Morgunblaðið - 03.06.2015, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 03.06.2015, Blaðsíða 1
Stofnað 1913  127. tölublað  103. árgangur  M I Ð V I K U D A G U R 3. J Ú N Í 2 0 1 5 GIFTU SIG Í SKREYTTUM SUNDFÖTUM LÍFIÐ SNERIST UM BRIDS LÖGIN FENGU Á SIG ÆVINTÝRA- LEGAN BLÆ ÞRJÁR KYNSLÓÐIR BRIDSKVENNA 10 LÁRA RÚNARS 38HJÓNAVÍGSLA Í SUNDLAUG 2 Klakabrynjað loftnetsmastur reis upp úr snæviþakinni auðn- inni sunnan við Hrafntinnusker í fyrradag. Gríðarmikið fannfergi er á sunnanverðu hálendinu. Nýleg- ar mælingar á Hofsjökli sýndu einhverja mestu vetrarafkomu sem þar hafði mælst í 20 ár. Í haust kemur í ljós hvort jökull- inn stækkar loks eftir langvarandi rýrnun. »6 Hálendið er víða enn á kafi í snjó Morgunblaðið/RAX  Mat íbúðar- eigna í miðborg Reykjavíkur eða frá Bræðraborg- arstíg að Tjörn- inni hækkar mest af öllum hverfum á höf- uðborgarsvæð- inu eða um alls 16,9% í nýju fast- eignamati fyrir árið 2016, sem birt var í gær. Fasteignamat íbúða í fjölbýli á höfuðborgarsvæðinu hækkar um 10,8%. »12 16,9% hækkun fast- eignamats íbúðar- eigna í miðbænum Eignir Íbúðarmat á höfuðborgarsvæði hækkar um 8,5%  Áformað er að byggja frjáls- íþróttavöll og reisa fjölnota íþrótta- hús og allt að 1.500 manna stúku á íþróttasvæði ÍR í Reykjavík. Reykjavíkurborg hefur auglýst breytingu á deiliskipulagi fyrir svæðið og þykir raunhæft að það verði samþykkt fyrir áramót. Byggð mun þéttast verulega í ná- grenni íþróttasvæðisins ef fram- kvæmdirnar verða að veruleika. Stefnt er að því að reisa sjö háreist hús meðfram Reykjanesbraut og fjögur fjölbýlishús þar nærri. »14 Áforma mikla upp- byggingu á svæði ÍR Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Íbúar í fjölbýlishúsunum við Hlíðar- hjalla í Kópavogi sem rýmd voru í gær vegna gruns um að maður væri að skjóta úr haglabyssu í íbúð að Hlíðarhjalla 53 fengu að snúa aftur heim á tíunda tímanum í gærkvöldi. Lögreglan hafði þá eftir sex tíma umsátur farið inn í íbúðina sem reyndist mannlaus. Lögreglan lokaði stóru svæði í kringum fjölbýlishúsið Hlíðarhjalla 51-55 eftir að tilkynningar bárust um að hugsanlega hefðu heyrst skot- hvellir. Íbúðir voru rýmdar. Aðgerð- in hafði áhrif á stærra svæði og er talið að hún hafi haft áhrif á líf vel á annað hundrað íbúa á svæðinu. Tryggja öryggið Lagt var hald á haglabyssu og skotfæri í íbúðinni. Lögreglan gat ekki staðfest það í gærkvöldi að um raunverulega skothvelli hefði verið að ræða. Hún lætur þess getið að lög- regla hafi farið í sömu íbúð í fyrradag og þá fundið ummerki um að hleypt hefði verið af haglabyssu á grindverk utan við húsið. Eigandi íbúðarinnar mun ekki hafa verið í henni um tíma. Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlög- regluþjónn hjá lögreglunni á höfuð- borgarsvæðinu, sagði ekki hægt að fullyrða að einhver hefði verið í íbúð- inni fyrr um daginn því alltaf liði ein- hver tími frá því atburðir væru til- kynntir og þar til lögregla kæmi á staðinn. Hann sagði að málið væri í rannsókn. Ásgeir vildi ekki tjá sig um það hvort leit væri hafin að byssumanni þegar blaðamaður mbl.is ræddi við hann á vettvangi. „Við verðum að taka svona tilkynn- ingar alla leið, tryggja öryggi al- mennings og lögreglumanna. Við einangruðum það vinnusvæði sem talið var nauðsynlegt,“ sagði hann og bætti við að síðan tækju menn sér þann tíma sem þyrfti til að ljúka vett- vangsvinnu. Umsátur hafði áhrif á 150 manns  Ekki vitað hvort skotið var úr íbúð við Hlíðarhjalla M Íbúðin reyndist mannlaus »12 Morgunblaðið/Eva Björk Heima Íbúarnir fengu að fara aftur inn á heimili sín í gærkvöldi. Áætlað framboð íbúðagistinga, sem tilheyra deilihagkerfinu á vefsíðum líkt og Airbnb, er álíka mikið og hjá öllum hótelum og gistiheimilum á höf- uðborgarsvæðinu, eða 4.100 herbergi. Þetta er mat efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins en deilihagkerfið hefur vaxið ört og er búist við enn frekari vexti á næstunni. Með deilihagkerfi er átt við þegar einstaklingar deila eða skiptast á vörum, þjónustu eða upplýsingum en hægt er að deila nán- ast öllu sem tilheyrir neyslukörfu ís- lenskra heimila. »16 Morgunblaðið/Ásdís Gisting Íbúðagisting er algeng. Deilihag- kerfi vex  Jafnt framboð íbúða- gistinga og hótela

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.