Fréttablaðið - 21.04.2015, Side 35

Fréttablaðið - 21.04.2015, Side 35
KYNNING − AUGLÝSING Hlaupaskór & íþróttafatnaður21. APRÍL 2015 ÞRIÐJUDAGUR 9 Íþróttavöruframleiðandinn adidas kynnti Ultra Boost, nýj-asta hlaupaskóinn úr boost- fjölskyldunni, í lok febrúar. Sólinn er úr hinu byltingarkennda efni sem kallast boost. Boost sameinar mikla fjöðrun og skilar meiri orku en nokkurt annað efni. Hvert skref er dúnmjúkt og meiri orka þýðir lengri hlaup og hraðari endur- heimt. Boost endist mun lengur en hefðbundin efni og heldur eigin- leikum sínum óháð ytri aðstæðum. Afrakstur mikillar þróunarvinnu Hingað til hafa allir hlaupaskór undanfarna áratugi verið búnir sóla sem er að mestum hluta búinn til úr efni sem kallast EVA og hefur marga galla. Það verður til dæmis hart í kulda en mjúkt í hita. Þá þjappast efnið smátt og smátt saman með tímanum og miss- ir þannig eiginleika sína. Boost er hins vegar alltaf eins. „Boost er afrakstur mikillar þróunarvinnu en adidas lagði upp með að hanna efni sem myndi sameina mýkt og viðbragð. Þeir vildu eins mikla mýkt og mögu- legt væri en vandamálið við mjúka skó er að þeir draga úr orku, því vildu þeir einnig hámarka við- bragð efnisins,“ segir Ragnheiður Birgis dóttir, sölu- og markaðsstjóri Sportmanna. Skór framtíðarinnar Boost-efnið er samsett úr mörgum litlum kúlum af TPU. Hver kúla er lítil og hörð í upphafi en þegar hún er hituð og lofti blásið í hana fær hún þá eiginleika að hún er mjúk viðkomu en er líka eins og skopp- arabolti. Þegar fjöldi slíkra upp- blásinna kúlna er límdur saman verður til boost-plata sem sólar eru skornir úr. „Boost endist líka von úr viti. Meðan sólar úr EVA endast eitt þúsund til fimmtán hundruð kíló- metra eru boost-skórnir í lagi allt þar til efra byrðið eða sólinn slitn- ar. Skór með sóla úr boost-efni eru án efa framtíðin.“ Bylting í hlaupaskóm með boost-tækni Boost-efnið sameinar mýkt og viðbragð og heldur eiginleikum sínum óháð tíma, notkun og hitastigi. Hlauparar eru sammála um að adidas Boost-hlaupaskórnir séu mjög góðir og að í hlaupaskónum sé líkami þeirra fljótari að jafna sig eftir langhlaup. Helen Ólafsdóttir byrjaði í skokkhóp haust- ið 2008 og smitaðist strax af hlaupabakterí- unni. Hlaupaæfingarnar undu upp á sig og í dag er hún komin á það stig að æfa eins og afreksíþróttamaður. „Þegar álagið er mikið skiptir skóbúnaðurinn miklu máli. Góðar endurheimtur svokallaðar eru mjög mikil- vægar en það er hversu fljótur líkaminn er að komast í það ástand að geta farið aftur á næstu æfingu. adidas Boost-skórnir hjálpa til við að endur heimtur eftir erfiða hlaupaæf- ingu verði eins góðar og best verður á kosið.“ Skórnir gefa aukaorku Helen hefur notað adidas Boost-skóna í um það bil tvö ár. „Ég er sérstaklega hrifin af keppnisskónum, adizero adioz Boost, þeir hafa reynst mér mjög vel. Áður en ég prófaði Boost-skóna hafði ég verið að hlaupa í alls kyns skóm en það er engin spurning um að ég mun halda mig við adidas Boost-skóna í fram- tíðinni því að mínu mati eru þeir bestu skórn- ir á markaðnum í dag. adizero adioz Boost eru einu skórnir sem ég hef notað í maraþoni þar sem ég hef upplifað að vera í góðu standi á eftir. Þeir eru ótrúlega léttir og svo er einhver kraftur í þeim sem gerir það að verkum að þú upplifir það að þú fáir einhverja aukaorku í hlaupaskrefið,“ segir hún. Ultra Boost ótrúlega góðir Helen hefur einnig notað adidas Energy Boost og hefur sömu sögu að segja af þeim. „Þeir eru líka mjög góðir og eins Ultra Boost- hlaupaskórnir sem ég var að fá. Ultra Boost eru léttir og mjúkir og ég finn strax hvað þeir fara vel með mig.“ Hún ætlar að nota Energy Boost og Ultra Boost samhliða í löngu hlaupin en stefnan hjá henni er að taka þátt í maraþoni erlendis á árinu. „Ég ætla að taka þátt í maraþoni úti annaðhvort í byrjun hausts eða vetrar. Svo eru það hálfmaraþon og tíu kílómetra hlaup hérna heima þannig að það verður nóg að gera,“ segir Helen og brosir. Endurheimtur eins góðar og þær geta orðið Ármann Eydal Albertsson ætlar að taka þátt í sínu fyrsta maraþoni í haust. Hann hefur hingað til bæði keppt í fimm kílómetra hlaupum og í hálfu maraþoni. „Undanfarin þrjú ár hef ég notað Boost-skóna frá adi- das sem eru með nýja boost-efninu. Ég get staðfest að miklu betra er að hlaupa í skóm úr þessu efni en úr öðrum efnum. Mín upplifun er sú að skórnir minnka höggin á líkamann, þeir fara betur með fótinn og skórinn varðveitir orkuna betur þannig að svörunin hjálpar enn frekar til að komast hraðar. Þetta saman- lagt veldur því að líkaminn er fljótari að jafna sig og ég þoli betur langa og erfiða túra og vikur.“ Að mati Ármanns eru nýju skórnir, Ultra Boost, al- gjör bylting. „Skórinn lagar sig nákvæmlega að fætin- um og þar sem sólinn er úr hundrað prósent boost-efni verður enn meiri dempun og betri svörun. Sólinn sjálf- ur er með nýju mynstri sem gefur gott grip,“ segir hann. Hann mælir með að allir prófi adidas Boost-skóna, þeir verði ekki fyrir vonbrigðum. „Eftir að hafa æft og keppt í þessum skóm þá get ég mælt með þeim fyrir alla sem er umhugað um fæturna og vilja ná árangri.“ Mælir með skónum fyrir alla sem vilja ná árangri Ármann segir nýju Ultra Boost-skóna vera algjöra byltingu. MYND/AÐSEND Ívar Trausti Jósafatsson stundar götu- hlaup, brautarhlaup og utan vegahlaup. Hann notar adidas Boost-skó í öllum hlaupum og hefur gert í tvö ár og mælir með notkun þeirra fyrir alla. „adidas Boost-skórnir eru æðislegir. Ég er ekk- ert unglamb lengur og er með alls kyns „vandamál“ sem ég þarf að passa vel upp á og boost-tæknin fer vel með líkama minn. Ég þori að fullyrða að í adidas Boost-skón- um hef ég haldist heill þrátt fyrir nýjar og erfiðari æfingar sem ég ella hefði ekki náð að gera. Vonandi heldur þetta, en án adi- das Boost-skónna minna væri ég vafalaust þegar í meiðslum. adidas Boost-skórnir faðma mig og ég faðma þá auðvitað á móti því án þeirra væri ég ekki hlaupandi sæll og glaður,“ segir hann og brosir. Bætir sig hægt og sígandi Ívar Trausti hefur þurft að kljást við ýmis stoðkerfisvandamál svo sem brjósklos, kálfa- og hásinavandamál, verki í mjöðm- um og svo hefur annað hné hans verið við- kvæmt. Hann hefur lengi stundað hlaup og prófaði hálft maraþon fyrst í Reykja- víkurmaraþoninu árið 1991. „Ég stundaði götuhlaup allt til ársins 1997 sem þá var farið að vera litað af alls kyns meiðslum svo sem bólgnum hásinum, ítrekað togn- uðum kálfum og bakið var orðið lélegt. Ég reyndi að komast af stað aftur nokkr- um sinnum allt til ársins 2000 en það gekk aldrei vegna meiðsla. Það endaði með langri hvíld og söfnun aukakílóa. Árið 2008 var mér neitað um að gefa blóð í Blóðbankanum sem ég hafði alltaf gert vegna þess að blóðþrýstingur var orðinn allt of hár. Ég var sendur í skoðun í Hjarta- vernd og boðið að fara á blóðþynning- arlyf sem ég afþakkaði og ákvað að taka mig sjálfur á. Ég náði að koma mér hægt og rólega í gang með alls kyns hreyfingu og hlaupum sem mér finnst skemmti- legust. Ég tognaði hins vegar reglulega í kálfavöðvum, fékk erfiðar hásinabólg- ur og bakið var lélegt. Hjól reiðar, sund og styrktaræfingar hafa hjálpað mikið en mín helstu rök fyrir því að ég hef verið meiðsla- laus í tvö ár er að ég hleyp í adidas Bo- ost-skónum sem henta mér fullkomlega. Mér finnst þeir faðma fótinn vel, þeir gefa góða, þægilega dempun sem fer vel með mig enda finnst mér gott að hlaupa í þeim á allan hátt. Ég hef því náð að æfa meira, gera erfiðari æfingar án þess að meið- ast og spara því mikinn sjúkraþjálfunar- kostnað á sama tíma og ég næ að bæta mig í öllum vegalengdum hægt og sígandi,“ segir Ívar Trausti. Væri ekki hlaupandi sæll án adidas Boost-skónna Ívar Trausti hefur lengi stundað hlaup. Ívar Trausti segir adidas Boost-skóna henta sér fullkomlega. MYND/ERNIR adidas Boost- skórnir eru með sóla úr boost-efni sem sameinar mikla fjöðrun og skilar aukinni orku. Helen æfir mikið og því eru góðir skór henni mjög mikilvægir. AÐSEND MYND 0 3 -1 2 -2 0 1 5 2 3 :3 8 F B 0 6 4 s _ P 0 4 6 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 7 6 1 -9 5 E C 1 7 6 1 -9 4 B 0 1 7 6 1 -9 3 7 4 1 7 6 1 -9 2 3 8 2 8 0 X 4 0 0 4 A F B 0 6 4 s _ 2 0 _ 4 _ 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.