Fréttablaðið - 19.05.2015, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 19.05.2015, Blaðsíða 2
19. maí 2015 ÞRIÐJUDAGUR| FRÉTTIR | 2 BANDARÍKIN Níu létust og átján voru fluttir á sjúkrahús eftir skot- bardaga milli fimm mótorhjóla- gengja í borginni Waco í Texas á sunnudagskvöld. Blóðbað varð á bílastæði útibús veitingastaðar- ins Twin Peaks eftir að meðlimir gengjanna höfðu safnast saman inni á veitingastaðnum. Átökin hófust með slagsmálum en leyst- ust fljótt upp í skotbardaga. Fjöld- inn allur af skotvopnum, keðjum og hnífum var gerður upptækur. Lögreglan í Waco gaf út yfirlýs- ingu á sunnudagskvöld og sagð- ist hafa handtekið um tvö hundruð vegna bardagans en lækkaði töluna í gær niður í 160. Talsmaður lög- reglunnar í Waco, Patrick Swan- ton, sagðist aldrei hafa séð nokkuð þessu líkt á rúmlega þriggja ára- tuga starfsferli sínum hjá lögregl- unni. Hann sagði lögreglu hafa vitað að gengin hefðu ætlað að safnast saman og varað veitingastaðinn við. Enn fremur segir Swanton lög- reglu hafa reynt að vinna með eigendum staðarins til að reyna að koma í veg fyrir atvikið en án árangurs og sagði orð talsmanns veitingastaðarins þess efnis að hann hafi reynt að vinna með lög- reglu algjöran tilbúning. Keðjan sem útibúið fékk rekstr- arleyfi sitt hjá hefur nú afturkallað leyfi útibúsins sem upphaflega átti einungis að loka í viku til að rann- saka vettvang bardagans. - þea Lögregla ásakar útibú veitingastaðar í Waco um alvarlega vanrækslu í aðdraganda skotbardaga: Veitingastaðurinn í Waco missir leyfið MISSIR LEYFIÐ Útibú Twin Peaks í Waco missir rekstrarleyfið vegna skorts á samstarfi við lögreglu. FRÉTTABLAÐIÐ/AP REYKJAVÍK „Eru Sumargötur bara fyrir suma?“ spyr Valgerð- ur Árnadóttir, íbúi á Vatnsstíg í miðbæ Reykjavíkur, í pistli sem fylgir undirskriftasöfnun þess efnis að Laugavegi skuli lokað við Snorrabraut en ekki Vatnsstíg eins og nú er gert. Undirskrifta- söfnunin fer fram á vefsíðunni change.org. Tæplega 250 manns höfðu skrifað undir í gærkvöldi. Valgerður segir núverandi lokun þýða stanslausan umferð- arnið hjá sér og svo mikinn útblástur að hún geti ekki opnað hjá sér glugga. „Og það er sumar!“ áréttar hún. - þea Vilja loka Laugavegi öllum: Íbúar vilja loka við Snorrabraut VEÐUR Í dag snýst vindur til sunnanáttar. Síðdegis verða 8 til 15 metrar á sekúndu og rigning. Hægari vindur, léttir til og hlýnar á Norður- og Austurlandi. 3° 9° 11° 8° 8° 3 4 4 3 5 SJÁ SÍÐU 22 BARA KLASSÍK. STUNDUM VILL MAÐUR ÞÁ ER TÍMI FYRIR SÍGILT SÚKKULAÐI. TÍMI FYRIR INDLAND Aruna Shanbaug, sem verið hafði í dái í tæp 42 ár eftir að ræst- ingamaður á King Edward Memorial sjúkrahúsinu í Mumbaí á Indlandi réðst á hana og nauðgaði henni, lést í gær. Í tilkynningu sjúkrahússins segir að hún hafi verið 67 ára gömul. Shanbaug fékk lungnabólgu fyrir viku og lést á gjörgæsludeild sjúkra- hússins þar sem hún starfaði áður og þar sem ráðist var á hana 27. nóvem- ber 1973. Þá varð hún fyrir alvarlegum heilaskaða og lamaðist. Mál henn- ar hefur verið í miðju umræðu um líknardráp á Indlandi síðustu ár. - óká Heilasköðuð og lömuð eftir árás á sjúkrahúsi árið 1973: Látin eftir tæplega 42 ár í dái BORIN TIL GRAFAR Hjúkrunarfólk á King Edward Memorial sjúkrahúsinu auk annars starfsfólks og aðstandenda taka þátt í göngu þar sem Aruna Shanbaug var borin til grafar í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA SVÍÞJÓÐ Undanfarin sex ár hafa 553 afbrotamenn í Svíþjóð kom- ist hjá afplánun fangelsisdóma með því að halda sig til hlés þar til brotið er fyrnt. Í sumum til- fellum nægir að vera í felum í fimm ár en dæmdur afbrotamað- ur kann að þurfa að vera í felum í 30 ár, að því er sænskir fjöl- miðlar greina frá. Dómar vegna mjög grófra afbrota, til dæmis morðs eða hryðjuverks, fyrnast ekki. Óttast er að virðing fyrir rétt- arkerfinu minnki þegar slíkur fjöldi sleppur við afplánun. - ibs Afbrotamenn í felum: Hundruð kom- ast hjá fangelsi SUÐUR-KÓREA John Kerry, utanríkisráðherra Banda- ríkjanna, fór mikinn um málefni Norður-Kóreu í heimsókn sinni til höfuðborgar Suður-Kóreu, Seúl, í gær. Kerry sagði að norðurkóreska ríkisstjórnin væri hvergi nærri því að binda enda á kjarnorkuvopnavæð- ingu ríkisins í ljósi þess hve ítrekað ríkið hefur ögrað alþjóðasamfélaginu nýverið. „Ég held að alþjóðasam- félagið hafi aldrei verið jafnsameinað og nú. Það er forgangsatriði númer eitt að binda enda á kjarnorku- vopnaáætlun Norður-Kóreu,“ sagði hann. Kerry sagði enn fremur að bandaríska ríkisstjórn- in myndi funda með þeirri kínversku í júní um næstu skref í þessum málum. Talsmaður utanríkisráðuneyt- is Kínverja, Hong Lei, neitaði að tjá sig um ummæli utanríkisráðherrans bandaríska. Kínverjar hafa oft og lengi beitt neitunarvaldi sínu í öryggisráði Sam- einuðu þjóðanna þegar aðgerðir gegn Norður-Kóreu hafa verið til umræðu. „Ríkisstjórn Norður-Kóreu er eitt alversta dæmið um algjöra vanvirðingu við mannréttindi og mannfólk alls staðar í heiminum. Hún sýnir af sér viðurstyggð, ógeð og hrylling að geðþótta leiðtogans,“ sagði Kerry að lokum. Allsherjarráð Sameinuðu þjóðanna hefur lagt til að ákæra ríkið fyrir mannréttindabrot en lík- legt þykir að Kínverjar beiti neitunarvaldi gegn slíkri kæru. - þea Bandaríkjamenn og Kínverjar ræða samstarf gegn kjarnorkuvæðingu: Herða aðgerðir gegn N-Kóreu HARÐORÐUR John Kerry sparaði ekki stóru orðin er hann ræddi um Norður-Kóreu. NORDICPHOTOS/AFP REYKJAVÍK „Við höfum verið að leggja skýrari línur en áður varð- andi þessa hluti. Við höfum verið að gefa út fyrirmæli um það hvernig við viljum hafa þetta,“ segir Dagur B. Eggertsson borgar- stjóri í ljósi umræðu síðustu daga um akstur hópbifreiða um íbúðar- götur í miðbænum. Lögregla getur ekkert aðhafst vegna aksturs hópbifreiða í íbúða- hverfum þar sem engin lög banna slíkan akstur. Engin lög eru til um akstur hópbifreiða í íbúðahverfum en borgin getur sett reglur með samþykki lögreglustjóra. „Lög- reglustjóri fær tillögur frá Reykja- víkurborg og getur þá bannað slíka umferð,“ segir Dagur sem telur að grípa þurfi til aðgerða. „Það er alveg möguleiki að það þurfi að skoða lagasetningu ef ekk- ert annað gengur. Ég tel aðalatrið- ið vera að reglurnar séu skýrar þannig að allir geti lifað í sátt og samlyndi.“ Dagur kveðst þó von- góður um að málið leysist með góðu samstarfi. Varaformaður Samtaka ferða- þjónustunnar, Þórir Garðarsson, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að lausnin fælist í aukinni samvinnu milli ferðaþjónustunn- ar og Reykjavíkurborgar. „Við hjá borginni munum grípa til frekari aðgerða, það er engin spurning. Ég mun taka þetta mál upp á næsta reglulega fundi með lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu um næstu mánaðamót og á von á góðu samstarfi,“ segir Dagur sem telur ástandið alvarlegt. Þá standi einnig yfir fundarhöld með fulltrú- um ferðaþjónustunnar. „Atburðir síðastliðinnar helgar sprengdu mælinn að mínu mati,“ segir Hjálmar Sveinsson, for- maður umhverfis- og skipulags- ráðs Reykjavíkurborgar. „Í dag hitti ég framkvæmdastjóra Sam- taka ferðaþjónustunnar á fundi og vorum við sammála um að það þurfi aðgengilegri reglur,“ segir hann og telur að hugsanlega þurfi að herða reglurnar um akstur hóp- bifreiða. Hjálmar telur vandann felast í að samþykktir sem settar hafi verið séu ekki nægilega aðgengi- legar. „Þær eru skýrar en það þarf meðal annars að kynna reglurnar fyrir hóteleigendum,“ segir Hjálm- ar, en umhverfis- og skipulagsráð fjallar um málið á fundi í vikunni. „Aukið álag fylgir fjölgun ferða- manna og við hjá borginni verðum að passa að rúturnar trufli ekki um of í íbúðahverfunum,“ segir Dagur. nadine@frettabladid.is Útilokar ekki að breyta þurfi lögum Borgarstjóri og formaður umhverfis- og skipulagsnefndar segja að setja verði skýrari og aðgengilegri reglur um akstur hópbifreiða um götur miðbæjarins. Báðir segja að þeir að borgin muni grípa til aðgerða og eru bjartsýnir á að málið leysist. ÞRENGSL Í ÞINGHOLTUNUM Engin lög eru til um akstur hópbifreiða í íbúðahverf- um. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA DAGUR B. EGGERTSSON HJÁLMAR SVEINSSON 0 3 -1 2 -2 0 1 5 2 3 :3 8 F B 0 5 6 s _ P 0 5 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 5 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 7 5 E -4 9 9 C 1 7 5 E -4 8 6 0 1 7 5 E -4 7 2 4 1 7 5 E -4 5 E 8 2 8 0 X 4 0 0 1 B F B 0 5 6 s _ 1 8 _ 5 _ 2 0 1 5 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.