Morgunblaðið - 03.06.2015, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 03.06.2015, Blaðsíða 26
26 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. JÚNÍ 2015 ✝ Hjördís Sigurð-ardóttir fædd- ist í Reykjavík 21. september 1937. Hún lést í Torre- vieja á Spáni 19. maí 2015. Foreldrar henn- ar voru hjónin Sig- urður F. Ólafsson, forstjóri, f. 15. ágúst 1913, d. 21. maí 1976, og Svan- laug Rósa Vilhjálmsdóttir, hús- freyja, f. 8. október 1914, d. 14. maí 2003. Systir Hjördísar er Þrúður Guðrún, f. 28. mars 1939. Hjördís giftist 23. apríl 1960 Ásgeiri H. Hjörleifssyni, framkvæmdastjóra í Reykjavík, f. 13. janúar 1937. Foreldrar hans voru hjónin Hjörleifur Kristmannsson, skósmiður, f. 21. september 1896, d. 8. apríl 1963, og Kristín Ingveldur Þor- leifsdóttir, húsfreyja, f. 31. októ- ber 1895, d. 17. apríl 1974. Gerður Aðalheiður, f. 9. mars 1994, c) David, f. 29. apríl 2002. 3) Kristinn Ingi, f. 14. maí 1964, kvæntur Lindu Hrönn Ein- arsdóttur, f. 18. maí 1973. Dóttir þeirra Margrét Kristín, f. 4. apr- íl 2008. 4) Ásdís Rósa, f. 16. mars 1973. Börn Ásdísar og fyrrver- andi maka, Kristins Jónssonar: a) Ásgeir Eðvarð, f. 17. janúar 1996, b) Arnar Már, f. 10. októ- ber 1997, c) Brynjar Logi, f. 8. nóvember 2002. 5) Svanlaug Rós, f. 3. apríl 1976, gift Xavier Rodriguez, f. 10. júlí 1976. Börn þeirra: a) Dimas Þór, f. 20. októ- ber 2007, b) Saga Björk, f. 29. mars 2012. Að auki er eitt barnabarnabarn og annað vænt- anlegt í júlí. Hjördís stundaði nám við Gagnfræðaskóla Austurbæjar og útskrifaðist sem gagnfræð- ingur frá Gagnfræðaskóla verk- náms. Hún starfaði ung við af- greiðslustörf í Fálkanum við Laugaveg og kenndi einnig á saumavélar um skeið þar til hún sneri sér að barnauppeldi og heimilisstörfum. Útför Hjördísar verður gerð frá Fríkirkjunni í Reykjavík í dag, 3. júní 2015, og hefst at- höfnin kl. 15. Börn Ásgeirs og Hjördísar eru: 1) Sigurður Þór, f. 4. mars 1961, kvænt- ur Fríðu Kristínu Gísladóttur, f. 15. júlí 1959. Börn Sig- urðar og fyrri konu hans, Ólafar Rúnar Skúladóttur, eru: a) Skúli Haukur, f. 26. nóvember 1983, kvæntur Stellu Sto- yanova, f. 20. mars 1973. b) Hjördís Hugrún, f. 28. júlí 1986, gift Gunnari Ormslev Ásgeirs- syni, f. 28. nóvember 1984, c) Heiðdís Hanna, f. 12. apríl 1990, í sambúð með Vilhjálmi Hjelm, f. 17. febrúar 1986, d) Halldór Kári, f. 9. febrúar 1995, e) Sindri Snær, f. 21. september 2000. 2) Hjörleifur, f. 15. mars 1963, kvæntur Mariu Purifica- cion Luque Jimenez, f. 9. febr- úar 1964. Börn þeirra : a) Ana Maria, f. 7. febrúar 1990, b) Móðir mín var glæsileg kona sem geislaði af hjartahlýju og góðmennsku. Hún var einstak- lega mikil félagsvera og vinmörg. Hún lést á Spáni þar sem foreldr- ar mínir áttu hlut í sumarhúsi síð- astliðin 18 ár. Má því segja að hún hafi látist á uppáhaldsstaðnum sínum og er það okkur nokkur huggun. Yngri systir hennar er Þrúður G. Sigurðardóttir. Mamma átti gleðilega æsku og talaði hún alltaf af hlýhug um bernskuheimili sitt á Mímisveginum. Þaðan fluttu þau í Skaftahlíðina. Mamma var einstaklega trú og trygg vinum sínum. Ef þeir bjuggu erlendis ræktaði hún vin- skapinn með löngum bréfum þar sem hún skrifaði fréttir af sér og sínum og héldust þær bréfaskrift- ir alla ævi. Sem ung kona vann mamma hjá föður sínum í Fálkanum og sagt er að aðsókn í verslunina hafi aukist verulega á þeim tíma. Á kvöldin kenndi hún svo á sauma- vélar. Vegir þeirra mömmu og pabba lágu saman sumarið 1957 þegar þau fóru með sameiginlegum vin- um í fimm vikna ferðalag um Evr- ópu. Flogið var til Hamborgar og þessir fimm íslensku krakkar keyrðu í smábíl til Napólí á Ítalíu. Gist var í tjaldi og var þetta mikið ævintýri eins og gefur að skilja. Myndaðist þar ævilangur vin- skapur. Á ferðalaginu felldu for- eldrar mínir hugi saman þó að hún hafi ekki játast honum fyrr en tveimur árum seinna. Þau giftu sig svo í Fríkirkjunni í Reykjavík 23. apríl 1960 og bjuggu tvö fyrstu árin á Þórsgöt- unni, í húsi föðurafa míns, áður en þau fluttu á Kleppsveg 26. Ár- ið 1964 voru þau komin með okk- ur þrjá bræðurna, þann elsta þriggja ára. Ekki hefur það verið auðvelt því þau bjuggu á 4. hæð í lyftulausu húsi og þvottahúsið í kjallaranum. Er hætt við að ferð- irnar hafi verið ófáar hjá henni þar á milli því í þá daga voru bréfbleiur ekki til. Á Kleppsveg- inum var oft mikið fjör og voru vinir okkar bræðranna ávallt vel- komnir, þó að íbúðin væri lítil og dót okkar því úti um allt. Minnast þeir mömmu með hlýhug og tala enn þann dag í dag um hve mamma var góð og glæsileg kona. Eldri systir mín fæddist 1973 og sama ár flutti fjölskyldan í Haðaland 6. Var þar oft glatt á hjalla og man ég eftir ófáum fjöl- skylduboðunum þar sem Adda, Hjödda og Hulla komu, en þær voru okkur krökkunum eins og aukaömmur. Það var svo árið 1976 sem yngri systir mín fædd- ist og var þá barnahópurinn orð- inn fimm á 15 árum. Móðir mín var alla tíð mjög dugleg að hreyfa sig, bæði stund- aði hún leikfimi hjá Báru frá stofnun þess fyrirtækis og svo gekk hún í gönguhópum svo til á hverjum virkum degi. Mikill vin- skapur myndaðist á báðum stöð- um og naut hún samveru við kon- urnar í þeim. Það var ekki fyrr en á allra síðustu árum þegar heils- an var farin að gefa sig sem hún hætti í leikfiminni en göngur stundaði hún ævinlega. Mamma varð amma í fyrsta sinn fyrir rúmum þrjátíu árum og frá þeim tíma áttu ömmubörn- in allan hennar huga. Voru því ófáar gistingarnar hjá ömmu og afa í gegnum tíðina og barna- skarinn naut þeirra í botn enda var hver stund skipulögð með skemmtidagskrá svo foreldrun- um þótti nóg um. Svo vitnað sé í orð sjö ára dótt- ur okkar hjóna: „Amma var góð.“ Elsku mamma, hvíl þú í friði. Kristinn Ingi Ásgeirsson. Ég elskaði hana frá því ég sá hana fyrst. Móttökurnar sem ég fékk inn í fjölskylduna voru höfð- inglegar. Drengirnir mínir voru teknir inn í barnabarnafjöldann eins og ekkert væri sjálfsagðara og þeim fagnað sem slíkum. Hjördís, eða (amma) eins og hún var alltaf kölluð, var öllum góð. Hún var alltaf brosandi, alltaf glæsileg. Ég hef aldrei kynnst fólki sem er svona duglegt að rækta fjöl- skylduna sína. Matarboðin hafa verið mörg (veislurnar) og boðin voru alltaf kölluð Gleðileg hátíð. Amma tók ávallt fagnandi á móti öllum. Búið að dekka borðið deg- inum áður með tilheyrandi glæsi- brag. Það er varla hægt að hugsa sér afa án ömmu. Ástfangnari par var varla hægt að finna. Kitlandi gleðin sem fylgdi ávallt komu þeirra á gullvagninum, veifandi eins og kóngafólk, var smitandi. Elsku Hjördís, ég vil þakka þér fyrir þann tíma sem við áttum saman. Þú kenndir mér að taka fagnandi á móti öllu í lífinu. Með þér var allt svo fallegt. Ég vil þakka þér sérstaklega fyrir strákana mína. Þeir eignuðust nýja ömmu í þér sem var þeim svo mikilvægt. Við munum alltaf minnast þess hvernig þú umvafð- ir þá. Það var auðvelt fyrir þig að elska. Þú talaðir alltaf fallega um alla og óskaðir öllum vel. Lífið heldur áfram og þú ert farin í bili. Við sem eftir erum eigum eftir að sakna þín. Við munum minnast þín með yl í hjarta. Líf þitt var mikil blessun fyrir marga og fráfall þitt opnar mörg hjörtu. Nú ertu komin heim, elsku amma okkar allra. Heim í himnaríki færandi bless- un og gleði eins og þér er líkt. Bless í bili fallega sál. Sjáumst síðar. Þín elskandi tengdadóttir, Fríða Kristín Gísladóttir. Ég átti því láni að fagna fyrir rétt tæpum tíu árum að kynnast Hjördísi, yndislegri tengdamóð- ur minni. Hún var einstök mann- eskja sem geislaði af ytri sem innri fegurð og hafði til að bera hjartahlýju og manngæsku sem er vandfundin. Hún umvafði allt sitt fólk einlægri ást og um- hyggju. Hjördís heilsaði ætíð með fagnandi sólskinsbrosi og hlýju faðmlagi. Allir sem til þekkja vita að Hjördís var oftast kölluð amma í fjölskyldunni. Amma var hún svo sannarlega af lífi og sál. Hún varði miklum tíma með barna- börnum sínum, fjölskyldan og vinirnir voru henni allt. Ég er mjög þakklát fyrir að hafa fengið að njóta samvista við hana í þessi tíu ár, ég vildi óska að þau hefðu orðið fleiri, en kallið hennar er komið. Hjördísar verður sárt saknað, við geymum minningarn- ar í hjarta okkar. Við hjónin mun- um gera okkar til að Margrét Kristín temji sér lífsviðhorf og gildi ömmu sinnar. Einnig gerum við okkar besta til að passa upp á afa og styrkja hann í sorginni. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Valdimar Briem) Blessuð sé minning Hjördísar. Linda Hrönn Einarsdóttir. Amma mín var ótrúleg kona. Hún háði langa baráttu við veik- indi í hjarta og fleira en lét það ekki á sig fá og hélt ótrauð áfram eins og ekkert hefði í skorist. Hún var ein góðhjartaðasta og yndislegasta manneskja sem ég hef haft tækifæri til að kynnast og bar alltaf hagsmuni allra ann- arra en sín fyrir brjósti sér. Ég gleymi aldrei stundunum sem ég eyddi með henni á mínum yngri árum; allar næturnar sem ég gisti hjá ömmu og fór með henni og afa í húsdýragarðinn og þess háttar. Í öll árin sem ég hef þekkt ömmu hefur hún aldrei verið neitt nema gleðin og góðmennsk- an uppmáluð. Hún átti einstak- lega auðvelt með að hugsa ekki bara um sjálfa sig heldur miklu frekar alla aðra í kringum sig og vildi að öllum liði sem best. Ein- stakur mannkostur myndi ég segja. Ég er mjög þakklátur fyrir að hafa eytt seinustu árum í að vera mjög mikið með ömmu og náði það sínum hápunkti seinasta haust þegar við fórum saman til útlanda. Ferð sem við höfðum planað í marga, marga mánuði. Ferðin var frábær og samveran gerði okkur öll nánari sem fjöl- skyldu. Amma var búin að vera mjög veik seinustu ár og fór henni hratt hrakandi og ákváðum við að nýta tækifærið og fara með henni og afa til Spánar. Ég stend við það að það sé einhver besta ákvörðun sem ég hef tekið í mínu lífi að fara með í þá ferð jafnvel þó að ég væri á fullu í skóla og vinnu. Amma mín studdi mig í öllu sem ég gerði og var alltaf tilbúin að standa við bakið á mér í öllu sem ég tók mér fyrir hendur. Hún var oftast með bros á vör og geislaði af yndisþokka og al- mennri gleði. Hún var alltaf tilbúin til að hjálpa manni við hvað sem mann vantaði hjálp við og hikaði ekki við að fara úr vegi sínum til þess. Amma var mjög vinamörg og átti góða að hvert sem hún leit. Ekki eru allir svo heppnir. Ég tel mig eina af heppnustu manneskjum í heimi að hafa átt svona góða ömmu. Amma mín var klárlega himna- sending frá Guði. Ef ég þekki ömmu rétt þá situr hún í hásæti við hliðina á guði og fylgist með mér. Amma mín, ég elska þig og ég veit að þú ert komin á ein- hvern annan yndislegan stað þar sem ilmurinn af blómunum fyllir nasirnar og sólin skín allan lið- langan daginn. Arnar Már Kristinsson Elsku yndislega Hjördís amma, ég á svo erfitt með að trúa því að þú sért farin frá okkur. Hugurinn reikar og ég hugsa um þau tæpu 29 ár sem við áttum saman hér á jörð. Þakklæti, gleði og hlýja það fyrsta sem kemur upp í hugann. Ég er svo þakklát fyrir að hafa fengið að eiga þig sem ömmu. Þakklát fyrir allar dásamlegu samverustundirnar sem voru svo margar; allar veisl- urnar þar sem öll fjölskyldan kom saman, dekurhelgarnar þeg- ar ég fékk að koma í gistingu hjá ykkur afa, sumarbústaðaferðirn- ar, Spánarferðirnar, kaffispjallið og símtölin. Elsku besta amma, lífið verður aldrei aftur eins án þín, en minn- ingarnar hlýja mér um hjarta- rætur. Þú varst einstök, svo óendanlega falleg manneskja. Undurfagurt bros þitt, jákvæðni og einlægni gerði allt betra. Þú sveipaðir æsku mína dýrðar- ljóma og þegar ég hugsa til baka get ég í raun ekki lýst tilfinning- unni betur en svo, að mér leið eins og ég ætti afmæli í hvert skipti sem við hittumst. Það var alltaf svo gaman, gleðin og ynd- islegheitin allsráðandi. Elsku amma, það er mér mikill heiður að hafa fengið að vera skírð í höfuðið á þér og ég vona að ég verði þeirrar gæfu aðnjót- andi í mínu lífi að ná að líkjast þér á einhvern hátt. Ég mun allavega gera mitt allra besta til að vera ávallt sólarmegin í lífinu eins og þú elsku amma. Amma, þú ert og verður ávallt ein af mínum helstu fyrirmyndum. Hvíl í friði. Þín Hjördís Hugrún Sigurðardóttir. Hjördís, móðursystir mín, var glæsileg kona. Hún var eldri dóttir foreldra sinna, þeirra Svanlaugar Rósu Vilhjálmsdótt- ur og Sigurðar Finnboga Ólafs- sonar, fyrrverandi forstjóra Fálkans. Móðir mín, Þrúður Guð- rún, er tæpum tveimur árum yngri og börnin urðu ekki fleiri. Um tíma bjó fjölskyldan við Mímisveg 2a en síðar ákváðu for- eldrarnir að reisa sér hús í Skaftahlíð 5 í félagi við elsta föð- urbróðurinn, Harald Ólafsson. Haraldur bjó á efri hæð hússins en amma og afi með dæturnar tvær á neðri hæðinni. Þeir bræð- ur störfuðu saman í Fálkanum, síðar einnig ásamt yngsta bróð- urnum Braga. Fyrirtækið gekk vel og þetta voru góð ár í lífi fjöl- skyldunnar. Hjöddý varð snemma falleg blómarós. Hún var ung þegar þau Ásgeir Hjörleifsson felldu hugi saman. Þær systur, Hjöddý og Þrúður, voru samstiga í stórum atburðum lífsins. Þær giftu sig með fárra mánaða milli- bili og við elstu börnin fæddumst einnig með fárra mánaða millibili og vorum skírð saman í Skafta- hlíðinni. Hjöddý og Geiri eignuð- ust þrjá syni á fimm árum og for- eldrar mínir þrjár dætur á svo til sama tíma. Við frændsystkinin lékum okkur mikið saman og líf- leg fjölskylduboðin voru mér mikið tilhlökkunarefni. Ég minn- ist skemmtilegra útileikja sem gjarnan bárust um nærliggjandi garða og götur. Samgangur fjöl- skyldnanna var mikill á þessum árum og systurnar sáu til þess að við frændsystkinin vorum send saman í danskennslu og kynnt- umst þannig enn betur. Síðar eignuðust Hjöddý og Geiri tvær dætur til viðbótar og þar með voru börn þeirra orðin fimm. Óhætt er að segja að þau hafi átt barnaláni að fagna. Hjöddý og Geiri hafa alltaf verið mjög samrýnd hjón. Sam- band þeirra var ástríkt og þau leiddust gjarnan á göngu. Hjöddý var falleg, mikil dama og alltaf vel tilhöfð. Hún var sól- dýrkandi og naut þess að vera í sól og sumaryl. Hún hugsaði vel um heilsuna, stundaði reglulega líkamsrækt svo lengi sem ég man og gætti vel að hollustu í mat- Hjördís Sigurðardóttir HINSTA KVEÐJA Elsku amma mín. Takk fyrir allar yndislegu sam- verustundirnar okkar. Þú varst alltaf svo góð við mig. Ég sakna þín mjög mikið. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum) Guð geymi þig amma mín. Þín Margrét Kristín. Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, VIÐAR VALDIMARSSON, Heiðarhrauni 4, Grindavík, lést á hjúkrunarheimilinu Víðihlíð 14. maí. Útförin fer fram frá Grindavíkurkirkju föstudaginn 5. júní kl. 14. . Þóra Sigurðardóttir, Sigurður Ragnar Viðarsson, Ragnheiður Magnúsdóttir, Guðlaugur Viðar Viðarsson, Guðlaug Þóra Snorradóttir og barnabörn. Yndisleg eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, VIBEKKA BANG, Hólmagrund 19, Sauðárkróki, lést á sjúkrahúsinu á Sauðárkróki laugardaginn 30. maí. . Brynjar Pálsson, Páll Snævar Brynjarsson, Inga Dóra Halldórsdóttir, Óli Arnar Brynjarsson, Ástdís Pálsdóttir, Brynjar Snær Pálsson. Ástkær móðir okkar, ERNA MÁSDÓTTIR, Ásabraut 7, Sandgerði, lést fimmtudaginn 28. maí á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Útför hennar fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju föstudaginn 5. júní kl. 13. . Dætur hinnar látnu. Hjartkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, SIGURJÓN K. NIELSEN, Hrafnistu í Hafnarfirði, áður til heimilis að Lækjasmára 4, Kópavogi, lést á Hrafnistu mánudaginn 1. júní. Jarðarförin auglýst síðar. . Elín Elísabet Sæmundsdóttir, Gísli Sigurjónsson, Jóhanna H. Bjarnadóttir, Guðmundur Sigurjónsson, Þóra Björg Ágústsdóttir, Birgir Sigurjónsson, Laufey Sigurðardóttir, Ósk Sigurjónsdóttir, Stefán Örn Magnússon, Sigurjón S. Nielsen, Helga Hillers, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.