Fréttablaðið - 21.04.2015, Side 14

Fréttablaðið - 21.04.2015, Side 14
21. apríl 2015 ÞRIÐJUDAGURSKOÐUN HALLDÓR FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is ÞRÓUNARSTJÓRI: Tinni Sveinsson tinni@365.is HELGARBLAÐ: Erla Björg Gunnarsdóttir erla@frettabladid.is MENNING: Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚTLITSHÖNNUN: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI: Sævar Freyr Þráinsson ÚTGEFANDI OG AÐALRITSTJÓRI: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRAR: Andri Ólafsson andri@365.is, Hrund Þórsdóttir hrund@stod2.is, Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÁ DEGI TIL DAGS Þegar þetta er skrifað voru að berast fréttir af 700 manns sem drukknuðu í Mið- jarðar hafi rétt suður af ítölsku eyjunni Lampedusa. Þetta eru konur, karlar og börn – fólk sem leggur lífið að veði til að komast í skjól frá stríði og örbirgð heima fyrir. Íslendingar eru að hjálpa. Varðskipið Týr hefur bjargað hundruðum manna úr sjávar- háska. Rauði krossinn hefur stutt við flótta- fólk með ýmsum hætti bæði hér heima og á viðkomustöðum. En getum við gert meira? Svarið er já, svo sannarlega. Þó að Íslendingar séu fámenn þjóð þá getur hún gert sitt og hún getur tekið af skarið, verið fyrirmynd. Í fyrsta lagi, þá getum við látið miklu meira af hendi rakna til uppbyggingar í fátækum Afríkulöndum og hjálparstarfs á stríðshrjáðum svæðum. Það þarf að koma í veg fyrir að fólk þurfi að flýja. Í öðru lagi þá getum við boðið hingað stærri flóttamannahópum og opnað leið fyrir flóttafólk að sækja um áritun til Íslands. Þá þurfa fjölskyldur ekki að leggja líf sitt í hættu heldur komast með örugg- um hætti til landsins þar sem hælisum- sókn þeirra fengi meðferð. Þetta yrði djörf aðgerð en hún myndi vekja eftirtekt og gæti rutt leiðina fyrir önnur Evrópuríki. Í þriðja lagi geta stjórnvöld tekið ákvörð- un um að endursenda ekki hælisleitendur á grundvelli Dyflinnarsamningsins. Margir þeirra hafa lagt líf sitt í mikla hættu í leit að skjóli. Aðgerðaáætlun sem innihéldi stóraukna aðstoð við stríðshrjáð og fátækt fólk heima fyrir, möguleika á hæli án þess að þurfa að hætta lífi sínu á leiðinni og ákvörðun um að endursenda ekki hælisleitendur til ákveð- inna landa væri mikilvægt skref til lausnar á miklum alþjóðlegum mannúðarvanda. Við getum aldrei hjálpað öllum. En við getum hjálpað einhverjum og við getum sýnt öðrum að okkur stendur ekki á sama. Íslendingar hafa áður sýnt að lítil þjóð getur rutt brautina, sýnt dirfsku og gert öðrum þjóðum auðveldara að koma í kjöl- farið. Undanfarna daga höfum við horft upp á hildarleik í hafi þegar íslenskir varðskipsmenn hafa bjargað hundruðum manna úr bráðum háska. Nú vitum við hvað er að gerast. Við höfum ekki lengur neina afsökun. Hildarleikur í hafi : hvað getum við gert? MANNÚÐAR- MÁL Hermann Ottósson framkvæmdastjóri Þórir Guðmundsson sviðsstjóri Hjálpar- og mannúðarsviðs Rauða krossins Kristján Baldursson hdl. Löggiltur fasteignasali og leigumiðlari Guðbjörg G. Sveinbjörnsdóttir Löggiltur fasteignasali Trausti fasteignasala, trausti@trausti.is, s.546-5050, Vegmúla 4, 108 Reykjavík MALTAKUR 3B, 2. HÆÐ FYRIR MIÐJU OPIÐ HÚS OPIÐ HÚS ÞRIÐJUDAGINN 21. APRÍL KL. 17.30-18.00 Rúmgóð og björt 2ja herbergja íbúð alls 82,7 fm. á efri hæð í 2ja hæða fjölbýli í Maltakri. Sérinngangur er inn í íbúðina. Þvottahús innan íbúðar. Í sameign er 9,6 fm. geymsla. Ásett verð 31,9 millj. S ú staða sem upp er komin á vinnumarkaði hefði ekki átt að koma neinum á óvart. Í kjölfar hrunsins tóku fjölmarg- ar stéttir á sig kaupmáttarskerðingu þar sem allir þyrftu að leggja sitt af mörkum til að endurreisa íslenskt efna- hagslíf. Við skulum ekki gleyma því að það varð hrun, er líklega þreyttasta klisja íslenskrar pólitíkur, en … við skulum ekki gleyma því að hér varð hrun. Ekki endilega til að barma okkur yfir því að ástandið sé ekki alveg eins gott og það gæti verið, hvað þá að berja okkur á brjóst fyrir hve vel endurreisn efnahags- lífsins hefur gengið. Nei, við skulum ekki gleyma því að hér varð hrun svo við skiljum betur kröfur launafólks um kauphækkanir. Deilur á vinnumarkaði eru á milli tveggja aðila; þeirra sem fá laun fyrir vinnu sína og þeirra sem greiða launin. Ríkið kemur beint að ákveðnum samningum sem launagreiðandi, en þar að auki hefur það hlutverk í því að koma að ýmsum aðgerðum sem geta bætt stöðu launafólks. Það er því einboðið að ríkið sé þátttakandi í kjaraviðræðum. Þetta vissi Bjarni Benediktsson þegar hann var í stjórnarand- stöðu. Hann gagnrýndi í september 2012 ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur fyrir það að hafa, með aðgerðum sínum, grafið undan kjarasamningum. „Raunar er það langur listi loforða sem bæði samtök atvinnu- lífsins og ASÍ telja að enn sé óuppfylltur af stjórnvalda hálfu. Þetta skapar þær alvarlegu aðstæður að forsendur samninganna geti verið í uppnámi,“ sagði Bjarni þá á þingi. Hann gerir sér því fulla grein fyrir því hvaða hlutverk ríkisvaldið hefur. Hefðin hefur hins vegar verið sú að aðilar ná saman um grunn að samningi og þá kemur ríkisvaldið inn í viðræður með sértæk- um, sem og almennum, aðgerðum. Krafa stjórnarandstöðunnar nú um að ríkisstjórnin stígi fram og grípi til stórtækra aðgerða til að leysa þann hnút sem kjaradeilur eru í er því ekki sanngjörn. Í það minnsta má færa rök fyrir því að stjórnarandstaðan hefði ekki gert slíkt, sæti hún nú í stjórn. Það breytir því ekki að hægt og rólega er allt að sigla í enn meiri hnút, svo þéttriðinn að færustu skátar og netagerðarmenn þessa lands gætu átt í vandræðum með að leysa hann. Ekki bætir úr skák að nú þegar hefur verið samið við nokkrar stéttir, svo sem lækna og kennara. Þjóðarheill var sögð rétt- læta háar launahækkanir lækna, en er hún minni þegar kemur að sjúkraliðum, eða hjúkrunarfræðingum? Og á verkafólk síður skilið launahækkun en kennarar? Þetta er gríðarlega flókin staða, en fjármálaráðherra og kollegum hans í ríkisstjórn- inni hefði átt að vera fullkunnugt um að hún væri í kortunum. Hins vegar er Bjarna nokkur vorkunn. Það er ekki sjálfsagt að ráðherra stígi fram núna og leysi deiluna með loforðum um há fjárútlát. Flókið? Já, og ef svarsins var að vænta í þessum leiðara verður að valda vonbrigðum. Enda ekki fjármálaráðherra sem hamrar á lyklaborðið. Kjaraviðræður komnar í illleysanlegan hnút: Fyrirsjáanlegt, en kom samt á óvart Kolbeinn Óttarsson Proppé kolbeinn@frettabladid.is Er brot brot? Engum ætti að koma á óvart að rætt var um verkföll heilbrigðisstétta á Alþingi í gær. Sigríður Ingibjörg Inga- dóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði í fyrirspurn sinni til heilbrigðis- ráðherra að á fundi velferðarnefndar hefði landlæknir sagt að verkföllin nú væru erfiðari fyrir heilbrigðiskerf- ið en læknaverkfallið. Þessi orð Sigríðar urðu tilefni nokkurrar umræðu– ekki um verkfallið, heldur þingskaparlög. Að loknum fyrirspurnatímanum kom Ragnheiður Ríkharðs- dóttir, þingmaður Sjálfstæðis- flokksins, í pontu og gerði athugasemd við að Sigríður hefði vitnað í fundinn sem var lokaður. Slíkt væri brot á þingskaparlögum. Hver þingmaður Pírata á fætur öðrum kom í pontu að gagnrýna það fyrirkomulag að nefndarfundir væru lokaðir, slíkt væru fornfáleg vinnu- brögð. Að lokum skar forseti þingsins á hnútinn og sagði bannað að vitna til orða gesta á nefndarfundum Alþingis, skýra þyrfti inntak laganna betur. Þáttaskil Vefsíðan Evrópuvaktin, sem þeir félagar Björn Bjarnason og Styrmir Gunnarsson hafa haldið úti frá vormánuðum 2010, hefur tekið sér hlé. Á heimasíðunni segir að komið sé að þáttaskilum. Ljóst sé að þjóðin muni ekki fljóta „sofandi inn í Evrópusam- bandið“. Aðildarviðræður hafi reynst árangurslausar og muni ekki hefjast að nýju nema þjóðin samþykki það í atkvæðagreiðslu. Molaskrifari veltir fyrir sér hvort mögulega sé það svo að síðan leggi upp laupana þar sem ekki fáist lengur styrkir til að halda henni á lofti. Skemmst er að minnast þess að árið 2012 fengu þeir félagar 1,5 milljónir til að halda málþing og gera úttekt, af fjármun- um sem þá var ætlað að „stuðla að opin berri og upp lýstri umræðu og fræðslu um Evr ópu sam- bandið“. fanney@frettabladid.is 0 3 -1 2 -2 0 1 5 2 3 :3 8 F B 0 6 4 s _ P 0 6 2 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 1 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 3 K _ N Ý. p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 4 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 7 6 1 -3 3 2 C 1 7 6 1 -3 1 F 0 1 7 6 1 -3 0 B 4 1 7 6 1 -2 F 7 8 2 8 0 X 4 0 0 3 A F B 0 6 4 s _ 2 0 _ 4 _ 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.