Morgunblaðið - 03.06.2015, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 03.06.2015, Blaðsíða 31
MINNINGAR 31 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. JÚNÍ 2015 ✝ Vilborg Magn-ea Þórðardóttir fæddist í Vík í Mýr- dal 9. júní árið 1922. Vilborg lést á Skjóli 28. apríl 2015. Foreldrar henn- ar voru hjónin Guð- rún Ingibjörg Sig- urðardóttir, hús- freyja og hannyrða- kona í Vík, sem fædd var á Eski- firði, og Þórður Stefánsson, er fæddur var á Norðfirði, verka- maður og héraðsbókavörður í Vík. Þau hjón voru bæði Skaft- fellingar að uppruna þótt bæði væru fædd austur á fjörðum. Þau voru búsett í Vík öll sín hjúskap- arár. Þórður féll frá árið 1981, tæplega 87 ára að aldri, og Guð- rún dó sjö árum síðar, 1988, á 90. aldursári. Vilborg var elst sjö barna þeirra, og hélt ævilangt ist þá vinnukona hjá listmálara- hjónunum Barböru Árnason og Magnúsi Árnasyni, sem búsett voru á Lækjarbakka, gömlu býli er stóð niður við sjó, nærri enda Rauðarárstígs. Annaðist Vilborg um heimili þeirra í allmörg ár, en fór þaðan til Bretlands, til vina- fólks Barböru, og gegndi þar hliðstæðum störfum næstu ár. Vilborg undi þar vel hag sínum og eignaðist vinkonur sem hún hélt við ævilöngu sambandi og tryggðavináttu. Vilborg kom aft- ur heim um miðjan sjötta áratug- inn, og vann þá um tíma við heim- ilishjálp, en staldraði stutt við og réði sig til starfa hjá Sendiráði Ís- lands í Washington-borg í Banda- ríkjunum, þar sem hún vann til ársins 1960. Fluttist hún þá alfar- in heim til Íslands og vann síðan sem gangastúlka á fæðingardeild Landspítalans í áratugi.Vilborg átti heima í Austurbrún 4 uns hún fluttist að hjúkrunarheim- ilinu Skjóli fyrir 10 árum í kjölfar þverrandi heilsu. Þar átti hún at- hvarf sitt síðan og bjó við nauð- synlegt öryggi og umönnun. Útför hennar fór fram í kyrr- þey. góðum tengslum við systkini sín. Þau voru, í aldursröð talin, Jóna, Unnur, Kristbjörg, Stefán Ármann, Sigríður Eygló og Ólafur. Hún er sú fjórða úr hópnum sem kveð- ur, en áður eru fallnar frá syst- urnar Jóna, Unnur og Sigríður Eygló. Vilborg sleit barnsskónum í Vík, umgirt ægifagurri náttúru og háskalegu nábýli hafs og straumvatna. Þar gekk hún í barnaskóla og fermdist, og var þá lokið formlegri skólagöngu hennar. Upp frá því fór hún til Reykjavíkur og vann fyrir sér síðan, fór í vist hjá frændfólki sínu, Laurettu og Haraldi Hagan á Laufásvegi 12 þar sem hún var fram yfir stríðslok 1945, en gerð- Elsku yndislega frænka mín. Ég trúi ekki enn að þú sért farin, mér finnst það svo óraun- verulegt. Mér finnst ennþá mjög skrýtið að koma í vinnuna mína á Skjóli og sjá þig hvergi, mér finnst mik- ið vanta því þú varst stór og mik- ilvægur hluti af Skjóli í heil 10 ár. Ég dáðist mikið að þér og leit upp til þín því þú varst mikill karakter og hafðir sérstakan en yndislegan persónuleika. Þú varst mjög ákveðin og beinskeytt en hafðir gott og stórt hjarta – já, þú varst gull af konu og ég er ævinlega þakklát fyrir það að hafa þekkt þig allt frá barnæsku. Þú varst mikilvægur hluti af lífi mínu – amma númer tvö. Þú sýndir mér og bróður mínum mikinn hlýleika allt frá því að við vorum lítil. Þú giftist aldrei og áttir ekki börn en þú ferðaðist svo sann- arlega mikið og komst víða við, og vannst um heiminn mikilvæg og fjölbreytt störf. Ég held að ég hafi fengið eitt- hvað af ferðagenum þínum því ég sjálf elska að ferðast og mark- miðið mitt er að heimsækja sem flesta staði í heiminum – alveg eins og þú. Mér þykir það einstaklega dýrmætt að hafa verið viðstödd þegar þú kvaddir þennan heim og ég trúi því að þú hafir verið að bíða eftir okkur mömmu. Hvíl í friði elsku frænka mín – ég sakna þín sárt. Takk fyrir allt. Minning þín og brosið þitt lif- ir. Þín Kristbjörg Þöll. Elsku frænka mín. En komin eru leiðarlok og lífsins kerti brunnið og þín er liðin æviönn á enda skeiðið runnið. Í hugann kemur minning mörg og myndir horfinna daga, frá liðnum stundum læðist fram mörg ljúf og falleg saga. Svo frænka kær nú vertu sæl því vegir skilja að sinni. Þín geta máttug verndarvöld á vegferð nýrri þinni. Með heitu, bljúgri þeli þér ég þakka kynninguna um góða frænku og góðan vin ég geymi minninguna. (Höf. ók.) Takk fyrir allt og allt. Minning þín lifir sem ljós í hjarta mér. Þín Sigríður (Sigga). Vilborg Magnea Þórðardóttir Elskulega Signý mín. Mig langar til að minnast þín með nokkrum orðum, sem verða þó varla nema hjómið eitt þar sem orð geta aðeins að nokkru leyti lýst því sem hugur- inn myndi vilja segja. Aðallega langar mig þó til að þakka þér fyrir allt alltaf, vináttu þína, sam- fylgdina, spjallið okkar, skoðana- skiptin og nærveruna. Hugljúfa, sterka og einhver heilbrigðasta manneskja sem ég hef þekkt, það er alveg víst að það getur allt gerst í henni veröld eins og við sögðum oft, en nú er það stað- reynd að þú ert farin frá okkur til englanna. Myndirnar sem koma upp í hugann eru margar og fyrst hitt- Signý Gunnlaugsdóttir ✝ Signý Gunn-laugsdóttir fæddist 20. október 1967. Hún lést 4. maí 2015. Útför Signýjar var gerð 16. maí 2015. umst við sjö ára gamlar í skólanum á Fremstagili. Svo lá leiðin í Húnavalla- skóla þegar við vor- um tíu ára, en of langt mál er að segja frá öllu sem var brallað þar; margir sigrar voru unnir og einhverjar orrustur töpuðust eins og unglinga er siður. Þaðan útskrifuðumst við svo og þú varst beðin að halda út- skriftarræðuna okkar, sem þú gerðir með glans. Eftir grunn- skólann fórum við hvor í sína átt- ina en tengslin og vináttan slitn- uðu þó ekki. Á þessum tíma voru bréf skrifuð og svo var hist á böll- um og í réttum. Sterk er myndin af okkur stelpunum sem hittumst í miðju Skarðsskarðinu á hestbaki, þú komst með mér heim og við fór- um svo daginn eftir ríðandi á hestamannamót fram í Húnaver. Frábær helgi. Við saman að vinna á sláturhúsi, það er alveg víst að það var engin lognmolla í þá daga og minningin um góða bekkjar- systraklúbbinn okkar sem hélt tengslum í gegnum árin, er indæl og hlý. Það var svo dýrmætt að geta hist, þó það tækist kannski ekki eins oft og við hefðum viljað. Í spjalli okkar duttum við alltaf inn í miklar búskaparumræður þó að við hefðum upphaflega byrjað á því að tala um allt annað. Þar lá sameiginlegur áhugi okk- ar, á kúm og kindum og á sveita- lífinu, enda við sveitastelpur al- veg fram í fingurgóma. Við vorum ekki alltaf sammála um allt og áttum oft skemmtileg skoðana- skipti, líflegar umræður og heið- arlegar. Við vorum heldur ekki duglegar að kveðjast og það var eitt af þessu góða. Það var betra að segja bara, við sjáumst aftur – og mér finnst það vera viðeigandi líka núna. Er dagur rennur dögg er aftur ný og dögun eilífðar er mjúk og hlý. Í fangi sínu hefur frelsarinn nú fólkið okkar, – líka himininn. Svo demöntum er dreift um æviskeið og dásamleg er farin litrík leið. Frá himnum svífa herskarar í nótt og hugga þá sem gráta ofurhljótt. (Jóhanna H. Halldórsdóttir.) Ég sendi þér kveðju mína inn í ljósið, elsku Signý, og bið þess að Guð og góðir vættir gefi fjöl- skyldu þinni og öllum vinahópn- um styrk til þess að takast á við sína sorg. Þú fórst vel með allt þitt líf og allt í þinni tilveru, fólk- ið, dýrin og landið. Minningin lif- ir, sönn og heil og varðveitist í hjartanu. Þín vinkona, Jóhanna Helga Halldórsdóttir. Þegar ég heyrði fyrst á Sig- nýju minnst hljóðaði það fyrir mér eins og í skáldsögu, ung kona á afskekktum sveitabæ inni á Laxárdalnum, með móður sinni og móðursystur í búskap með kýr, kindur og hesta. Kýrnar voru handmjólkaðar, ekkert raf- magn í fjósinu og mjólkin kæld í brúsum í bæjarlæknum. Að hugsa sér þetta í okkar nútíma- samfélagi, þarna hlaut að vera hörkukvenmaður á ferð! Það kom svo líka á daginn þegar við kynnt- umst þegar ég flutti í sveitina 1996 og fór að taka þátt í göngum og öllu sem því fylgir. Það var fastur liður að byrja Laxárdalsgöngurnar á því að mæta snemma í eldhúsið á Bala- skarð og fá sér smurt brauð, kök- ur og kaffi í notalegum hita frá ol- íueldavélinni áður en lagt var af stað. Sem undirleikur heyrðust stundum hrotur frá smalahund- unum sem máttu liggja undir kringlóttu eldhúsborðinu. Það gerðist víst einu sinni að heima- gangur, lítill hrútur, laumaðist inn í húsið á þessari stundu og skreið undir eldhúsborðið af gömlum vana. Það þurfti þá að hafa hraðar hendur og grípa boll- ana þegar hundarnir vöknuðu við þennan óboðna gest. Yfir svoleið- is uppákomum gat Signý skemmt sér konunglega enda einstaklega mikill dýravinur og með góðan húmor þegar engum var meint af. Hún hafði mjög sterka réttlætis- kennd og gat verið heitt í hamsi þegar dýraverndar- og sveitamál voru rædd. Eftir að saumaklúbburinn okk- ar var stofnaður fórum við að hittast reglulega og kynntumst betur. Einn af hápunktum voru jólaklúbbsfundir í desember sem voru haldnir í mörg ár á Bala- skarði. Það gat ekkert verið jóla- legra en að keyra inn í Laxár- dalinn í tunglskini á hvíta jörð og koma inn á heimilið hennar Sig- nýjar, finna ilm af heimareyktu hangikjöti og eyða notalegu kvöldi með góðum mat í hópi vin- kvenna. Þessari hefð héldum við lengi áfram þótt Signý væri flutt á Syðri-Hól. Við klúbbsysturnar vildum gjarnan ímynda okkur að það hefði verið okkar hugmynd að Signý og Magnús skyldu taka saman, vorum oft að hamast í henni að drífa sig að ná sér í hann. Hún vildi nú alls ekki láta segja sér fyrir verkum í þessum málum en við nánari athugun mátti greina leynibros í augum hennar. Auðvitað var hún löngu búin að taka fram fyrir hendur á okkur og beið bara eftir góðu tækifæri að segja okkur frá. Það var ekki hægt að hugsa sér betra makaval, samhugur og samvinna með ein- dæmum hjá þeim Signýju og Magnúsi. Fjölskyldan gekk fyrir öllu og alltaf var tekið vel á móti gestum þrátt fyrir mikla vinnu. Síðustu árin þegar veikindin fóru að taka sinn toll kynntist ég annarri hlið á Signýju, mýkri og viðkvæmari. Hún gat rætt málin af miklum heiðarleik og innsæi, var mjög vel lesin og gátum við eytt mörgum kvöldstundum með notalegu spjalli þrátt fyrir alvar- legan bakgrunn. Hún hafði oft meiri áhyggjur af öðrum, talaði mikið um móður sína og frænd- fólkið sitt. Efst í huga hennar voru þó alltaf Magnús og krakk- arnir og var það mesti söknuður að geta ekki lengur verið saman öllum stundum við bústörf, í fjós- inu og útiverkum í sveitinni. Þarna átti hún svo sannarlega heima, myndarlega búkonan, hún Signý vinkona mín. Angela. Við systkinin eig- um óteljandi góðar minningar um ömmu Pálínu. Við vorum svo lánsöm að vera alin upp í göngufæri frá heimili hennar og nýttum okkur óspart að rölta til hennar eftir skóla. Amma tók manni alltaf opnum örmum og ef það var ekki bananabrauð á boð- stólum laumaði hún að okkur aur til þess að hlaupa í Vallabakarí. Amma lifði fyrir að dekra við Pálína Ágústsdóttir ✝ Pálína Ágústs-dóttir fæddist 14. mars 1945. Hún lést 23. maí 2015. Útför Pálínu fór fram 1. júní 2015. okkur og var alltaf tilbúin að skutlast með okkur út um allan bæ. Blíðari kona er vandfundin og minnumst við þess ekki að hún hafi nokkurn tím- ann skammast í okkur. Amma var algjör nagli, sjálf- stæð og virtist ekki vera hrædd við neitt. Hún var hörkudugleg og virkilega góð fyrirmynd. Hún var algjör dönskusnillingur eftir öll dönsku tímaritin sem hún hafði lesið og var það gott að nýta sér við heimanámið. Í sumarbústaðnum sínum Móakoti naut amma þess að huga að gróðrinum og njóta kyrrðarinnar. Þar áttum við systkinin margar af okkar bestu æskuminningum. Stórfjölskyld- an, s.s. börnin hennar og barna- börn, voru alltaf velkomin og var oft allt túnið í kringum sumar- bústaðinn hennar í tjöldum og tjaldvögnum fullt af afkomend- um hennar. Amma var ákaflega stolt af stóru fjölskyldunni sinni og var stór og mikill mynda- veggur sem mætti þeim sem kíktu í kaffi til hennar þar sem var allavega ein mynd af hverju barnabarni og auðvitað myndir af öllum börnunum hennar. Amma var ekki bara amma, hún var líka góð vinkona. Hún hlustaði svo vel og átti svo mikið af góðum ráðum. Amma kom í morgunkaffi til okkar nánast hverja einustu helgi, öll fjöl- skyldan naut þess að hafa hana í eldhúsinu en þar sat hún með kaffið sitt og spjallaði á meðan við borðuðum morgunmat, hún var auðvitað löngu búin að borða enda algjör morgunhani. Ef hún kom ekki vorum við systkinin eða mamma fljót að hringja í hana og athuga hvort hún væri ekki örugglega á leiðinni. Elsku amma, þú glímdir hetjulega við sjúkdóminn þinn alzheimer síðustu árin þín. Sárt er að þurfa að kveðja þig svo snemma en við erum þakklát fyrir allar minningarnar. Þú varst stór partur af lífi okkar og fyrir það verðum við ævinlega þakklát Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Þín barnabörn, Helga Lind Sigurbergs- dóttir og Theodór Sigurbergsson. Hann Hilli frændi er horfinn, dáinn. Við töluðum símleið- is stuttu fyrir lát hans 22. apríl. Að vanda var hann kátur, þótt hann ætti við ýmsa krankleika að etja og væri á bið- listum til að komast í aðgerðir. En það var erfitt að henda reiður á ástandi hans, því hann vildi lítið um það tala og aldrei kvartaði hann. Hann sagði sanna Groms- ara ekki kvarta, og var hann hreykinn að vera einn afkomenda Hálfdáns Örnólfssonar í Bolung- arvík, en þeir kalla sig Gromsara. Þótt Hilmar byggi uppi á Skaga urðum við nánir vinir á tán- ingsárunum, því við unnum sam- an í hvalstöðinni nokkrar vertíðir. Þar ofan á vorum við systkina- börn. Á þeim árum var enginn á móti því að drepa hvalinn nema Jóhannes Kjarval og að komast í hvalstöðina var eftirsótt vinna. Margt skemmtilegt var þar brall- að og var Hilmar oft í fararbroddi, enda glæsilegur og óbanginn. Ráðskonan reyndi að passa stelp- urnar í eldhúsinu fyrir strákun- um, en það var oft erfitt, sér í lagi síðla sumars, þegar rökkva tók. En við uxum úr grasi og alvara lífsins tók við. Hilmar fór í Vél- stjóraskólann og svo festi hann líka ráð sitt. Þetta var áður en sjónvarpið hófst, og þá var út- varpið þungamiðjan í lífi Íslend- inga. Svo vildi til, að í því var þátt- ur, þar sem hópur af trúlofuðum pörum keppti um það, hvaða par passaði bezt saman. Hilmar og kærastan, Dóra Wium, voru valin í keppnina. Fyrstu verðlaun voru ferð til meginlands Evrópu. Kær- ustupörin voru yfirheyrð sitt í Hilmar Snær Hálfdánarson ✝ Hilmar SnærHálfdánarson fæddist 24. febrúar 1934. Hann lést 22. apríl 2015. Hilmar var jarð- settur í kyrrþey 2. maí 2015. hvoru lagi og eftir nokkrar vikur var tilkynnt, að Dóra og Hilmar hefðu unnið. Þau voru álitin sam- rýndasta parið. Þeg- ar þau komu úr verðlaunaferðinni stofnuðu þau heimili á Akranesi og eign- uðust brátt fallega dóttur. En hjóna- bandið entist ekki nema nokkur ár. En svo datt þráðurinn niður í langan tíma. Við fórum til Amer- íku og Hilmar tók sér ýmislegt fyrir hendur. Hann vann sem vél- stjóri, varð embættismaður á Austurlandi, gifti sig aftur og eignaðist aðra fallega dóttur, sigldi á norskum skipum, skildi við konuna og komst svo loks í kennarastöðuna við Landbúnað- arháskólann á Hvanneyri. Þar kenndi hann verðandi bændum á búvélar og var elskaður og dáður kennari. Á þessum árum þjónaði Hilmar Bakkusi af og til, sem stundum skapaði vandræði. Brátt komumst við aftur í símasamband, sem hélst út líf hans. Stundum hringdi hann, þeg- ar hann var búinn að fá sér í glas, eins og löndum er tamt, en alltaf voru viðræðurnar skemmtilegar. Við heimsóttum hann í Hvera- gerði, þar sem hann eyddi elliár- unum. Þar bjó hann við götu, sem heitir því furðulega nafni Frum- skógar. Hilmar sagðist vera að hugsa um að breyta nafni sínu í Tarzan. Hann var stálminnugur og kunni frá mörgu að segja. Hann las bækur um þjóðlegan fróðleik og fylgdist vel með dægurþras- inu. Tryggur var hann og góður og dáði börnin sín og barnabörn- in. Umfram allt var hann skemmtilegur og hnyttinn. Lífið er miklu fátæklegra eftir að hann Hilli frændi yfirgaf það. Blessuð sé minning hans. Þórir S. Gröndal. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu aðstandend- ur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýs- ingar um foreldra, systkini, maka og börn. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í minning- argreinunum. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.