Fréttablaðið - 21.04.2015, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 21.04.2015, Blaðsíða 19
Kraftmikil og fjölbreytt vorbókaútgáfa ókaunnendur fagna viku bókarinnar sem haldin er í kringum dag bókarinnar, þann 23. apríl. Vart líður þó sá dagur að ekki komi út ný íslensk bók svo segja má að hér séu allir dagar ársins hátíðardagar bókarinnar. UNESCO stendur að alþjóðlegum degi bókarinnar sem haldinn er hátíðlegur 23. apríl ár hvert. Bóksalar í Katalóníu hafa haldið upp á daginn allt frá árinu 1926, í minningu Miguel de Cervantes, og kalla hann dag rósarinnar. Alþjóðlegur dagur bókarinnar var hins vegar fyrst haldinn á þessum degi árið 1995. Dagsetningin varð fyrir valinu vegna tengingar við dánardag bæði Cervantes og Shakespears, auk þess sem margir aðrir þekktir rithöfundar tengjast deginum. Einn þeirra er Nóbelsskáldið okkar, Halldór Laxness, en hann fæddist þann 23. apríl árið 1902. Allur gangur er þó á því hvenær deginum er fagnað. Svíar hafa ekki hikað við að færa daginn til þegar hann hefur borið upp í kringum páska og á Bretlandi er dagur helgaður bókum fyrsta fimmtudag í mars til þess að forðast árekstur við páskafrí námsmanna. Hér á landi þótti fljótt ljóst að ekki dygði dagur til allra þeirra við- burða sem hægt væri að efna til. Deginum var því ein- faldlega breytt í viku bókarinnar sem staðið hefur til loka apríl og stundum jafnvel teygt sig aðeins fram í maí. Að þessu sinni ber daginn upp á sumardaginn fyrsta og þá verða Íslensku þýðingaverðlaunin veitt á Gljúfrasteini. Öflugt þýðingarstarf er einmitt gríðar- lega mikilvægt fyrir íslenska bókmenningu, og sjálf- stæði íslenskunnar. Vakin verður athygli á bókum og mikilvægi lesturs með ýmsum hætti um allt land í leikskólum, skólum, bókasöfnum, bókabúðum og víðar. Þess ber að geta að dagurinn er einnig helgaður höfundarétti og mikilvægi þess að hann sé virtur í hvívetna. Ný bók á hverjum degi á fyrstu mánuðum ársins Það er liðin tíð hér á landi að aðeins séu gefnar út bækur fyrir jól. Í Vorbókatíðindum sem hér getur að líta eru kynntar 109 nýjar bækur og er þó ekki allt upp talið. Heildarfjöldinn er líklega kominn upp í um 130 bækur eða sem jafngildir því að ný bók hafi komið út hvern einasta dag ársins og ríflega það. Í blaðinu má finna gott úrval nýrra barna- og ung- mennabóka. Í upphafi viku bókarinnar er við hæfi að minna á mikilvægi reglulegs bóklesturs fyrir börn. Nýleg könnun frá Bretlandi hefur leitt í ljós að regluleg- ur lestur í æsku hefur meiri áhrif á námsárangur á efri skólastigum en menntun foreldra. Meðal annars komu í ljós sterk tengsl á milli reglulegs lesturs í æsku og náms- getu í stærðfræði. Lestur örvar ímyndunarafl og sköp- unarkraft, eflir málþroska og orðaforða og eykur víðsýni og skilning. Lestur er lykill að góðri framtíð. Vorbókatíðindi Apríl 2015 0 3 -1 2 -2 0 1 5 2 3 :3 8 F B 0 6 4 s _ P 0 4 6 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 7 6 1 -9 5 E C 1 7 6 1 -9 4 B 0 1 7 6 1 -9 3 7 4 1 7 6 1 -9 2 3 8 2 8 0 X 4 0 0 4 A F B 0 6 4 s _ 2 0 _ 4 _ 2 0 1 5 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.