Morgunblaðið - 21.05.2015, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 21.05.2015, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. MAÍ 2015 Öflugir greinakurlarar sem taka allt að 45 mm stofna Greinakurlarar Öflugir greinakurlarar sem taka allt að 45 mm stofna Einfasa rafmótor, tvær stærðir fáanlegar: 2500 eða 2800 w Sjálfbrýnandi kurlaravals. Hljóðlátir, meðfærilegir og auðveldir í allri notkun. Koma með safnkassa ÞÓR HF Reykjavík: Krókháls 16 110 Reykjavík Sími 568-1500 Akureyri: Lónsbakka 601 Akureyri Sími 568-1555 Vefsíða: www.thor.is Tianjin. AFP. | Þegar vindurinn næðir um hálfkaraða skýjakljúfa og mannlaus breiðstræti á byggingar- svæði, sem kallað hefur verið Man- hattan Kína, virðist það standa fyllilega undir nafni sem drauga- borg. Kínverskir embættismenn vona að himingnæfir turnar Yujiapu- viðskiptahverfsins í hafnarborginni Tianjin, um 150 km frá Peking, verði að viðskiptamiðstöð sem jafn- ist á við Wall Street í New York og Canary Wharf í Lundúnum þegar fram líða stundir. Þremur árum eftir að fram- kvæmdirnar hófust virðast þó allar byggingarnar nema ein vera ófull- gerðar. Margar bygginganna eru án útveggja og á sumum lóðunum hefur ekkert verið byggt. Ríkisfjölmiðlar í Kína segja að framkvæmdirnar kosti alls 200 milljarða jena, jafnvirði 42.400 milljarða króna, en nú þegar hægt hefur á hagvextinum í landinu eftir mjög hraðan vöxt síðustu áratugi hafa vaknað efasemdir um að byggingaráformin séu raunhæf. Á meðal hálfköruðu bygginganna er skýjakljúfur sem lýst hefur verið sem stærstu hótelbyggingu Asíu en framkvæmdirnar virðast hafa stöðvast algerlega. Verkamenn vinna enn í nokkrum bygginganna en aðeins ein hefur verið tekin í notkun. Þar er nú rekin versl- anamiðstöð en í grennd við hana eru ófullgerðar byggingar sem hafa verið girtar af í varúðarskyni og fá- ir eru á ferli á breiðstrætunum. Engin skýjaborg? Það er því engin furða að svæðinu skuli hafa verið lýst sem drauga- borg í fréttum fjölmiðla. Embættis- menn segja þó að Yujiapu sé engin skýjaborg og benda á að margir litu á Podong-viðskiptahverfið í Sjanghæ sem peningasóun fyrir síð- ustu aldamót áður en það var reist, en hrakspárnar rættust ekki. Framkvæmdirnar í Yujiapu njóta stuðnings Zhang Gaoli, sem var æðsti embættismaður Tianjin áður en hann var hækkaður í tign og skipaður í fastanefnd framkvæmda- stjórnar kínverska komm- únistaflokksins árið 2012. Zhu Guzhong, aðstoðarprófessor í hagfræði við Peking-háskóla, telur að framkvæmdirnar í Yujiapu séu „mjög heillavænlegar“ ef kínversku stjórninni tekst að tengja Peking og Tianjin saman efnahagslega eins og hún stefnir að. AFP Ófullgerð Verkamenn að störfum við eina af fáum byggingum í Yujiapu þar sem framkvæmdir hafa ekki stöðvast. Svar Kínverja við Man- hattan líkist draugaborg  Hægari hagvöxtur seinkar metnaðarfullri uppbyggingu AFP Skýjaborg? Margar byggingar í viðskiptahverfinu fyrirhugaða eru hálf- karaðar og breiðstrætin mannlaus. Starfsemin átti að hefjast þar fyrir ári. Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Giorgi Margvelashvili, forseti Georgíu, sagði í gær að leiðtogar Evrópusambandsins mættu ekki láta yfirgang Rússa í Úkraínu aftra sér frá að koma á nánari tengslum við fyrrverandi sovétlýðveldi. Margvelashvili sagði þetta fyrir tveggja daga fund sem leiðtogar ESB-ríkja halda í Riga í Lettlandi í dag og á morgun með leiðtogum sex fyrrverandi sovétlýðvelda – Armeníu, Aserbaídsjans, Georgíu, Hvíta-Rússlands, Moldóvu og Úkraínu. Fundurinn er haldinn í skugga deilna við Rússa vegna innlimunar Krímskaga í Rússland í fyrra og stuðnings þeirra við aðskilnaðar- sinna í átökunum í austurhéruðum Úkraínu. Stefna Rússa í málefnum Úkraínu er álitin sýna að þeir séu staðráðnir í því að koma í veg fyrir nánari tengsl sovétlýðveldanna fyrrverandi við Evrópusambandið og Atlantshafsbandalagið. Evrópusambandið hóf árið 2009 áætlun, sem nefnist „samstarf til austurs“ (Eastern Partnership) og miðar að því að efla pólitískt sam- starf og viðskiptatengsl við ríkin sex. Mikið uppnám varð á síðasta leiðtogafundi ESB og samstarfs- ríkjanna sex í Vilníus í nóvember 2013 eftir að þáverandi forseti Úkraínu, Viktor Janúkóvítsj, ákvað að hætta við að undirrita sam- starfssamning við ESB og koma í staðinn á nánari tengslum við Rússland. Sú ákvörðun leiddi til fjöldamótmæla sem urðu til þess að Janúkóvítsj hrökklaðist frá völdum. Nýr forseti Úkraínu, Petro Poro- sénkó, undirritaði síðan samstarfs- samninginn í júní í fyrra. Vilja bæta tengslin við Rússa Embættismenn ESB segja að engar þýðingarmiklar ákvarðanir verði teknar á leiðtogafundinum í Riga. Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar ESB, hefur sagt að hugsanleg aðild ríkjanna sex að sambandinu verði ekki rædd næstu fimm árin. Elzbieta Kaca, pólskur sérfræðingur í samstarfs- áætluninni, segir að framkvæmda- stjórnin leggi nú mesta áherslu á að bæta tengslin við Rússland. Hún vilji standa vörð um hagsmuni og áform ESB en virða um leið hags- muni Rússlands. Margvelashvili sagði að yfirgang- ur Rússa í Úkraínu mætti ekki hræða leiðtoga ESB frá því að efla tengslin við samstarfsríkin sex. „Helstu leiðtogar ESB gáfu mér skýr loforð um Rússland hefði ekk- ert óformlegt neitunarvald sem þeir gætu beitt gegn því frjálsa vali Georgíu að verða hluti af Evrópu.“ Vill að ESB láti ekki yfirgang Rússa hræða sig  Samstarf til austurs rætt á fundi í Riga AFP Forseti Georgíu Giorgi Margvela- shvili vill efla tengslin við ESB. Petro Porosénkó, forseti Úkraínu, sagði í gær að handtaka tveggja rússneskra hermanna í Austur- Úkraínu um helgina sýndi að landið ætti í „raun- verulegu stríði við Rússland“. Þegar hermennirnir voru yfirheyrðir sögðust þeir hafa farið til Austur- Úkraínu fyrir tveimur mánuðum ásamt um 200 öðrum liðsmönnum GRU, leyniþjónustu rússneska hersins. Rússar segja að hermennirnir hafi farið þangað sem „sjálfboðaliðar“ og séu í leyfi frá störfum. Sögð eiga í stríði við Rússland RÚSSNESKIR HERMENN TEKNIR TIL FANGA Í ÚKRAÍNU Petro Porosénkó Stjórnvöld í Norður-Kóreu hættu í gær við að bjóða fram- kvæmdastjóra Sameinuðu þjóð- anna, Ban Ki- moon, til heim- sóknar í landið, daginn áður en hann átti að koma þangað. Ban Ki-moon hafði verið boðið að heimsækja iðnaðarsvæði í Kaesong sem Kóreuríkin tvö stjórna sameiginlega. „Engin ástæða var gefin fyrir þessari breytingu á síð- ustu stundu. Ákvörðun stjórnar- innar í Pjongjang er dapurleg,“ sagði Ban, sem er fyrrverandi utan- ríkisráðherra Suður-Kóreu. Rúm 20 ár eru liðin síðan framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna fór síðast í heimsókn til Norður-Kóreu. N-Kóreuferð aflýst á síð- ustu stundu Ban Ki-moon

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.