Morgunblaðið - 03.06.2015, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 03.06.2015, Blaðsíða 38
38 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. JÚNÍ 2015 Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Tónlistarkonan Lára Rúnars sendi í síðustu viku frá sér fimmtu sólóplötu sína, Þel, sem hún vann í samstarfi við tónlistarmanninn Stefán Örn Gunnlaugsson sem gefið hefur út tónlist undir listamannsnafninu Íkorni. Lára syngur á íslensku á plötunni, ólíkt fyrri plötum, og mun fagna útgáfu hennar með tónleikum í Fríkirkj- unni í Reykjavík annað kvöld, 4. júní, kl. 21 og á Græna hattinum á Ak- ureyri degi síðar, kl. 22, ásamt hljómsveit. Lára mun auk þess fara í tón- leikaferðalag um landið í sumar til að kynna plöt- una og leika eldra efni. Á útgáfutónleikunum skipa hljómsveit Láru, auk hennar, Arnar Þór Gíslason á trommur, Birkir Rafn Gíslason á gítar, Guðni Finnsson á bassa, Þorbjörn Sigurðsson á hljómborð og Rósa Guð- rún Sveinsdóttir og Valdimar Guðmundsson leika á blásturshljóðfæri og syngja. Margrét Rúnarsdóttir, Rakel Pálsdóttir, Guðrún Ragna Yngvadóttir og Ásta Björg syngja bakraddir. Dásamleg meðferð Lára segir samstarf þeirra Stefáns þannig komið til að hún hafi eignast plötu hans, Íkorna, sem kom út fyrir þremur árum, og hlustað mik- ið á hana. „Mér þótti hún svo undursamlega fögur að ég ákvað að biðja hann að vinna með mér þessa plötu. Ég hafði ekki hugsað mér að gefa út þessi lög þar sem mér þótti þau svo frá- brugðin öðru sem ég hafði gert en sem betur fer fengu þau þessa dásamlegu meðferð. Mig hafði alltaf langað að gera plötu á íslensku og því gott tækfæri til þess að feta nýjar slóðir,“ segir hún. – Hvaða áhrif hafði Stefán á útkomuna? „Hann setti rólegu kassagítarslögin mín í blástur og yfirhalningu. Þau fengu ævintýra- legan og fallegan blæ. Tilfinning laganna held- ur sér og engu er ofaukið að mínu mati. Það má því segja að samstarfið hafi virkað vel.“ – Plötunni er í tilkynningu lýst sem draum- kenndri og ævintýralegri. Geturðu útskýrt frekar hvað er átt við með því? „Hljóðheimur plötunnar dregur mann inn í eitthvert ævintýri, finnst mér. Stemningin er þannig draumkennd og gefur hlustendum færi á að láta sig dagdreyma og gleyma sér um stund. Ég mæli því með að fólk taki sér 38 mín- útna pásu frá dagsins amstri, setji á sig heyrn- artól og komi með mér á vit ævintýranna,“ svarar Lára. Kryfur eigið sjálf – Lagatextarnir eru mjög ljóðrænir, nátt- úrustemningar áberandi og einhvers konar innri leit eða sjálfsskoðun, eða hvað? Hvernig myndir þú lýsa þeim og yrkisefnunum? „Ég hef lesið ljóð síðan ég var lítil stelpa og byrjaði að skrifa ljóð mjög snemma. Þetta er því einhver órjúfanlegur partur af mér. Oft var ég að reyna að vera ekki ljóðræn og nota frem- ur talmál en mér tókst það illa. Ég ákvað því bara að leyfa mér að dvelja í flæðinu. Ég ber ómælda virðingu fyrir móður jörð og ég er allt- af í innri leit og alltaf að uppgötva eitthvað nýtt um sjálfa mig og fólkið mitt,“ segir Lára. Það sé markmið hennar í lífinu að halda áfram og kryfja eigið sjálf. „Þegar ég var að semja og taka upp plötuna var ég bæði í kennaranámi í jógafræði og í kynjafræði í háskólanum og því margt úr þess- um frábæru og ólíku þekkingarheimum sem lit- ar líf mitt og sjálf á þessum tíma.“ – Plöturnar þínar hafa verið hver annarri ólík, myndir þú lýsa þér sem tilraunaglöðum tónlistarmanni? „Já, en þessar miklu breytingar eru kannski ágætis lýsing á persónu minni. Ég get oft tapað mér í háloftunum og á erfitt með endurtekn- ingar,“ segir Lára. Meira jafnvægi og ró – Hvernig er Þel frábrugðin síðustu plötunni þinni, Moment? „Helsti munurinn á Þeli og Moment er lík- lega tungumálið og hljóðheimurinn. Einnig lagasmíðarnar, en Moment er samin á píanó en Þel á gítar. Síðan var ég að taka á öðrum málum á Moment. Þel einkennist af meira jafnvægi og ró myndi ég segja.“ – Hvaðan færðu innblástur sem tónlist- armaður, hvernig verða lög og textar helst til? „Oftast út frá einhverri tilfinningu. Hún má hvorki vera of veik né of sterk, þ.e. tilfinningin, því ef hún er að bera mig ofurliði næ ég ómögu- lega að fanga hana í tónum. Ég fylgi síðan því sem kemur en er ofsalega óþolinmóð þannig að ef það kemur ekki strax hætti ég bara. En inn- blásturinn þarf oft að sækja og það geri ég í gegnum samskipti og tengingu við mína nán- ustu. Einnig þykir mér gott að keyra út á land og fá mér göngutúr, fara í jógatíma, gufu eða sund. Að lesa góðar bækur og hlusta á tónlist er það sem gefur mér mest,“ segir Lára. Mikill dýravinur Plötuumslagið prýðir mynd af hesti sem landslagi er skeytt við. Lára er spurð hvers vegna hestur sé á plötunni, hvort hún sé hesta- kona. „Þetta er mynd eftir vinkonu mína Gígju Einars og þegar ég sá hana fyrir tilviljun var ég handviss um að mig langaði að nota hana sem umslag. Mér finnst hesturinn og stemningin mjög lýsandi fyrir innihald plötunnar. Mér finnst ég sjá sjálfa mig í hestinum. Ég er ekki hestakona, nei, en mikill dýravinur.“ „Á erfitt með endurtekningar“  „Hljóðheimur plötunnar dregur mann inn í eitthvert ævintýri,“ segir Lára Rúnars um fimmtu breiðskífu sína, Þel  Stefán Örn „Íkorni“ setti rólegu kassagítarslögin í blástur og yfirhalningu Ljósmynd/Matthías Árni Ingimarsson Sveit Lára með Birki Rafni Gíslasyni, Þorbirni Sigurðssyni, Arnari Þór Gíslasyni og Guðna Finnssyni. „Ég er búinn að selja 120 þúsund ljóðabækur. Af hverju ætti ég ekki að geta fengið 10-20 þúsund manns til að kjósa mig?“ spyr ljóðskáldið og samfélagsrýnirinn Yahya Hassan í viðtali við fréttastofu DR, en þing- kosningar fara fram í Danmörku eft- ir rétt rúmar tvær vikur eða 18. júní. Spurður hvort hann sjái engan eðl- ismun á því að vera ljóðskáld og póli- tíkus svarar Hassan því neitandi. Hassan tilkynnti 7. apríl sl. að hann yrði í framboði fyrir hið ný- stofnaða Nationalpartiet (Þjóð- arflokkinn), en seint í síðasta mánuði varð ljóst að flokknum myndi ekki takast að fá þau 20 þúsund meðmæli sem þyrfti til að hann yrði gjald- gengur í næstu kosningum. Þess í stað hafa Hassan og sex aðrir með- limir flokksins ákveðið að bjóða sig fram hver í sínu kjördæmi, en þó undir nafni flokksins. Meðal þeirra eru Kashif Ahmad, formaður flokks- ins, sem býður sig fram á Kaup- mannahafnarsvæðinu meðan Hass- an býður sig fram á Austur-Jótlandi. Hassan tilkynnti 27. maí sl. að hann frábæði sér lífverði frá Dönsku leyniþjónustunni (PET) sem elt hafa hann eins og skugginn sl. hálft ann- að ár. „Það hefur ítrekað verið ráðist á mig þótt ég væri með lífverði. Þeir hafa ekki getað verndað mig. Ég er orðinn leiður á því að vera sífellt með tvo lögreglumenn í eftirdragi sem eru ófærir um að vinna vinnuna sína. Ég hef því valið að taka framvegis ábyrgð á eigin öryggi,“ sagði Hassan í samtali við TV2. Aðeins örfáum dögum síðar var Hassan handtekinn um miðja nótt í Árósum þegar hann neitaði að gefa upp heimilisfang sitt, en að sögn Hassans er hann tæknilega heim- ilislaus samkvæmt öryggiskröfu PET. Hassan sakar lögregluna um harðræði við handtökuna og hefur lögmaður hans lagt fram formlega kæru vegna málsins. silja@mbl.is Sannfærður um að hann komist á þing  Yahya Hassan frábiður sér lífverði Morgunblaðið/Golli Metsöluskáld Hassan sótti Ísland heim sl. haust og las þá víða upp. Faxafeni 14, 108 Reykjavík | Sími 551 6646 | Laura Ashley á Íslandi | Opið virka daga 10-18 Veggfóðursdagar 20% afsláttur 2.–12. júní

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.