Fréttablaðið - 21.04.2015, Page 45
A Gormabók B Harðspjalda bók C Hljóðbók D Innbundin bók E Kilja F Rafbók G Sveigjanleg kápa V O R B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 1 5 7
Ævisögur og
endurminningar
D
E
G
E
(Esenis tesenis tera)
Viðrini veit ég mig vera
Megas og dauðasyndirnar
Óttar Guðmundsson
Magnús Þór Jónsson, Megas, hefur
um langt skeið verið einn umdeildasti
listamaður þjóðarinnar. Hann hefur
gefið út fjölda hljómplatna með eigin
lögum og textum, þýtt og samið leikrit,
skrifað skáldsögu og málað myndir.
Í bókinni er æviferill Megasar rakinn
og verk hans skoðuð.
314 bls.
Skrudda
Fyrir sunnan
Tryggvi Emilsson
Æviminningar Tryggva Emilssonar
þykja einstakur aldarspegill. Fyrstu
bækurnar tvær, Fátækt fólk og Bar-
áttan um brauðið, voru tilnefndar til
Bókmenntaverðlauna Norðurlanda-
ráðs. Lokabindið segir frá stjórnmála-
átökum syðra og harðri lífsbaráttu í
braggahverfum Reykjavíkur á eftir-
stríðsárunum.
383 bls.
Forlagið
Endur
útgáfa
Mörk
Þóra Karítas Árnadóttir
Vel falið leyndarmál fylgir Guðbjörgu
Þórisdóttur alla tíð. Nú hefur dóttir
hennar, Þóra Karítas Árnadóttir, skrif-
að sögu litlu stúlkunnar sem vissi ekki
hve óeðlilegt var „að búa í tveimur að-
skildum heimum, himnaríki og helvíti,
í einu og sama húsinu“.
159 bls.
Forlagið – JPV útgáfa
Villt
Cheryl Strayed
Þýð.: Elísa Jóhannsdóttir
Ung kona fer ein og óvön í 1600 kíló-
metra langa gönguferð eftir Kamba-
slóðinni við Kyrrahaf. Hin erfiða ferð
bæði styrkir hana og heilar. Eftir þess-
ari vinsælu bók var gerð kvikmynd
með Reese Witherspoon í aðalhlut-
verki og var hún tilnefnd til Óskars-
verðlauna.
433 bls.
Salka
Endur
útgáfa
A
D
G
D
D
D
Pabbi, átt þú uppskrift?
Smári Hrafn Jónsson
Matreiðslubók fyrir byrjendur og
lengra komna heimiliskokka.
Vinsæl gjöf handa fólki sem er ný
byrjað að búa.
Þægileg bók í A5 stærð.
Fæst hjá Eymundsson og á Facebook-
síðu bókarinnar Smári kokkur-Pabbi átt
þú uppskrift?
Bók sem slegið hefur í gegn.
60 bls.
Pabbi, átt þú uppskrift?
Rétturinn til letinnar
Paul Lafargue
Þýð.: Guðmundur J. Guðmundsson
130 ára vakningarrit sem enn á erindi
enda ádeila á sóun og græðgi iðnaðar-
samfélagsins. Höfundur sem var
tengdasonur Karls Marx og einn af
frumkvöðlum sósíalismans deilir hér
á almenna dýrkun vinnunnar. Ritið er
eitt þekktasta rit 19. aldar sósíalista en
birtist nú í fyrsta sinn á íslensku.
82 bls.
Bókaútgáfan Sæmundur
Um hjartað liggur leið
Jack Kornfield
Þýð.: Sigurður Skúlason
Þessi bók er talin meðal albestu rita
um andleg málefni. Höfundur stefnir
saman austurlenskri speki og hugs-
unarhætti Vesturlandabúa og leggur
áherslu á gildi þess að losa sig við nei-
kvæðar hugsanir.
297 bls.
Salka
Endur
útgáfa
Vertu úlfur
wargus esto
Héðinn Unnsteinsson
Mögnuð frásögn af ferðalagi manns
inn í heim stjórnleysis, heim sem sum-
ir þekkja, margir óttast en allir ættu að
leitast við að skilja betur. Öðrum þræði
sigursaga Héðins Unnsteinssonar en
líka saga um baráttu við fordóma, kerf-
ið og jafnvel tungumálið sjálft. Hvað er
annars að vera heilbrigður?
192 bls.
Forlagið – JPV útgáfa
Sætmeti án sykurs og sætuefna
Nanna Rögnvaldardóttir
Langar þig að segja skilið við sykurinn?
Í þessari bók má finna uppskriftir að
fjölbreyttu góðgæti þar sem hvorki er
notaður unninn sykur, síróp, hunang
eða annað slíkt né tilbúin sætuefni,
heldur einungis ávextir. Borðaðu
morgunkorn, konfekt, kökur og eftir-
rétti með góðri samvisku!
144 bls.
Forlagið – Iðunn
Ömmumatur Nönnu
Nanna Rögnvaldardóttir
Margir réttir sem fólk ólst upp við
eða fékk hjá ömmu eru nú sjaldséðir.
Í Ömmumat Nönnu eru yfir 80 upp-
skriftir að góðum og umfram allt
heimilislegum mat sem töfrar fram
notalegar minningar og er ómissandi
hluti af íslenskri matarhefð. Sumir
réttirnir eru alveg hefðbundnir, aðrir
ögn nútímalegri.
160 bls.
Forlagið – Iðunn
D
D
D
G
G
G
Iceland Exposed
Páll Stefánsson
Í nær fjóra áratugi hefur Páll Stefáns-
son ferðast um Ísland og ljósmyndað
landið á öllum árstímum og í öllum
veðrum. Einstök innsýn hans í marg-
breytileika umhverfis og birtu hefur
skapað honum sérstöðu sem eins
fremsta náttúruljósmyndara Norður-
landa. Ný bók frá honum eru stórtíð-
indi. Væntanleg í maí.
148 bls.
Crymogea
Væntanleg í maí
Íslandssaga A–Ö
– frá abbadís til Örlygsstaðabardaga
Einar Laxness og Pétur Árnason
Íslandssaga A-Ö, sem nýst hefur sögu-
áhugafólki í um fjóra áratugi, kemur
nú út í nýrri handhægri útgáfu, upp-
færð og ríkulega aukin. Hér er fjallað
um sögu Íslands eftir uppflettiorðum,
frá upphafi til okkar daga. Meðal nýj-
unga er persónusaga fjölmargra Ís-
lendinga sem mótað hafa sögu þjóðar-
innar.
600 bls.
Forlagið – Vaka-Helgafell
Listamaður á söguslóðum
Johannes Larsen á ferð um
Ísland 1927 og 1930
Vibeke Nørgaard Nielsen
Þýð.: Sigurlín Sveinbjarnardóttir
Myndir: Johannes Larsen
Einstakar teikningar danska lista-
mannsins Johannesar Larsens af sögu-
slóðum Íslendingasagna, sem hann
teiknaði í tveimur ferðum til Íslands
1927 og 1930. Vibeke Nørgaard Nielsen
lýsir ferðum listamannsins um landið.
Formáli eftir Aðalstein Ingólfsson.
208 bls.
Ugla
Mannorðsmorðingjar?
Faglegar og persónulegar pælingar
um stöðu fjölmiðlunar á Íslandi
Björn Þorláksson
Hér er hvorki á ferðinni venjuleg
blaðamennskubók né dæmigert fræði-
rit, heldur umfjöllun um hlutverk ís-
lenskra fjölmiðla með sjálfsævisögu-
legu ívafi. Björn hlífir hvorki sjálfum
sér né öðrum, og útkoman er ögrandi
lesning, skemmtileg og upplýsandi.
216 bls.
Salka
Meðvirkni
– orsakir, einkenni, úrræði
Pia Mellody
Þýð.: Hilmar Ramos
Meðvirkni er ástand sem getur haft
áhrif á allt líf okkar: fjölskyldu og
frama, hugsanir, tilfinningar og hegð-
un. Pia Mellody er einn helsti braut-
ryðjandinn í skilgreiningu á meðvirkni
og hefur gefið út bækur og kennsluefni
um greiningu, orsakir og meðhöndlun
vandans. Grundvallarrit um með-
virkni.
288 bls.
Forlagið – Vaka-Helgafell
Orðaþrautir
Þorsteinn Einarsson
Orðagátur og þrautir af ýmsu tagi sem
gaman er að glíma við. Byggir á orðum
og bókstöfum sem eiga rætur í okkar
daglega lífi.
Lítið og létt kver sem passar í vasann
og hentar vel á ferðalögum og hvenær
sem er.
Fæst bæði á íslensku og ensku.
84 bls.
Salka
VORBÓKATÍÐINDI 2015
Útgefandi: Félag íslenskra bókaútgefenda
Barónsstíg 5
101 Reykjavík
Sími: 511 8020
Netf.: fibut@fibut.is
Vefur: www.fibut.is
Umbrot: Oddi, umhverfisvottuð prentsmiðja
Ábyrgðarmaður: Benedikt Kristjánsson
Forsíðumynd: Lárus Karl Ingason
Forsíðuna prýðir bókaunnandinn Auður Haralds, myndin er
tekin í Reykjavík, Bókmenntaborg UNESCO.
0
3
-1
2
-2
0
1
5
2
3
:3
8
F
B
0
6
4
s
_
P
0
4
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
3
6
K
_
N
Ý.
p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
2
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
2
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
7
6
1
-C
2
5
C
1
7
6
1
-C
1
2
0
1
7
6
1
-B
F
E
4
1
7
6
1
-B
E
A
8
2
8
0
X
4
0
0
4
B
F
B
0
6
4
s
_
2
0
_
4
_
2
0
1
5
C
M
Y
K