Morgunblaðið - 21.05.2015, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 21.05.2015, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. MAÍ 2015 Sími 511 8090 • www.yndisauki.is Dukkah er frábært með brauði, salatinu, grillaða grænmetinu, á kjúklinginn og fiskinn og með nýgrilluðu lambakjöti Dukkah frá Yndisauka ómissandi í matargerðina Dukkah er blanda af möndlum, hnetum, sesamfræjum og sérvöldu kryddi. Blandan er upprunnin í Egyptalandi og var upphaflega notuð með brauði sem fyrst er dýft í góða ólífuolíu og svo í dukkah. Dukkah fæst íHagkaupum,Melabúðinni, Fjarðarkaupum, Mosfellsbakaríi, Kjöthöllinni,Nóatúni,Garðheimum, Þín verslunSeljabraut og Bakaríinu viðBrúnnaAkureyri. Starfi Rögnunefndarinnar svonefndu er enn ekki lokið, en nefndin hefur frest til 1. júní nk. til að skila niður- stöðum sínum. Hingað til hefur starf nefndarinnar, sem sett var á lagg- irnar í október 2013, kostað 34,8 millj- ónir króna, líkt og kom fram í frétt hér í Morgunblaðinu í gær. Í svari Ólafar Nordal, innanríkis- ráðherra, við fyrirspurn frá Ögmundi Jónassyni, þingmanni VG, um störf stýrihóps um framtíð Reykjavíkurflugvallar á Alþingi, kemur fram að auk eldri gagna um flugvallarkosti liggi nú fyrir frum- matsgögn sem unnin hafi verið að beiðni stýrihópsins um veðurfar, landrými, kostnað, umhverfisáhrif, flugtækni og náttúruvá. Sambærileg gögn um veðurfar út frá mælingum veðurstöðva á Hólmsheiði, í Hvassa- hrauni og í Vatnsmýri liggi nú fyrir. Formlegar veðurmælingar á Bessa- staðanesi og Lönguskerjum hafi ekki verið gerðar. Orðrétt segir í svari innanríkis- ráðherra: „Frummat á rými fyrir flugbrautir og athafnasvæði flugvalla á Bessastaðanesi, Hólmsheiði, Hvassahrauni og Lönguskerjum ásamt mati á stofnkostnaði liggur fyrir. Breyttar útfærslur flugvallar í Vatnsmýri hafa verið metnar á sam- bærilegan hátt. Unnið hefur verið frummat á tíu umhverfisþáttum á hverju flugvallarstæðanna fimm og náttúruvá hefur verið skoðuð sér- staklega fyrir Hólmsheiði og Hvassa- hraun. Frummat á hindranaflötum og möguleikum á nákvæmnisaðflugi að flugvöllum á Bessastaðanesi, Hólms- heiði, Hvassahrauni og Lönguskerj- um liggur fyrir ásamt mati á líkindum flugkviku í aðflugi og umfjöllun um skörun loftrýma.“ Þá kemur fram í svari ráðherrans að samkomulag um framhaldið, að starfi stýrihópsins loknu, liggi ekki fyrir. Stýrihópurinn muni koma með tillögur að því hvernig fara eigi með niðurstöður verkefnisins í loka- skýrslu sinni. Vonast sé til að sam- hliða kynningu á niðurstöðum vinn- unnar muni aðilar samkomulagsins kynna hvernig málinu verður fram haldið. agnes@mbl.is Morgunblaðið/Árni Sæberg Rögnunefnd Vinnu við skýrslugerð stýrihóps um framtíð Reykjavík- urflugvallar, svonefndrar Rögnunefndar, verður brátt lokið. Framhaldið hefur ekki verið ákveðið  Rögnunefndin skilar brátt af sér BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Mesta vinnan við lagasetningu á Al- þingi fer fram í nefndum. Þátttaka þingmanna í nefndastarfinu er mjög misjöfn eins og hér var fjallað um í gær. Kom þar m.a. fram að Píratar skipa neðsta sætið yfir mætingu í sex af átta nefndum. Helgi Bernód- usson, skrifstofustjóri Alþingis, seg- ir að formlega séð séu þingnefnd- irnar hópur þingmanna sem þingið biður um að rannsaka mál betur en gert er með umræðu í þingsal. „Grundvallarreglan er að mál eru á vettvangi þingsins. Það vísar þeim síðan til nefndanna sem hafa það verkefni að skoða þau betur, við óformlegri aðstæður. Þetta er form- ið á þessu. Þingnefndirnar eru hins vegar í raun hið málefnalega verk- stæði, eins og stundum er sagt. Þar eru mál krufin og þar fara fram miklar umræður og samtöl. Nefnd- irnar eru líka tenging þingsins út í samfélagið, þ. á m. við hagsmuna- aðila og aðra sem mál varðar og koma á þeirra fund eða senda um- sagnir,“ segir Helgi og svarar því til að mesta lagasetningarvinnan fari tvímælalaust fram í nefndunum. Skylmingar í þingsalnum „Það má kannski segja að á síð- ustu áratugum hafi skerpst á þessu, þannig að hin málefnalega vinna er orðin meiri í nefndunum og þingsal- urinn hins vegar meira notaður fyrir pólitískar skylmingar … Það eru all- ir þingmenn í nefndum. Það var gerð mikilvæg breyting á þing- nefndunum 2011. Þeim var fækkað og settar skýrar reglur, þannig að síðan sitja allir þingmenn, aðrir en ráðherrar og þingforseti, í nefndum. Það geta verið frávik, til dæmis að þingflokksformaður hafi ekki svig- rúm til að sitja í þingnefnd. En meg- inreglan er sú að hver þingmaður er í einni nefnd að minnsta kosti.“ Að sögn Helga er fyrirkomulagið þannig að hver þingmaður stjórnar- andstöðunnar er í einni þingnefnd og þingmenn stjórnarflokkanna í einni til tveimur þingnefndum. Fjárlaganefndin hafi sérstöðu. Hún sé þannig á fundum mánudaga til fimmtudaga, jafnvel föstudaga, á haustþinginu. Á vorþinginu falli hún hins vegar inn í nefndatöfluna. „Það að vera í fjárlaganefnd og einhverri annarri nefnd er alveg sér- stakt verkefni. Þeir sem eru líka í annarri nefnd þurfa að velja í hvorri nefndinni þeir ætla að sitja þegar fundartíminn skarast.“ Mikil binding fyrir þingmann „Í öðru lagi verður að gera mikinn mun á því hvort þingmaður er í einni nefnd eða tveimur. Það er gríðar- lega mikil binding fyrir þingmann að vera í A- og B-nefnd og því á fund- um alla morgna, mánudaga til fimmtudaga. Kerfið var upphaflega hugsað þannig að hver þingmaður væri aðeins í einni nefnd, eins og t.d. er í norska þinginu. Það gekk ekki upp út af öðrum sjónarmiðum. Það er mjög mikið álag á þingmenn sem eru í tveimur nefndum. Ef þeir eiga að sinna öðru en nefndarstarfi á þingtíma verða þeir að velja og hafna,“ segir Helgi og víkur að Pí- rötum. „Píratarnir hafa oft haft orð á því, bæði á fundum forsætisnefndar og hjá formönnum þingflokka, að þeir eru aðeins þrír en nefndirnar átta. Þeim finnst þetta geysilega snúið. Þeir eiga áheyrnaraðild að nokkrum nefndum en hafa þá kannski frekar hugsað það þannig að þeir komi inn í þær nefndir þegar þar eru mál sem þeir vilja sérstaklega hafa afskipti af. Það að áheyrnarfulltrúi mæti ekki á nefndarfund er að mínu mati ekki mikil synd, sérstaklega ekki frá flokki sem er aðeins með þrjá þing- menn. Það er geysilega flókið að sinna þessu öllu. Þeir þingmenn verða þá helst að hafa þá afstöðu að þeir sæki aðeins þá fundi sem varða þeirra hugmyndafræði sérstaklega. Nefndakerfið var upphaflega þannig hugsað að ef viðkomandi er aðal- maður í A-nefnd getur hann verið varamaður í B-nefnd því að þær funda ekki á sama tíma. Þá gengur það alveg upp. Þá er viðkomandi að- eins á fundum á mánudögum og miðvikudögum í einhverri A- nefndanna og svo varamaður í ann- arri nefnd á þriðjudögum og fimmtudögum, þ.e. einhverri B- nefndanna. Þegar þingmaður er að- almaður í A- og B-nefnd er hann á fundum alla daga og getur ekki sinnt varamannshlutverkinu.“ Þurfa stundum að velja Helgi bendir á að þingmenn eru margir í erlendu samstarfi, og fari því oft í stuttar ferðir til útlanda. Þeir taki þá ekki inn formlega vara- þingmann en eru sannarlega í störf- um á vegum þingsins. „Í öðru lagi er að ýmsu öðru að huga hjá stjórnmálamanni í tilver- unni en þinginu einu. Þingmenn þurfa að fara á aðra fundi eða sinna kjördæmi sínu o.s.frv. þótt þeir séu í Reykjavík. Þingmenn þurfa stund- um að velja á milli. Í þriðja lagi eru þingmenn stundum úti á landi í kjör- dæmunum og komast ekkert hjá því að fara af þingstaðnum, Reykjavík, í einn eða tvo daga og missa þá af nefndarfundi,“ segir Helgi. Þunginn er hjá þingnefndunum  Skrifstofustjóri Alþingis segir að mesta vinnan við lagasetningu fari nú fram í þingnefndum  Pólitískar skylmingar fari hins vegar fram í þingsalnum  Píratar kvarta undan starfsálagi Morgunblaðið/Ómar Alþingishúsið Þingmenn eru misduglegir að sækja nefndarfundi. Að sögn Helga voru þingnefndirnar yfir 20 þegar Alþingi var deildaskipt. „Eftir 1991 voru tólf nefndir og þeim var fækkað í sjö nefndir 2011 og svo búin til ný nefnd, stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd. Árið 2011 var jafn- framt gerð sú mikilvæga breyting að nefndunum var skipt í tvo hópa. Fyrir vikið er miklu auðveldara að skipu- leggja fundi þeirra. Við köllum þetta A- og B-hópa,“ seg- ir Helgi en A-nefndir hittast á mánudögum og mið- vikudögum og B-nefndir á þriðjudögum og fimmtudögum. „Það var erfitt að búa til nefndatöflur þegar mönnum var skipað í tólf nefndir út frá allt öðrum sjónarmiðum. Nefndataflan var þá afgangsstærð.“ Nefndirnar voru yfir 20 ALÞINGI Á ÁRUM ÁÐUR Helgi Bernódusson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.