Fréttablaðið


Fréttablaðið - 19.05.2015, Qupperneq 2

Fréttablaðið - 19.05.2015, Qupperneq 2
19. maí 2015 ÞRIÐJUDAGUR| FRÉTTIR | 2 BANDARÍKIN Níu létust og átján voru fluttir á sjúkrahús eftir skot- bardaga milli fimm mótorhjóla- gengja í borginni Waco í Texas á sunnudagskvöld. Blóðbað varð á bílastæði útibús veitingastaðar- ins Twin Peaks eftir að meðlimir gengjanna höfðu safnast saman inni á veitingastaðnum. Átökin hófust með slagsmálum en leyst- ust fljótt upp í skotbardaga. Fjöld- inn allur af skotvopnum, keðjum og hnífum var gerður upptækur. Lögreglan í Waco gaf út yfirlýs- ingu á sunnudagskvöld og sagð- ist hafa handtekið um tvö hundruð vegna bardagans en lækkaði töluna í gær niður í 160. Talsmaður lög- reglunnar í Waco, Patrick Swan- ton, sagðist aldrei hafa séð nokkuð þessu líkt á rúmlega þriggja ára- tuga starfsferli sínum hjá lögregl- unni. Hann sagði lögreglu hafa vitað að gengin hefðu ætlað að safnast saman og varað veitingastaðinn við. Enn fremur segir Swanton lög- reglu hafa reynt að vinna með eigendum staðarins til að reyna að koma í veg fyrir atvikið en án árangurs og sagði orð talsmanns veitingastaðarins þess efnis að hann hafi reynt að vinna með lög- reglu algjöran tilbúning. Keðjan sem útibúið fékk rekstr- arleyfi sitt hjá hefur nú afturkallað leyfi útibúsins sem upphaflega átti einungis að loka í viku til að rann- saka vettvang bardagans. - þea Lögregla ásakar útibú veitingastaðar í Waco um alvarlega vanrækslu í aðdraganda skotbardaga: Veitingastaðurinn í Waco missir leyfið MISSIR LEYFIÐ Útibú Twin Peaks í Waco missir rekstrarleyfið vegna skorts á samstarfi við lögreglu. FRÉTTABLAÐIÐ/AP REYKJAVÍK „Eru Sumargötur bara fyrir suma?“ spyr Valgerð- ur Árnadóttir, íbúi á Vatnsstíg í miðbæ Reykjavíkur, í pistli sem fylgir undirskriftasöfnun þess efnis að Laugavegi skuli lokað við Snorrabraut en ekki Vatnsstíg eins og nú er gert. Undirskrifta- söfnunin fer fram á vefsíðunni change.org. Tæplega 250 manns höfðu skrifað undir í gærkvöldi. Valgerður segir núverandi lokun þýða stanslausan umferð- arnið hjá sér og svo mikinn útblástur að hún geti ekki opnað hjá sér glugga. „Og það er sumar!“ áréttar hún. - þea Vilja loka Laugavegi öllum: Íbúar vilja loka við Snorrabraut VEÐUR Í dag snýst vindur til sunnanáttar. Síðdegis verða 8 til 15 metrar á sekúndu og rigning. Hægari vindur, léttir til og hlýnar á Norður- og Austurlandi. 3° 9° 11° 8° 8° 3 4 4 3 5 SJÁ SÍÐU 22 BARA KLASSÍK. STUNDUM VILL MAÐUR ÞÁ ER TÍMI FYRIR SÍGILT SÚKKULAÐI. TÍMI FYRIR INDLAND Aruna Shanbaug, sem verið hafði í dái í tæp 42 ár eftir að ræst- ingamaður á King Edward Memorial sjúkrahúsinu í Mumbaí á Indlandi réðst á hana og nauðgaði henni, lést í gær. Í tilkynningu sjúkrahússins segir að hún hafi verið 67 ára gömul. Shanbaug fékk lungnabólgu fyrir viku og lést á gjörgæsludeild sjúkra- hússins þar sem hún starfaði áður og þar sem ráðist var á hana 27. nóvem- ber 1973. Þá varð hún fyrir alvarlegum heilaskaða og lamaðist. Mál henn- ar hefur verið í miðju umræðu um líknardráp á Indlandi síðustu ár. - óká Heilasköðuð og lömuð eftir árás á sjúkrahúsi árið 1973: Látin eftir tæplega 42 ár í dái BORIN TIL GRAFAR Hjúkrunarfólk á King Edward Memorial sjúkrahúsinu auk annars starfsfólks og aðstandenda taka þátt í göngu þar sem Aruna Shanbaug var borin til grafar í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA SVÍÞJÓÐ Undanfarin sex ár hafa 553 afbrotamenn í Svíþjóð kom- ist hjá afplánun fangelsisdóma með því að halda sig til hlés þar til brotið er fyrnt. Í sumum til- fellum nægir að vera í felum í fimm ár en dæmdur afbrotamað- ur kann að þurfa að vera í felum í 30 ár, að því er sænskir fjöl- miðlar greina frá. Dómar vegna mjög grófra afbrota, til dæmis morðs eða hryðjuverks, fyrnast ekki. Óttast er að virðing fyrir rétt- arkerfinu minnki þegar slíkur fjöldi sleppur við afplánun. - ibs Afbrotamenn í felum: Hundruð kom- ast hjá fangelsi SUÐUR-KÓREA John Kerry, utanríkisráðherra Banda- ríkjanna, fór mikinn um málefni Norður-Kóreu í heimsókn sinni til höfuðborgar Suður-Kóreu, Seúl, í gær. Kerry sagði að norðurkóreska ríkisstjórnin væri hvergi nærri því að binda enda á kjarnorkuvopnavæð- ingu ríkisins í ljósi þess hve ítrekað ríkið hefur ögrað alþjóðasamfélaginu nýverið. „Ég held að alþjóðasam- félagið hafi aldrei verið jafnsameinað og nú. Það er forgangsatriði númer eitt að binda enda á kjarnorku- vopnaáætlun Norður-Kóreu,“ sagði hann. Kerry sagði enn fremur að bandaríska ríkisstjórn- in myndi funda með þeirri kínversku í júní um næstu skref í þessum málum. Talsmaður utanríkisráðuneyt- is Kínverja, Hong Lei, neitaði að tjá sig um ummæli utanríkisráðherrans bandaríska. Kínverjar hafa oft og lengi beitt neitunarvaldi sínu í öryggisráði Sam- einuðu þjóðanna þegar aðgerðir gegn Norður-Kóreu hafa verið til umræðu. „Ríkisstjórn Norður-Kóreu er eitt alversta dæmið um algjöra vanvirðingu við mannréttindi og mannfólk alls staðar í heiminum. Hún sýnir af sér viðurstyggð, ógeð og hrylling að geðþótta leiðtogans,“ sagði Kerry að lokum. Allsherjarráð Sameinuðu þjóðanna hefur lagt til að ákæra ríkið fyrir mannréttindabrot en lík- legt þykir að Kínverjar beiti neitunarvaldi gegn slíkri kæru. - þea Bandaríkjamenn og Kínverjar ræða samstarf gegn kjarnorkuvæðingu: Herða aðgerðir gegn N-Kóreu HARÐORÐUR John Kerry sparaði ekki stóru orðin er hann ræddi um Norður-Kóreu. NORDICPHOTOS/AFP REYKJAVÍK „Við höfum verið að leggja skýrari línur en áður varð- andi þessa hluti. Við höfum verið að gefa út fyrirmæli um það hvernig við viljum hafa þetta,“ segir Dagur B. Eggertsson borgar- stjóri í ljósi umræðu síðustu daga um akstur hópbifreiða um íbúðar- götur í miðbænum. Lögregla getur ekkert aðhafst vegna aksturs hópbifreiða í íbúða- hverfum þar sem engin lög banna slíkan akstur. Engin lög eru til um akstur hópbifreiða í íbúðahverfum en borgin getur sett reglur með samþykki lögreglustjóra. „Lög- reglustjóri fær tillögur frá Reykja- víkurborg og getur þá bannað slíka umferð,“ segir Dagur sem telur að grípa þurfi til aðgerða. „Það er alveg möguleiki að það þurfi að skoða lagasetningu ef ekk- ert annað gengur. Ég tel aðalatrið- ið vera að reglurnar séu skýrar þannig að allir geti lifað í sátt og samlyndi.“ Dagur kveðst þó von- góður um að málið leysist með góðu samstarfi. Varaformaður Samtaka ferða- þjónustunnar, Þórir Garðarsson, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að lausnin fælist í aukinni samvinnu milli ferðaþjónustunn- ar og Reykjavíkurborgar. „Við hjá borginni munum grípa til frekari aðgerða, það er engin spurning. Ég mun taka þetta mál upp á næsta reglulega fundi með lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu um næstu mánaðamót og á von á góðu samstarfi,“ segir Dagur sem telur ástandið alvarlegt. Þá standi einnig yfir fundarhöld með fulltrú- um ferðaþjónustunnar. „Atburðir síðastliðinnar helgar sprengdu mælinn að mínu mati,“ segir Hjálmar Sveinsson, for- maður umhverfis- og skipulags- ráðs Reykjavíkurborgar. „Í dag hitti ég framkvæmdastjóra Sam- taka ferðaþjónustunnar á fundi og vorum við sammála um að það þurfi aðgengilegri reglur,“ segir hann og telur að hugsanlega þurfi að herða reglurnar um akstur hóp- bifreiða. Hjálmar telur vandann felast í að samþykktir sem settar hafi verið séu ekki nægilega aðgengi- legar. „Þær eru skýrar en það þarf meðal annars að kynna reglurnar fyrir hóteleigendum,“ segir Hjálm- ar, en umhverfis- og skipulagsráð fjallar um málið á fundi í vikunni. „Aukið álag fylgir fjölgun ferða- manna og við hjá borginni verðum að passa að rúturnar trufli ekki um of í íbúðahverfunum,“ segir Dagur. nadine@frettabladid.is Útilokar ekki að breyta þurfi lögum Borgarstjóri og formaður umhverfis- og skipulagsnefndar segja að setja verði skýrari og aðgengilegri reglur um akstur hópbifreiða um götur miðbæjarins. Báðir segja að þeir að borgin muni grípa til aðgerða og eru bjartsýnir á að málið leysist. ÞRENGSL Í ÞINGHOLTUNUM Engin lög eru til um akstur hópbifreiða í íbúðahverf- um. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA DAGUR B. EGGERTSSON HJÁLMAR SVEINSSON 0 3 -1 2 -2 0 1 5 2 3 :3 8 F B 0 5 6 s _ P 0 5 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 5 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 7 5 E -4 9 9 C 1 7 5 E -4 8 6 0 1 7 5 E -4 7 2 4 1 7 5 E -4 5 E 8 2 8 0 X 4 0 0 1 B F B 0 5 6 s _ 1 8 _ 5 _ 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.