Morgunblaðið - 21.05.2015, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 21.05.2015, Blaðsíða 21
MINNINGAR 21 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. MAÍ 2015 ✝ Eygló HelgaHaraldsdóttir fæddist í Reykjavík 19. janúar 1942. Hún lést á Hjúkr- unarheimilinu Sól- túni í Reykjavík 13. maí 2015. Foreldrar Eygló- ar voru Þórunn Guðmundsdóttir, f. 7.7. 1918, d. 8.9. 2005, og Haraldur Gíslason, f. 21.10. 1917, d. 20.10. 1999. Bróðir Eyglóar er Guð- mundur G. Haraldsson, f. 30.10. 1944, maki Ástbjörg Ólafsdóttir, f. 15.10. 1940. Hinn 16. mars 1963 giftist Eygló Eiði Svanbergi Guðnasyni, f. 7.11. 1939. Foreldrar hans voru Þóranna Lilja Guðjóns- dóttir, f. 4.6. 1904, og Guðni Guð- mundsson, f. 14.6. 1904, d. 17.11. 1947. Börn þeirra Eyglóar og Eiðs eru: a) Helga Þóra Eiðsdóttir, f. 4.10. 1963, maki Ingvar Örn Guð- jónsson, f. 2.2. 1963. Þeirra börn: Eygló Erla, f. 6.4. 1989, Hildur Helga, f. 16.3. 1993, og Kolfinna Katrín, f. 9.12. 1999. b) Þórunn Hún hafði áður stundað nám í einkatímum, meðal annars hjá Gunnari Sigurgeirssyni. Í tónlist- arskólanum voru Hermína Krist- jánsson, Rögnvaldur Sig- urjónsson, Árni Kristjánsson og Jón Nordal meðal kennara henn- ar í píanóleik. Hún stundaði nám við skólann í tólf ár. Síðar sótti hún fjölmörg námskeið í píanó- leik, ekki síst píanókennslu. Á þessu vori eru 50 ár liðin síðan hún útskrifaðist ein þeirra þriggja, sem fyrst luku námi við nýja píanókennaradeild Tónlist- arskólans vorið 1965. Haustið sama ár hóf hún kennslu við skól- ann. Jafnan kenndi hún einnig ungum nemendum utan skólans og lagði alla tíð sérstaka rækt við byrjendakennslu. Eygló kenndi við Tónlistar- skólann í Reykjavík allt til haustsins 1993 eða í tæplega þrjá áratugi en það haust fluttu þau hjónin til starfa við sendiráð Ís- lands í Noregi. Þau störfuðu að mestu erlendis sem fulltrúar Ís- lands í Noregi, Kína, Kanada og Færeyjum fram í ársbyrjun 2009. Síðustu árin var heimili þeirra í Garðabæ, en undanfarið rúmt ár naut Eygló einstakrar umönn- unar á Hjúkrunarheimilinu Sól- túni í Reykjavík. Eygló Helga verður jarð- sungin frá Hallgrímskirkju í dag, 21. maí 2015, og hefst athöfnin kl. 13. Svanhildur Eiðs- dóttir, f. 19.2. 1969, maki Gunnar Bjarnason, f. 12.3. 1969. Þeirra börn Eiður Sveinn, f. 3.11. 1993, og Lára Lilja, f. 9.10. 1995. c) Haraldur Guðni Eiðsson, f. 24.5. 1972, maki Ragn- heiður Jónsdóttir, f. 7.11. 1973. Þeirra börn: Eygló Helga, f. 6.5. 1999, Jón Hilmir, f. 10.7. 2003, og Hall- dór Hrafn, f. 1.4. 2011. Eygló var fædd og uppalin í Reykjavík. Hún stundaði nám við Laugarnesskólann, Lindargötu- skóla og Gagnfræðaskólann við Vonarstræti. Lauk landsprófi og seinna stúdentsprófi frá Mennta- skólanum í Reykjavík vorið 1962, samtímis námi við Tónlistarskól- ann í Reykjavík. Áður en Eygló hóf píanónám, kornung, var hún i fiðlusveit Laugarnesskólans sem Ingólfur Guðbrandsson stofnaði og stjórn- aði. Eygló hóf píanónám við Tón- listarskólann í október 1953. Þegar ég hugsa um mömmu þá er þakklæti sú tilfinning sem ég finn hvað sterkast. Þakklæti fyrir svo margt; fyrir lífið, fyrir að hafa alltaf verið til staðar og fyrir að vera góð fyrirmynd. Hún á ansi mikið í manni og ég á henni mikið að þakka. Hef örugglega ekki sagt það nægjanlega oft við hana. Mamma sagði mér eitt sinn þegar við spjölluðum um lífið og tilveruna að hennar helsta mark- mið í uppeldi okkar systkinanna hefði verið að eiga okkar vináttu, vera vinur okkar. Það tókst henni vel. Hún átti okkar vináttu og trúnað alla tíð, enda góður og þol- inmóður hlustandi sem dæmdi aldrei heldur ráðlagði og ræddi. Hennar vinátta var mér alla tíð dýrmæt og hef ég reynt að fylgja hennar fordæmi í þessu sem öðru þegar kemur að uppeldi minna þriggja barna. Það heimili sem mamma og pabbi bjuggu okkur systkinunum í Kúrlandi þegar við ólumst upp var mikilvæg kjölfesta í lífinu sem skapaði ró og svigrúm til að njóta æskuáranna. Fyrir það er ég þeim þakklátur. Mamma vann að hluta til heima sem píanókennari þann- ig að hún var iðulega til staðar. Hún var heimakær og leið í raun hvergi betur en heimavið með sínu fólki. Hún var hjálpsöm og er ekki laust við að ég fái smá samviskubit þegar ég rifja upp þær stundir þegar hún var að hjálpa mér með námið, sérstaklega grunnskóla- dönskuna sem var um það bil það leiðinlegasta sem ég gat ímyndað mér. Áhugaleysið var því algjört af minni hálfu en hún með sína léttu lund og jafnaðargeð hélt ró sinni og mér við efnið. Mamma og pabbi og við systk- inin og okkar fjölskyldur eyddum í seinni tíð fjölmörgum árum er- lendis, hvert á sínum stað við störf eða nám. Því gáfust færri tæki- færi til samveru en áður, en á móti kom að þegar við heimsóttum þau eða þau okkur þá var það mikill gæðatími. Mikið spjallað og afar ljúfar stundir – margar af mínum kærustu minningum. Fyrir tæpum áratug fór minnið að bregðast henni, sjúkdómur sem átti eftir að reynast erfiður en mamma tókst á við af sínu ein- staka æðruleysi. Það var erfitt að fylgjast af vanmætti með henni uppgötva og takast á við svo grimman sjúkdóm. Hennar bar- áttu er lokið og ég veit að hún er nú á góðum stað og hugurinn frjáls. Elsku mamma, takk fyrir allt. Þinn Haraldur. Ég flyt þér, móðir, þakkir þúsundfaldar, og þjóðin öll má heyra kvæðið mitt. Er Íslands bestu mæður verða taldar, þá mun þar hljóma fagurt nafnið þitt. Blessuð sé öll þín barátta og vinna, blessað sé hús þitt, garður feðra minna, sem geymir lengi gömul spor. Haf hjartans þakkir, blessun barna þinna, – og bráðum kemur eilíft vor. (Davíð Stefánsson) Þín elskandi Helga Þóra, Þórunn Svan– hildur og Haraldur Guðni. Elsku tengdamamma. Góð, falleg, örlát, auðmjúk, já- kvæð og hlý. Þetta eru allt orð sem koma upp í hugann þegar ég minnist þín. Þú kenndir mér margt. Þú kunnir að njóta augna- bliksins og það hef ég reynt að til- einka mér. Hversdagslegir hlutir eins og það að hella upp á te og drekka það í ró og næði voru þér mikil gæðastund. Þú kynntir mig fyrir teinu og ég var svo heppin að fá að njóta fjölmargra slíkra stunda með þér. Nú líður ekki sá dagur sem ég helli ekki upp á te og oftar en ekki verður mér hugsað til þessara góðu stunda. Við Halli, ásamt börnunum okkar, áttum yndislega tíma með ykkur tengdapabba bæði í Kúr- landinu og þegar við heimsóttum ykkur víðsvegar um heiminn eða þið okkur. Kvöldin snérust oft upp í skemmtilegt spjall um heima og geima sem þú gafst þér nægan tíma í. Ég er endalaust þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast þér og mun ávallt varðveita dýrmætar minningar sem ég mun deila með afkomendum okkar Halla. Hjart- ans Eygló, hvíl í friði. Þín tengdadóttir, Ragnheiður. Elskuleg tengdamóðir mín er fallin frá. Ég kom inn á heimili tengdaforeldra minna 15 ára gam- all en varð strax á fyrsta degi hluti af fjölskyldunni í Kúrlandinu. Var ég tíður gestur á heimili heima- sætunnar á unglingsárunum og á þaðan einungis ljúfar minningar um samverustundir með Eygló og Eiði, hvort sem við vorum að horfa á Dallas í sjónvarpinu, spila Trivi- al Pursuit, grilla góðan mat eða spjalla saman um lífsins gagn og nauðsynjar. Ég eignaðist ekki eingöngu tengdafjölskyldu heldur líka góða vini. Samverustundirnar voru miklar alla tíð, hvort sem við vor- um við nám í Bandaríkjunum eða hér heima. Tengdaforeldrar mínir bjuggu um árabil erlendis og vor- um við dugleg að heimsækja þau í fríum. Sumrin í Noregi eru ógleymanleg, en þar dvöldum við í fjórar til fimm vikur í senn, sem og heimsóknir okkar til Kína. Alltaf var tekið afar vel á móti okkur og við eigum eftirminnilegar stundir og einstaklega góðar minningar frá þessum tíma. Ég á ótæmandi minningar um yndislega og einstaka tengdamóð- ur sem var ekki bara tengdamóðir heldur einnig traustur vinur. Aldrei bar skugga á vináttu okkar og samband sem einkenndist ætíð af virðingu og mikilli væntum- þykju. Dætur mínar voru miklar ömmustelpur og voru þær mjög hændar að ömmu Eygló sem var trúnaðarvinur þeirra og alltaf til staðar, ekki bara fyrir þær heldur fyrir okkur öll. Ég veit að elsku Eygló mín er komin á góðan stað. Takk fyrir allt og allt, þín verður sárt saknað. Þinn Ingvar Örn. Við fráfall elsku ömmu minnar hef ég misst einstaka vinkonu. Jafn stórkostlega konu er erfitt að ímynda sér og hefur hún verið ein af helstu fyrirmyndum mínum í lífinu. Eygló amma kenndi mér svo margt og hafði alltaf óbilandi trú á mér. Eitt af því sem mér finnst hvað mest lýsandi fyrir ömmu mína er að hún sparaði aldrei hrósið. Sagði ávallt við mig að ef ég hefði eitthvað gott að segja þá ætti ég að segja frá því. Ekki bara hugsa það. Í gegnum veikindi hennar síðustu ár þá tap- aðist aldrei þessi hugsjón hjá henni. Alltaf þegar ég hitti hana hafði hún eitthvað fallegt að segja við mig. Ég hef reynt að tileinka mér þennan fallega hugsunarhátt. Það sem stendur þó hvað helst upp úr er að þegar á reyndi vissi ég alltaf að ég átti hauk í horni hjá ömmu minni. Sama hvar hún var stödd í heiminum þá hafði hún alltaf tíma til að hlusta, vera til staðar sem vinur og gefa ráð. Ófáar voru stundirnar sem við skemmtun okkur saman yfir sjón- varpinu, spili, söng við píanóið eða spjalli. Ég er mjög þakklát fyrir tímann sem ég fékk að eyða með ömmu og afa víðsvegar um heim- inn. Það var stundum erfitt að hafa þau svona langt í burtu en á sama tíma voru þá dagarnir eða vikurnar sem ég eyddi hjá þeim ógleymanlegar og á ég einstakar minningar frá þeim tíma. Nú kveð ég þessa fallegu konu og yndislegu ömmu með miklum söknuði í hjarta. Elsku bestu amma mín, takk fyrir allt. Eygló Erla Elsku amma mín, ég á svo erfitt með að trúa því að þú sért farin frá mér fyrir fullt og allt. Amma Eygló var ein sú besta manneskja sem ég hef kynnst, hún var ein- staklega góð við mig og alla sem hún þekkti. Það var alltaf gaman að koma í heimsókn til ömmu og afa og alltaf tóku þið jafn vel á móti mér. Amma mín var algjör snillingur á píanó og fékk ég oft að glamra með, ég mun alltaf muna eftir hæfileikum hennar á píanóinu. Elsku amma mín, ég kveð þig með miklum söknuði. Mér þykir svo ótrúlega vænt um þig og þú verður alltaf í mínu hjarta. Þín elskandi Kolfinna Katrín. Elsku systir mín er látin, það kallar á mikinn söknuð en umfram allt þakklæti fyrir frábæra vináttu alla tíð. Æskuárin okkar í Nóatúninu voru mjög góð og ég mun aldrei gleyma hvað Eygló var mér góð og passaði vel upp á snáðann. Pí- anóið var hennar líf og yndi, er ég spurði Eygló að því hvort hún vildi kenna mér á píanó. Að sjálfsögðu var hún tilbúin. Svo byrjaði kennslan, eftir 10 mínútur gafst ég upp, ég hafði ekki þolinmæði í þetta, þá sagði þessi elska: „Gummi minn, ef þú vilt reyna seinna þá er ég tilbúin“. Því miður varð ekkert úr því. Eygló og Eiður störfuðu er- lendis í nokkur ár. Þegar þau störfuðu í Noregi átti ég erindi þangað, þegar Eygló frétti það að ég væri að koma var boðið til veislu, Eiður grillaði og Eygló dekraði við mig. Þetta kvöld gaf okkur Eygló mikið. Eygló hafði einstaklega góða nærveru, falleg var hún, ljúf í lund og brosmild. Með fögnuði og hlýju tók hún hinu glaðlega í lífinu, með þrautseigju, jákvæðni og æðru- leysi tókst hún á við þá erfiðleika sem lífið færði henni. Ég vil þakka fyrir vináttuna og fallega brosið, lífsskrautið verður einhvern veginn fátæklegra eftir hennar dag. Við Ástbjörg sendum Eiði og fjölskyldu okkar innilegustu sam- úðarkveðjur. Blessuð sé minning hennar. Guðmundur Haraldsson. Eygló Helga Haraldsdóttir  Fleiri minningargreinar um Eyglóu HelguHaralds- dóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGURLAUG HEIÐRÚN JÓHANNSDÓTTIR, Vallholti 17, Ólafsvík, lést á heimili sínu fimmtudaginn 14. maí. Útför hennar fer fram frá Ólafsvíkurkirkju laugardaginn 23. maí kl. 14. . Jón Guðmundsson, Jóhanna Sólrún Jónsdóttir, Guðjón Harðarson, Fjóla Björk Jónsdóttir, Hjördís Úlfarsdóttir, Sóley Jónsdóttir, Þröstur Albertsson, Heiðar Arnberg Jónsson, barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, stjúpmóðir, amma og langamma, ÁSA (LILLA) JÓNA JÓNSDÓTTIR, hjúkrunarheimilinu Mörk, Reykjavík, verður jarðsungin frá Áskirkju þriðjudaginn 26. maí kl. 13. . Jón Friðrik Jóhannsson, Guðrún Geirsdóttir, Gunnlaugur H. Jóhannsson, Áslaug Einarsdóttir, Gunnar Einar Jóhannsson, Linda Björk Bentsdóttir, Ingi Valur Jóhannsson, Ragnheiður Harðardóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, INDRIÐI SIGURJÓNSSON bóndi, Hvíteyrum í Skagafirði, lést fimmtudaginn 14. maí á Heilbrigðisstofnuninni á Sauðárkróki. Útförin fer fram frá Mælifellskirkju þriðjudaginn 26. maí kl. 11. . Rósa Björnsdóttir, Eydís, Margrét, Helga Rós, Berglind og fjölskyldur. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGURLÍNA GUNNLAUGSDÓTTIR garðyrkjufræðingur, áður Reykjum Ölfusi, lést á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ þriðjudaginn 19. maí. Útför verður auglýst síðar. Starfsfólki Skógarbæjar þökkum við frábæra umönnun. . Hulda Axelsdóttir, Álfdís Elín Axelsdóttir, Martin Kennelly, Erla Dís Axelsdóttir, Pétur H. Hannesson, Ari Víðir Axelsson, Anna Margrét Guðmundsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ELÍSABET KRISTINSDÓTTIR, Seiðakvísl 3, Reykjavík, lést á Landakoti þriðjudaginn 19. maí. Útför hennar fer fram frá Grafarvogskirkju fimmtudaginn 4. júní kl. 13. . Þóra Sjöfn Guðmundsdóttir, Reynir Vignir, Sveinn Guðmundsson, Birna Guðmundsdóttir, Kolbeinn Finnsson, barnabörn og langömmubörn. Elskulegur eiginmaður minn og faðir okkar, BRYNJÓLFUR GUÐMUNDSSON, fyrrum bóndi á Galtastöðum, Flóahreppi, andaðist á Fossheimum, hjúkrunardeild H.Su. föstudaginn 15. maí. Útför hans fer fram frá Selfosskirkju miðvikudaginn 27. maí kl. 14. . Arndís Erlingsdóttir, Erlingur Brynjólfsson, Ragnar Geir Brynjólfsson. Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber- ist áður en skilafrestur rennur út. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.