Fréttablaðið - 21.04.2015, Side 6
21. apríl 2015 ÞRIÐJUDAGUR| FRÉTTIR | 6
Ástralía 12. til 29. október
Ferðask r i f s to fa
Ley f ishaf i
Ferðamannastofu
Verð á mann í tvíbýli kr 687.000
Upplýsingar í símum 845-1425 / 899-1295
eða á tölvupósti info@iceline.isIceLine Travel
Nánari ferðalýsing á www.iceline.is
Sydney, Brisbane, Fraser Island, þjóðgarðar o.fl.
er meðal þess sem boðið verður upp á í þessari ferð.
– G Ó Ð U R Á B R A U Ð –
Í S L E N S K U R
HEILBRIGÐISMÁL Verkfalls aðgerðir
félagsmanna BHM ná til 500
starfsmanna Landspítalans og
hafa haft mikil áhrif á starfsemi
og þjónustu við skjólstæðinga
hans.
Biðlistar eftir rannsóknum og
aðgerðum lengjast og nú hefur
220 skurðaðgerðum verið frest-
að. Einhverjir þeirra sem bíða
eftir aðgerðum hafa beðið frá því
í læknaverkfallinu og er því upp-
safnaður vandi innan heilbrigðis-
kerfisins mikill.
Engar aðgerðir eru fram-
kvæmdar sem krefjast blóð- eða
myndgreiningar. Meðferð alvar-
legra sjúkdóma er í bið á meðan
verkfallsaðgerðir standa yfir.
Sem dæmi má nefna að nýgreind-
ir sjúklingar með krabbamein fá
ekki þjónustu fyrr en verkfalli
lýkur nema að meinið sé metið
sem bráð veikindi. Forsvarsmenn
Landspítalans telja sig hafa fag-
legar ástæður fyrir því að veita
nýgreindum ekki læknisþjónustu.
Þeim sem hafa beðið lengur en
þrjá mánuði eftir aðgerðum og
meðferð vegna sjúkdóma sinna
hefur fjölgað um 60%. Þá er mik-
ill fjöldi fólks nú innlagður en
kemst ekki til síns heima, þar sem
ekki er hægt að útskrifa það. Frá
þessu greinir aðstoðarkona Páls
Matthías sonar, forstjóra Landspít-
alans, Anna Sigrún Baldursdóttir.
Hún vill minna fólk á sem telur sig
þurfa á bráðaþjónustu að halda að
mæta á spítalann. „Eitthvað hefur
borið á því að fólk mæti ekki þótt
það telji sig þurfa á þjónustu að
halda. En fólk sem þarf á bráða-
þjónustu að halda, það fær hana,“
minnir hún á.
Hjúkrunarráð lýsir yfir veru-
legum áhyggjum vegna verkfalls
félagsmanna BHM og segir í yfir-
lýsingu frá ráðinu að verkfalls-
aðgerðir hafi þegar valdið auknu
álagi á heilbrigðisstarfsmenn sem
geti ógnað öryggi sjúklinga. Guð-
ríður Kristín Þórðardóttir er for-
maður ráðsins og segir að þótt öll
áhersla sé lögð á að halda uppi
bráðastarfsemi spítalans sé upp-
safnaður vandi mikill. „Við höfum
ítrekað bent á mikið álag á Land-
spítala og skort á heilbrigðisstarfs-
fólki. Álagið var mikið fyrir og
nú bætist ofan á það. Við höfum
áhyggjur af skertri þjónustu við
sjúklinga og löngum biðlistum
sem hlaða utan á sig frá verkfalli
lækna. Þetta verkfall hefur ekki
síður áhrif á þessa biðlista. Við
vitum að fram undan eru sumar-
lokanir, það er óumflýjanlegt og
því er orðið knýjandi að finna
lausn á deilunni,“ segir Guðríður
Kristín sem segir hvern dag verk-
fallsins auka álag á deildum spítal-
ans og hættu á því að öryggi sjúk-
linga sé ábótavant. „Þjónusta við
sjúklinga er verri og mjög skert
í þessum aðstæðum. Við þurfum
í verkfallsaðgerðunum að meta
hverjir sjúklinganna eru veik-
astir og taka ákvörðun um að
meðhöndla þá,“ bendir Guðríður
Kristín á og segir ómælda áhættu
fólgna í slíku verkalagi. „Það er
mikil óvissa í þessu verklagi sem
ógnar öryggi sjúklinga, býður
hættunni heim. Þetta er líka óreiða
sem hefur áhrif á flæði sjúklinga
í gegnum spítalana. Hér eru sjúk-
lingar sem hafa legið inni á spítal-
anum í nokkra daga vegna þess að
þeir komast ekki í einfaldar rann-
sóknir.“ kristjanabjorg@frettabladid.is
Mikill uppsafnaður
vandi á Landspítala
Fólk sem er greint með krabbamein þarf að bíða eftir meðferð þar til verkfalls-
aðgerðum lýkur nema að veikindi þess teljist bráð. Skjólstæðingum spítalans sem
hafa beðið lengur eftir aðgerð en þrjá mánuði hefur fjölgað um sextíu prósent.
SUMARLOKANIR FRAM UNDAN Enn lengist biðlisti sjúklinga eftir aðgerðum og meðferð. Guðríður Kristín Þórðardóttir, for-
maður hjúkrunarráðs, segir uppsafnaðan vanda mikinn. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
Við þurfum í verk-
fallsaðgerðunum að meta
hverjir sjúklinganna eru
veikastir og taka ákvörð-
un um að meðhöndla þá.
Guðríður Kristín Þórðardóttir,
formaður hjúkrunarráðs.
220
skurðaðgerðum hefur verið
frestað.
500
starfsmenn Landspítala eru í
verkfalli.
60%
er fj ölgun þeirra sem hafa
beðið eft ir meðferð lengur en
í þrjá mánuði.
VINNUMARKAÐUR Björn Snæ-
björnsson, formaður Starfsgreina-
sambandsins, á ekki von á öðru en
að verkfallsaðgerðir verði sam-
þykktar af félagsmönnum. Kosn-
ingu um verkfall lauk á miðnætti
hjá félagsmönnum innan Starfs-
greinasambandsins og mun sam-
bandið kynna niðurstöður kosning-
anna klukkan 11 í dag.
„Ég get ekki trúað öðru en að
kosningin verði afgerandi hjá
okkar fólki og að verkfalls aðgerðir
verði samþykktar,“ segir Björn.
„Fyrstu verkföllin okkar munu þá
bresta á þann 30. apríl næstkom-
andi.“
Björn segir þetta verkfall geta
haft miklar afleiðingar í för með
sér og að ferðaþjónustan gæti
misst spón úr aski sínum. „Það eru
flest allir sem munu finna fyrir
fyrstu verkfallsaðgerðum okkar.
Þetta eru ræstingafólk og fólk í
fiskvinnslu og kjötiðnaðarstöðvum
svo dæmi sé tekið. Einnig er um að
ræða einstaklinga í ferðaþjónustu
sem og á veitingastöðum.“ - sa
BJÖRN SNÆBJÖRNSSON Formaður
SGS segist ekki trúa öðru en að afger-
andi niðurstaða verði um verkfallsað-
gerðir hjá félögum sambandsins.
Starfsgreinasambandið kynnir niðurstöður úr atkvæðagreiðslu félagsmanna:
Telur líklegt að af verkfalli verði
SPÁNN Lögreglan í Barcelona
hefur handtekið 13 ára dreng fyrir
morð á grunnskólakennara.
Drengurinn, sem var nemandi
við skólann, mætti þangað seint
í gærmorgun vopnaður heima-
tilbúnum lásboga og hníf. Kennar-
inn sem hann réð bana hlaut bana-
sárin við að verja annan kennara
og nemanda sem drengurinn réðst
á. Aðrir nemendur hafa greint frá
því að hann hafi áður talað um að
hann ætlaði sér að skaða kennara
og nemendur hans. - srs
13 ára drengur handtekinn:
Drap kennara
með lásboga
MENNING Óánægju gætir með
ráðningu Steinunnar Birnu Ragn-
arsdóttur, tónlistarstjóra í Hörpu,
í starf óperustjóra Íslensku óper-
unnar.
Telja tónlistar-
menn ekki hafa
verið vandað
nægilega til
verka og að
ráðningarferlið
hafi ekki verið
nægjan lega
gegnsætt.
Fimmtán
manns sóttu um
stöðu óperustjóra og var Stein-
unn Birna sú eina sem boðuð var í
viðtal. Eftir viðtalið á hún að hafa
fengið starfið.
Fimm manna stjórn stýrir
íslensku óperunni og sitja tveir ein-
staklingar í stjórninni fyrir hönd
Vinafélags Íslensku óperunnar. - sa
Nýr óperustjóri ráðinn:
Ráðningarferlið
talið ógagnsætt
REYKJAVÍK Dagur B. Eggertsson
borgarstjóri hefur flutt skrifstofu
sína tímabundið í Breiðholtið.
Skrifstofa borgarstjóra verður
í Menningarmiðstöðinni Gerðu-
bergi næstu
tvær vikurnar.
Fyrirkomu-
lagið er arfleifð
Besta flokksins
en Jón Gnarr
færði sig fyrst-
ur um set til
þess að kynnast
betur þörfum
íbúa mismunandi borgarhluta.
Borgarstjóri mun funda með
starfsfólki stofnana Reykjavíkur-
borgar í Breiðholti og heimsækja
fyrirtæki í hverfinu. Í dag heim-
sækir borgarstjóri leikskóla í
hverfinu og svo verður haldinn
borgarstjórnarfundur í Gerðu-
bergi. - kbg
Skrifstofa færð tímabundið:
Borgarstjórn í
Breiðholti
DAGUR B.
EGGERTSSON STEINUNN B.
RAGNARSDÓTTIR
VEISTU SVARIÐ
1. Hvaða skóla eru unnið að því að
sameina?
2. Hver sér um morgunleikfi mina á
Rás 1 Útvarpsins?
3. Hvar á að koma upp brandarastíg?
SVÖR:
1. Tækniskólann og Iðnskólann í Hafnarfi rði.
2. Halldóra Björnsdóttir. 3. Í Hafnarfi rði.
0
3
-1
2
-2
0
1
5
2
3
:3
8
F
B
0
6
4
s
_
P
0
5
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
5
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
0
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
1
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
7
6
2
-2
0
2
C
1
7
6
2
-1
E
F
0
1
7
6
2
-1
D
B
4
1
7
6
2
-1
C
7
8
2
8
0
X
4
0
0
5
B
F
B
0
6
4
s
_
2
0
_
4
_
2
0
1
5
C
M
Y
K