varnaðar og eru staðráðnir í að fara ekki sömu leið. Þess vegna hugnast þeim ekki tal um að Kína sé að breytast og samfélagið að opn- ast. Þess vegna er ráðist gegn andófsmönnum. Alla hugsun, sem ekki nýtur velþóknunar flokksins, skal bæla niður. Kínversk stjórnvöld hafa brugðist öndverð við gagnrýni á mannréttindabrot í landinu. Þeir saka Bandaríkjamenn um hræsni og sagði talsmaður kínverska utanríkisráðuneyt- isins eftir að John Kerry, ut- anríkisráðherra Bandaríkj- anna, hafði gagnrýnt Kína, að allir vissu að í Bandaríkjunum væru „kynþáttafordómar, pyntingar og alvarleg brot á mannréttindum“. Bandaríkin eru ekki full- komin frekar en önnur ríki, en þar fer þó fram opin umræða um brotalamir og bresti og dómskerfið dansar ekki eftir fyrirmælum stjórnvalda. Þannig er málum hins vegar háttað í Kína og það er engin ástæða til að hlífa kínverskum ráðamönnum við umræðu um það. Í Kína er frjáls hugs- un kæfð og dóm- stólar notaðir til að fylgja því eftir} Mannréttindi í Kína E in afleiðing þess að hafa alið manninn á færibandi mennta- kerfisins allt sitt líf er sú að mað- ur dregur ósjálfrátt þá ályktun að annars konar færiband hljóti að taka við um leið og hempuklæddur rektor réttir fram prófskírteini. Í mínu tilfelli var það vekjandi upplifun að átta sig á því að svo væri ekki og að Raunveruleikinn með stóru erri, líf- ið þarna handan við hornið, væri rang- hugmynd — mín biði ekkert sérstakt. Ég skildi að ég hafði í áranna rás þróað ýmsar ranghugmyndir um sjálfan mig en hinn kaldi sannleikur málsins væri að ég væri kerfisafurð í húð og hár, maður sem þekkti ekkert annað en að tilheyra ósýnilegu og alltumlykjandi skipulagi sem færði honum hlutverk, verkefni, áfanga, markmið og jafnvel tilgang, án þess að hann þyrfti að velta fyrir sér hvers vegna eða til hvers. Eflaust var þetta tilvistarvandinn sem stundum er kallaður „lífsfjórðungskrísan“. Honum er stundum lýst sem ótta við fullorðinsár en ég sjálfur upplifði hann (og upplifi vissulega enn) á mun existensíalískari hátt en svo. Það er eitt að hræðast óvissu, skilja ekki tilveruna, aukinheldur sitt eigið hlutskipti í henni, en annað að horfast í augu við að væntingar, skoðanir, hugmyndir og jafnvel vilji hafa verið mótuð og sköpuð af einhverju allt öðru en manni sjálfum, nafnlausu afli sem maður stóð of nærri til að geta komið auga á. Mig grunaði að ég væri þrátt fyrir allt kannski ekkert sérstakari eða meiri ein- staklingur en næsti Big Mac-hamborgari, grunlaus um að hafa verið matreiddur eftir nákvæmlega sömu uppskrift og milljarðar annarra kjöt- hleifa. Ein ástæða þess að margir upplifa slíka krísu við að útskrifast úr háskóla er, að ég tel, sú að ýmiss konar falin skilaboð og straumar í samfélaginu hafa innrætt þeim frá blautu barnsbeini að þeir eigi að vita nákvæmlega hvað þeir vilji. Í hinu eðlilega ástandi sé lífið eins og kvikmyndahandrit þar sem eitt leiði eðlilega af öðru og maður sjálfur, aðalkarakt- erinn, sé í fullkomnu samræmi við sjálfan sig. Fólki er sagt að elta ástríðu sína, láta drauma sína rætast, gera það sem það elskar og svo framvegis, eins og það sé sjálfsagt mál að þetta liggi allt saman fyrir. Þegar við svo upp- götvum að líf okkar, draumar og hugsanir eru ekki í samræmi, heldur ólíkar dag frá degi, læsir skelf- ingin sig um hugarheim okkar. Mannshugurinn virðist forritaður til þess að elska frá- sagnir, eflaust vegna þess að þannig getur hann talið sjálfum sér trú um að hann skilji umhverfi sitt. Líf okkar er hins vegar ekki handrit og sannleikurinn er sá að við skiljum afskaplega lítið í okkur sjálfum, hegðun okkar og ákvarðanatöku. Kannski ættum við að segja þetta oftar við krakka — fullorðið fólk líka reyndar — að það sé allt í lagi að skilja ekki sjálfan sig og vita ekki hvað maður vill. Það færir okkur ekki aðeins nær því að sættast við okkur sjálf eins og við erum, gölluð ólíkindatól, heldur líka aðra sem við áttum okkur ekki á, vegna þess að þegar allt kemur til alls, þá skilja þeir sig ekki heldur. haa@mbl.is Halldór Armand Pistill Að vera Big Mac-einstaklingur STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen BAKSVIÐ Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Ágreiningur innan bænda-stéttarinnar um aðferðirvið innflutning á sæði til aðkynbæta holdanautastofn- inn er nú kominn inn á vettvang Al- þingis. Stjórn Bændasamtaka Ís- lands klofnaði þegar gengið var frá umsögn um stjórnarfrumvarp um innflutninginn og leggst meirihlutinn gegn þeirri aðferð sem þar er gert ráð fyrir. Minnihlutinn styður afstöðu stjórnar Landssambands kúabænda og frumvarpið í óbreyttri mynd. Klofningurinn kemur einnig fram í umsögnum bænda, dýralækna og vís- indamanna. Það kemur skýrt fram í umsögn- um meiri- og minnihluta stjórnar Bændasamtaka Íslands að báðir hóp- ar eru sammála um nauðsyn þess að fá nýtt erfðaefni inn í holda- nautastofninn til að renna styrkari stoðum undir nautakjötsframleiðsl- una og auðvelda henni að svara inn- lendri eftirspurn. Eins og fram hefur komið hefur neysla aukist mjög um- fram framleiðslu og er svo komið að innflutt kjöt er um þriðjungur nauta- kjötsmarkaðarins. Mismunandi leiðir Ágreiningurinn í stjórn Bænda- samtakanna kristallast í afstöðunni til tillagna starfshóps sem ráðherra fól að gera drög að reglugerð um inn- flutning erfðaefnis. Starfshópurinn klofnaði og stendur einn fulltrúi að hvoru áliti en sá þriðji studdi hvorugt. Álit Eggerts Gunnarssonar, dýra- læknis á Keldum, gerir ráð fyrir því að sett verði upp sérstök sóttvarn- arstöð. Þar verði sæddar holdakýr og afkvæmi þeirra ekki flutt til notkunar á búum fyrr en eftir átján mánaða aldur. Gengur þetta mun lengra en álit Sigurðar Loftssonar, formanns Landssambands kúabænda, sem leggur til að heimilað verði að sæða kýr á viðurkenndum sóttvarnarbúum og afkvæmin megi flytja út af búun- um þegar héraðsdýralæknir leyfir. Tekur tillaga Sigurðar mið af áhættu- mati sem sýnir að hættan af því að flytja inn sæði og dreifa er hverfandi eða lítil. Tillaga Sigurðar er í samræmi við hugsunina í frumvarpi ráðherra sem sniðin er eftir undanþágum sem veittar eru til innflutnings erfðaefnis svína. Breyta þarf frumvarpinu til að tillaga Eggerts nýtist. Á bak við vakir hugsun um for- dæmisgildi þess að leyfa innflutning holdanautasæðis. Bændastéttin er klofin í herðar niður í afstöðunni til þess hvort vernda beri íslenska mjólkurkúakynið eða leyfa innflutn- ing á sæði til að auka afkastagetu kúnna. Meirihluti stjórnar Bænda- samtakanna telur að gæta þurfi sér- staklega að erfðaauðlindum innlenda kynsins við þennan innflutning. Atvinnuveganefnd Alþingis er þessa dagana að fjalla um málið. Ljóst er að mikill kostnaður er við að koma upp sérstakri sóttvarn- arstöð. Sigurður Loftsson segir að sú leið sem LK hefur talað fyrir grund- vallist á því að greinin sjálft geti stað- ið undir kostnaðinum. Ef önnur leið verði farinn þurfi utanaðkomandi fjármagn til að standa undir því. Sindri Sigurgeirsson, formaður Bændasamtakanna, telur vel koma til greina að forgangsraða því fjármagni sem varið er til kynbótastarfs í naut- griparækt til innflutnings holda- nautasæðis, ef áhugi er á. Þá segir Sigurður að með leið stjórnar LK fengju íslenskir holda- nautabændur beinan aðgang að ræktunarstarfi norska fyrirtækisins sem útvegar sæðið. Það myndi á til- tölulega skömmum tíma lyfta rækt- unarstarfinu hér upp á sama stall. Sætt á sóttvarnar- stöð eða -býlum? Morgunblaðið/Árni Sæberg Hold Holdanautastofnarnir hér koma undan fáum nautum og eru orðnir úr- kynjaðir. Miklar framfarir verða með innflutningi erfðaefnis frá Noregi. Athygli vekur að stjórn Bænda- samtakanna klofnaði eftir bú- greinum. Fjórir sauðfjárbændur standa að meirihlutaálitinu og tveir kúabændur að áliti minni- hlutans og garðyrkjubóndi studdi hvorugt álitið. „Mér þykir það mjög umhugsunarvert og at- hyglisvert að stjórnin skuli skiptast með þessum hætti,“ segir Sigurður Loftsson þegar hann er spurður hvort þarna sé ein búgrein að stjórna annarri. Sindri Sigurgeirsson formaður svarar sömu spurningu með því að benda á að allir stjórnarmenn Bændasamtakanna séu kosnir á búnaðarþingi og verði að taka af- stöðu til mála eftir efni þeirra og óháð því úr hvaða búgrein þeir koma. „Við erum að verja hags- muni landbúnaðarins alls. Þarna er verið að fara í innflutning sem skapar áhættu fyrir alla atvinnu- greinina.“ Þá bendir hann á að ekki sé einhugur meðal kúa- bænda um tillögur stjórnar LK. Fjárbændur í meirihluta KLOFIN EFTIR STÖRFUM

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.